Glíman við hindranirnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. júní 2019 07:30 Framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar hefur í ýmis horn að líta. Fréttablaðið/Stefán „Það má segja að við höldum upp á sextugsafmælið allt árið en fögnuðum því á sjálfan afmælisdaginn, 5. júní, með starfsfólki og íbúum hér í húsinu að Hátúni 12,“ segir Þorsteinn Frímann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Hann segir 43 einstaklinga, mismikið hreyfihamlaða, búa í húsinu og nýta sér þjónustu Sjálfsbjargarheimilisins. „Síðan erum við með þjónustumiðstöð, sem er dagdeild, þangað koma um 60 manns á dag í alls konar þjálfun og endurhæfingu. Einnig leigjum við út nokkrar íbúðir, rekum hjálpartækjaleigu og höfum rekið þekkingarmiðstöð sem heldur úti vefsíðu og safnar saman alls konar upplýsingum um réttindamál. Þetta er dálítið batterí.“ Fyrstu fimm Sjálfsbjargarfélögin voru stofnuð árið 1958, það voru þau sem stofnuðu landssamtökin árið 1959. Upphafið má rekja til Siglufjarðar, þar var fyrsta félagið stofnað, að sögn Þorsteins. „Undirtitill samtakanna var landssamtök fatlaðra lengi vel, þá var málskilningurinn í landinu á þann veg að það væru einungis hreyfihamlaðir sem væru fatlaðir, aðrir sem nú falla undir fatlaða voru skilgreindir með öðrum hætti. En Sjálfsbjörg hefur alltaf unnið að málefnum hreyfihamlaðra og því breyttum við undirtitlinum í samræmi við það, landssamband hreyfihamlaðra. Okkar regnhlífarsamtök eru svo Öryrkjabandalagið og þar erum við meðal stofnfélaga.“ Þorsteinn segir helsta málefnastarf Sjálfsbjargar vera að útrýma aðgangshindrunum og þar hafi margt breyst til bóta á 60 árum. Þó sé alltaf verið að hnjóta um eitthvað. „Við fengum þær fréttir nýlega að í Háskóla Íslands væru svo há borð í náttúrufræðitilraunastofu að fólk í hjólastól næmi með enni við borðbrúnina. Svo var verið að byggja sjóböð á Húsavík en þar komast hreyfihamlaðir ekki að. Það er verið að tala um að breyta Laugaveginum í göngugötu en fólk sem á erfitt með gang leggur ekki í bílastæðahúsi við Hverfisgötuna og labbar svo Laugaveginn. Við mótmæltum þeim breytingum harðlega. Þegar hindranirnar verða allar farnar getum við lagt samtökin niður, en það er ekki alveg hinum megin við hornið.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
„Það má segja að við höldum upp á sextugsafmælið allt árið en fögnuðum því á sjálfan afmælisdaginn, 5. júní, með starfsfólki og íbúum hér í húsinu að Hátúni 12,“ segir Þorsteinn Frímann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Hann segir 43 einstaklinga, mismikið hreyfihamlaða, búa í húsinu og nýta sér þjónustu Sjálfsbjargarheimilisins. „Síðan erum við með þjónustumiðstöð, sem er dagdeild, þangað koma um 60 manns á dag í alls konar þjálfun og endurhæfingu. Einnig leigjum við út nokkrar íbúðir, rekum hjálpartækjaleigu og höfum rekið þekkingarmiðstöð sem heldur úti vefsíðu og safnar saman alls konar upplýsingum um réttindamál. Þetta er dálítið batterí.“ Fyrstu fimm Sjálfsbjargarfélögin voru stofnuð árið 1958, það voru þau sem stofnuðu landssamtökin árið 1959. Upphafið má rekja til Siglufjarðar, þar var fyrsta félagið stofnað, að sögn Þorsteins. „Undirtitill samtakanna var landssamtök fatlaðra lengi vel, þá var málskilningurinn í landinu á þann veg að það væru einungis hreyfihamlaðir sem væru fatlaðir, aðrir sem nú falla undir fatlaða voru skilgreindir með öðrum hætti. En Sjálfsbjörg hefur alltaf unnið að málefnum hreyfihamlaðra og því breyttum við undirtitlinum í samræmi við það, landssamband hreyfihamlaðra. Okkar regnhlífarsamtök eru svo Öryrkjabandalagið og þar erum við meðal stofnfélaga.“ Þorsteinn segir helsta málefnastarf Sjálfsbjargar vera að útrýma aðgangshindrunum og þar hafi margt breyst til bóta á 60 árum. Þó sé alltaf verið að hnjóta um eitthvað. „Við fengum þær fréttir nýlega að í Háskóla Íslands væru svo há borð í náttúrufræðitilraunastofu að fólk í hjólastól næmi með enni við borðbrúnina. Svo var verið að byggja sjóböð á Húsavík en þar komast hreyfihamlaðir ekki að. Það er verið að tala um að breyta Laugaveginum í göngugötu en fólk sem á erfitt með gang leggur ekki í bílastæðahúsi við Hverfisgötuna og labbar svo Laugaveginn. Við mótmæltum þeim breytingum harðlega. Þegar hindranirnar verða allar farnar getum við lagt samtökin niður, en það er ekki alveg hinum megin við hornið.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira