Rúmum áratug eftir að Baugur Group hf. var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur er skiptum á þrotabúinu nú lokið. Samkvæmt tilkynningu um skiptalok í Lögbirtingablaðinu námu lýstar kröfur í þrotabúið tæpum 424 milljörðum króna sem gerir þetta að einu stærsta, ef ekki allra stærsta, gjaldþroti Íslandssögunnar.
Í tilkynningu kemur fram að forgangskröfur hafi fengist greiddar að fullu en 6,7 milljarðar fengist upp í almennar kröfur eða sem nemur 2,7 prósentum.
Fjárfestingarfélagið Baugur Group hf. var stofnað af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og var stórtækt í viðskiptum á árunum fyrir hrun. Félagið var úrskurðað gjaldþrota 13. mars 2009. Fréttablaðið er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs.
424 milljarða þrot Baugs
Sigurður Mikael Jónsson skrifar

Mest lesið

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent

Sólon lokað vegna gjaldþrots
Viðskipti innlent


Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent

Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent

Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent

Þórdís til dómsmálaráðuneytisins
Viðskipti innlent

Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni
Viðskipti erlent

Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
Viðskipti innlent
