Rúmum áratug eftir að Baugur Group hf. var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur er skiptum á þrotabúinu nú lokið. Samkvæmt tilkynningu um skiptalok í Lögbirtingablaðinu námu lýstar kröfur í þrotabúið tæpum 424 milljörðum króna sem gerir þetta að einu stærsta, ef ekki allra stærsta, gjaldþroti Íslandssögunnar.
Í tilkynningu kemur fram að forgangskröfur hafi fengist greiddar að fullu en 6,7 milljarðar fengist upp í almennar kröfur eða sem nemur 2,7 prósentum.
Fjárfestingarfélagið Baugur Group hf. var stofnað af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og var stórtækt í viðskiptum á árunum fyrir hrun. Félagið var úrskurðað gjaldþrota 13. mars 2009. Fréttablaðið er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs.
424 milljarða þrot Baugs
Sigurður Mikael Jónsson skrifar

Mest lesið

Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa
Viðskipti innlent

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent

Valgerður Hrund hættir hjá Sensa
Viðskipti innlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent