Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Sylvía Hall skrifar 4. júní 2019 19:53 Frá Hinsegin dögum árið 2018. Á myndinni sjást Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Gunnlaugur Bragi Björnsson mála Skólavörðustíginn í regnbogalitum. Nú munu Reykvíkingar fá varanlegan regnboga. Vísir/Vilhelm Í kvöld samþykkti borgarstjórn tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um varanlegan regnboga í Reykjavík. Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar og verður umhverfis- og skipulagssviði falið að gera tillögu að staðsetningu. Tillagan var samþykkt einróma og fagnar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, regnbogagötunni í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. „Í senn er þetta falleg og skemmtileg tillaga en hún er líka grjóthörð samstaða með fjölbreytileika mannlífsins og baráttu hinsegin fólks því þannig er Reykjavík. Hún er borg fyrir okkur öll. Hún er hinsegin borg,“ skrifar Líf og óskar borgarbúum til hamingju.Tímabært að skrifa tilveru hinsegin fólks aftur inn í söguna Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og formaður Hinsegin daga, flutti tillöguna og sagði hana vera þýðingarmikla fyrir hinsegin samfélagið á Íslandi. „Það er engin tilviljun að tillagan sé lögð fram í júnímánuði 2019 enda eru bæði þessi mánuður og árið í ár þýðingarmikið fyrir hinsegin fólk og réttindabaráttu þess,“ sagði Gunnlaugur og vísaði þar til Stonewall uppreisnarinnar þar sem gestir LBTGQ-barsins Stonewell risu upp gegn lögreglunni eftir að þeir réðust inn. Atburðurinn er sagður hafa markað kaflaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks um allan heim. Allar götur síðan hefur 27. júní markað alþjóðlegan baráttudag hinsegin fólks og er mánuðurinn tileinkaður þeim.Regnbogagatan hefur verið fastur liður í dagskrá Hinsegin daga ár hvert.Vísir/Vilhelm Hann segir enn langt í land í baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks um allan heim. „Lengst af var tilvera hinsegin fólk skráð út úr sögunni en nú er tímabært að skrifa hana inn aftur. Ekki vegna þess að baráttan sé unnin. Langt því frá. Á hverjum degi glímir hinsegin fólk við ýmis konar áreiti og mismunun í samfélaginu. Líkamsárásir og hatursorðræða vegna kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna tíðkast enn. Fullu lagalegu jafnrétti hefur ekki verið náð. Og þannig mætti áfram telja.“ Þá segir hann að með því að samþykkja hinn varanlega regnboga myndi Reykjavík bætast í hóp þeirra borga sem þegar hafa farið í slíkar framkvæmdir og yrði hann til marks um það að í frjálslyndu og víðsýnu borgarsamfélagi sé pláss fyrir okkur öll. „Það væru því ekki bara litríkar, heldur einnig táknrænar og virðingarverðar, kveðjur borgarstjórnar til hinsegin samfélagsins í þessum sögulega júnímánuði, að samþykkja þá tillögu sem hér liggur fyrir.“ Borgarstjórn Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Í kvöld samþykkti borgarstjórn tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um varanlegan regnboga í Reykjavík. Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar og verður umhverfis- og skipulagssviði falið að gera tillögu að staðsetningu. Tillagan var samþykkt einróma og fagnar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, regnbogagötunni í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. „Í senn er þetta falleg og skemmtileg tillaga en hún er líka grjóthörð samstaða með fjölbreytileika mannlífsins og baráttu hinsegin fólks því þannig er Reykjavík. Hún er borg fyrir okkur öll. Hún er hinsegin borg,“ skrifar Líf og óskar borgarbúum til hamingju.Tímabært að skrifa tilveru hinsegin fólks aftur inn í söguna Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og formaður Hinsegin daga, flutti tillöguna og sagði hana vera þýðingarmikla fyrir hinsegin samfélagið á Íslandi. „Það er engin tilviljun að tillagan sé lögð fram í júnímánuði 2019 enda eru bæði þessi mánuður og árið í ár þýðingarmikið fyrir hinsegin fólk og réttindabaráttu þess,“ sagði Gunnlaugur og vísaði þar til Stonewall uppreisnarinnar þar sem gestir LBTGQ-barsins Stonewell risu upp gegn lögreglunni eftir að þeir réðust inn. Atburðurinn er sagður hafa markað kaflaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks um allan heim. Allar götur síðan hefur 27. júní markað alþjóðlegan baráttudag hinsegin fólks og er mánuðurinn tileinkaður þeim.Regnbogagatan hefur verið fastur liður í dagskrá Hinsegin daga ár hvert.Vísir/Vilhelm Hann segir enn langt í land í baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks um allan heim. „Lengst af var tilvera hinsegin fólk skráð út úr sögunni en nú er tímabært að skrifa hana inn aftur. Ekki vegna þess að baráttan sé unnin. Langt því frá. Á hverjum degi glímir hinsegin fólk við ýmis konar áreiti og mismunun í samfélaginu. Líkamsárásir og hatursorðræða vegna kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna tíðkast enn. Fullu lagalegu jafnrétti hefur ekki verið náð. Og þannig mætti áfram telja.“ Þá segir hann að með því að samþykkja hinn varanlega regnboga myndi Reykjavík bætast í hóp þeirra borga sem þegar hafa farið í slíkar framkvæmdir og yrði hann til marks um það að í frjálslyndu og víðsýnu borgarsamfélagi sé pláss fyrir okkur öll. „Það væru því ekki bara litríkar, heldur einnig táknrænar og virðingarverðar, kveðjur borgarstjórnar til hinsegin samfélagsins í þessum sögulega júnímánuði, að samþykkja þá tillögu sem hér liggur fyrir.“
Borgarstjórn Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira