Frægasta fótspor NBA-sögunnar á afmæli í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 22:30 Allen Iverson reynir að komast framhjá Tyronn Lue í lokaúrslitunum 2001. Getty/Manny Millan Allen Iverson bauð upp á sögulega frammistöðu í fyrsta leik sínum í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. Aldrei áður og aldrei síðar hefur leikmaður skorað jafnmörg stig í sínum fyrsta leik í úrslitaeinvíginu en Iverson gerði 6. júní 2001. Það var þó sérstaklega eitt fótspor Allen Iverson sem hefur haldið minningunni um þennan leik á lífi en síðan eru liðin nákvæmlega átján ár. Allen Iverson skoraði 48 stig í leiknum á móti Los Angeles Lakers sem Philadelphia 76ers vann óvænt 107-101 á heimavelli Lakers. Iverson var einnig með 6 stoðsendingar, 5 fráköst og 5 stolna bolta. Hann skoraði 34 stuigum meira en næststigahæsti leikmaður 76ers liðsins sem voru þeir Dikembe Mutombo og Eric Snow með 13 stig hvor.18 years ago today ... Iverson stepped over Tyronn Lue pic.twitter.com/bCVgKKdrfZ — SportsCenter (@SportsCenter) June 6, 2019Tyronn Lue kom inn af bekknum hjá Lakers liðinu og fékk það verkefni að reyna að hægja á Allen Iverson sem hafði átt magnað tímabil og var meðal annars kjörinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Leikurinn var framlengdur og Allen Iverson spilaði 52 mínútur af 53 mínútum í boði. Hann hitti úr 18 af 41 skoti utan af velli, 3 af 8 þriggja stiga skotum og öllum níu vítunum. Eftir eina af körfum Iverson á lokakaflanum þá lá Tyronn Lue á gólfinu fyrir framan hann. Iverson steig þá yfir hann með og gerði um leið lítið úr Tyronn Lue. Í dag fengi leikmaður tæknivillu fyrir þetta í NBA-deildinni en Iverson slapp og fagnaði seinna sigri í leiknum. Philadelphia 76ers átti hins vegar fá svör við ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers eftir það. Shaquille O'Neal og Kobe Bryant félagar unnu næstu fjóra leiki og tryggði sér annan meistaratitilinn í röð. Það breytir ekki því að það frægasta atvikið úr þessu einvígi er þetta fótspor Allen Iverson. Iverson komst aldrei aftur í lokaúrslit NBA og endaði NBA-ferilinn sem flökkukind. Hann lék sinn síðasta leik í deildinni 20. febrúar 2010.AIlen Iverson talks about Tyronn Lue, his defense & the iconic GM1 moment with @marczumoff (Via @Thuzio)pic.twitter.com/vvXbq3p04E — Ballislife.com (@Ballislife) June 6, 201918 years ago today, Allen Iverson stepped over Tyronn Lue. pic.twitter.com/d52QLBtiN2 — Complex Sports (@ComplexSports) June 6, 2019 NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
Allen Iverson bauð upp á sögulega frammistöðu í fyrsta leik sínum í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. Aldrei áður og aldrei síðar hefur leikmaður skorað jafnmörg stig í sínum fyrsta leik í úrslitaeinvíginu en Iverson gerði 6. júní 2001. Það var þó sérstaklega eitt fótspor Allen Iverson sem hefur haldið minningunni um þennan leik á lífi en síðan eru liðin nákvæmlega átján ár. Allen Iverson skoraði 48 stig í leiknum á móti Los Angeles Lakers sem Philadelphia 76ers vann óvænt 107-101 á heimavelli Lakers. Iverson var einnig með 6 stoðsendingar, 5 fráköst og 5 stolna bolta. Hann skoraði 34 stuigum meira en næststigahæsti leikmaður 76ers liðsins sem voru þeir Dikembe Mutombo og Eric Snow með 13 stig hvor.18 years ago today ... Iverson stepped over Tyronn Lue pic.twitter.com/bCVgKKdrfZ — SportsCenter (@SportsCenter) June 6, 2019Tyronn Lue kom inn af bekknum hjá Lakers liðinu og fékk það verkefni að reyna að hægja á Allen Iverson sem hafði átt magnað tímabil og var meðal annars kjörinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Leikurinn var framlengdur og Allen Iverson spilaði 52 mínútur af 53 mínútum í boði. Hann hitti úr 18 af 41 skoti utan af velli, 3 af 8 þriggja stiga skotum og öllum níu vítunum. Eftir eina af körfum Iverson á lokakaflanum þá lá Tyronn Lue á gólfinu fyrir framan hann. Iverson steig þá yfir hann með og gerði um leið lítið úr Tyronn Lue. Í dag fengi leikmaður tæknivillu fyrir þetta í NBA-deildinni en Iverson slapp og fagnaði seinna sigri í leiknum. Philadelphia 76ers átti hins vegar fá svör við ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers eftir það. Shaquille O'Neal og Kobe Bryant félagar unnu næstu fjóra leiki og tryggði sér annan meistaratitilinn í röð. Það breytir ekki því að það frægasta atvikið úr þessu einvígi er þetta fótspor Allen Iverson. Iverson komst aldrei aftur í lokaúrslit NBA og endaði NBA-ferilinn sem flökkukind. Hann lék sinn síðasta leik í deildinni 20. febrúar 2010.AIlen Iverson talks about Tyronn Lue, his defense & the iconic GM1 moment with @marczumoff (Via @Thuzio)pic.twitter.com/vvXbq3p04E — Ballislife.com (@Ballislife) June 6, 201918 years ago today, Allen Iverson stepped over Tyronn Lue. pic.twitter.com/d52QLBtiN2 — Complex Sports (@ComplexSports) June 6, 2019
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira