Bjuggu með ungbarn sitt í rakaskemmdri stúdentaíbúð Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 5. júní 2019 06:15 Rósa Rún Aðalsteinsdóttir Aðsend/Rósa Rún „Við vorum fljót að átta okkur á því að þarna væri eitthvert vandamál og að eitthvað hefði verið gert vitlaust á byggingarstigi. Þetta mál er núna fyrir dómstólum,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, en rakaskemmdir hafa fundist í fjölda íbúða á stúdentagörðum í Fossvogi. Húsin voru tekin í notkun á árunum 2009-2010. Árið 2013 komu fram rakaskemmdir í nokkrum íbúðum á Skógarvegi og samkvæmt FS voru þær íbúðir teknar úr leigu ásamt því að fylgst var vel með rakastigi allra íbúðanna. FS höfðaði mál á hendur þeim sem sáu um byggingu húsanna en málið er enn opið. Rebekka segir að allir sem bjuggu í íbúðum þar sem raki mældist yfir mörkum hafi verið upplýstir og að öryggis þeirra hafi verið gætt. „Við höfum lagt áherslu á að gæta öryggis íbúanna, að upplýsa þá sem best og taka svo hvert einasta mál fyrir og ef það er einhver óánægja, að ræða þá sérstaklega við íbúana,“ segir Rebekka.Rakaskemmdir hafa gert vart við sig í stúdentagörðum á Skógarvegi. Lagfæringar eru hafnar. Fréttablaðið/ErnirRósa Rún Aðalsteinsdóttir bjó ásamt fjölskyldu sinni á Skógarvegi 18 árin 2016-2017. Hún varð vör við „svartar loðnar rákir“ meðfram öllum gluggum í íbúðinni og hafði samband við Félagsstofnun Stúdenta í það minnsta í fjögur skipti til að leita bóta á ástandi íbúðarinnar. Svörin sem hún fékk voru að lofta betur út í íbúðinni. „FS kom svo heim til okkar til þess að athuga með rakastig og ástand íbúðarinnar, sögðu það almennt „tékk“. Ég fékk aldrei neitt út úr þessum mælingum,“ segir Rósa. Hún flutti skömmu síðar þá komin með nóg af ástandinu. „Mér leið aldrei vel þarna inni og við flúðum án þess að fá nokkur svör.“ Íbúðin sem Rósa bjó í hefur staðið tóm frá því um mitt sumar 2017, eða í tæp tvö ár. Í janúar árið 2019 fékk FS leyfi til þess að hefjast handa við framkvæmdir í húsunum á Skógarvegi en leyfi hafði ekki fengist fyrr því dómsmál FS og verktakanna sem sáu um byggingu húsanna er enn opið í dómskerfinu. „Við fengum núna í vetur loksins leyfi til þess að hefjast handa en við vorum búin að taka talsvert af íbúðum úr leigu þar sem að raki mældist þannig að við vildum ekki að fólk byggi í íbúðunum,“ segir Rebekka. Rósa og fjölskylda hennar fengu aldrei upplýsingar um það hvort raki hefði mælst yfir mörkum í íbúðinni en þar sem ekki hefur verið búið í íbúðinni síðastliðin tvö ár segir Rósa að telja megi líklegt að þar hafi verð raki eða mygla. „Það var ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna eftir að ég flyt út að ég tek smá rúnt þarna til að forvitnast og þá sé ég að það er allt plastað og einangrað. Við það varð ég brjáluð. Ég var búin að búa þarna með tvö börn og annað þeirra var þá ungbarn. Ég flutti út tveimur árum áður en framkvæmdir hófust svo ekki er það ástæðan fyrir því að íbúðin hefur staðið tóm.“ Mikil óánægja hefur ríkt á meðal íbúanna á Skógarvegi þrátt fyrir að þeir taki framkvæmdunum fagnandi. Margir tala um að upplýsingaflæði sé ekki gott og reynt hafi verið að hylma yfir alvarleika málsins. Íbúarnir sem Fréttablaðið hafði samband við vildu ekki koma fram undir nafni við gerð fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
„Við vorum fljót að átta okkur á því að þarna væri eitthvert vandamál og að eitthvað hefði verið gert vitlaust á byggingarstigi. Þetta mál er núna fyrir dómstólum,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, en rakaskemmdir hafa fundist í fjölda íbúða á stúdentagörðum í Fossvogi. Húsin voru tekin í notkun á árunum 2009-2010. Árið 2013 komu fram rakaskemmdir í nokkrum íbúðum á Skógarvegi og samkvæmt FS voru þær íbúðir teknar úr leigu ásamt því að fylgst var vel með rakastigi allra íbúðanna. FS höfðaði mál á hendur þeim sem sáu um byggingu húsanna en málið er enn opið. Rebekka segir að allir sem bjuggu í íbúðum þar sem raki mældist yfir mörkum hafi verið upplýstir og að öryggis þeirra hafi verið gætt. „Við höfum lagt áherslu á að gæta öryggis íbúanna, að upplýsa þá sem best og taka svo hvert einasta mál fyrir og ef það er einhver óánægja, að ræða þá sérstaklega við íbúana,“ segir Rebekka.Rakaskemmdir hafa gert vart við sig í stúdentagörðum á Skógarvegi. Lagfæringar eru hafnar. Fréttablaðið/ErnirRósa Rún Aðalsteinsdóttir bjó ásamt fjölskyldu sinni á Skógarvegi 18 árin 2016-2017. Hún varð vör við „svartar loðnar rákir“ meðfram öllum gluggum í íbúðinni og hafði samband við Félagsstofnun Stúdenta í það minnsta í fjögur skipti til að leita bóta á ástandi íbúðarinnar. Svörin sem hún fékk voru að lofta betur út í íbúðinni. „FS kom svo heim til okkar til þess að athuga með rakastig og ástand íbúðarinnar, sögðu það almennt „tékk“. Ég fékk aldrei neitt út úr þessum mælingum,“ segir Rósa. Hún flutti skömmu síðar þá komin með nóg af ástandinu. „Mér leið aldrei vel þarna inni og við flúðum án þess að fá nokkur svör.“ Íbúðin sem Rósa bjó í hefur staðið tóm frá því um mitt sumar 2017, eða í tæp tvö ár. Í janúar árið 2019 fékk FS leyfi til þess að hefjast handa við framkvæmdir í húsunum á Skógarvegi en leyfi hafði ekki fengist fyrr því dómsmál FS og verktakanna sem sáu um byggingu húsanna er enn opið í dómskerfinu. „Við fengum núna í vetur loksins leyfi til þess að hefjast handa en við vorum búin að taka talsvert af íbúðum úr leigu þar sem að raki mældist þannig að við vildum ekki að fólk byggi í íbúðunum,“ segir Rebekka. Rósa og fjölskylda hennar fengu aldrei upplýsingar um það hvort raki hefði mælst yfir mörkum í íbúðinni en þar sem ekki hefur verið búið í íbúðinni síðastliðin tvö ár segir Rósa að telja megi líklegt að þar hafi verð raki eða mygla. „Það var ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna eftir að ég flyt út að ég tek smá rúnt þarna til að forvitnast og þá sé ég að það er allt plastað og einangrað. Við það varð ég brjáluð. Ég var búin að búa þarna með tvö börn og annað þeirra var þá ungbarn. Ég flutti út tveimur árum áður en framkvæmdir hófust svo ekki er það ástæðan fyrir því að íbúðin hefur staðið tóm.“ Mikil óánægja hefur ríkt á meðal íbúanna á Skógarvegi þrátt fyrir að þeir taki framkvæmdunum fagnandi. Margir tala um að upplýsingaflæði sé ekki gott og reynt hafi verið að hylma yfir alvarleika málsins. Íbúarnir sem Fréttablaðið hafði samband við vildu ekki koma fram undir nafni við gerð fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira