Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2019 17:00 Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. FBL/Jón Sigurðsson Helgu Árdísi Kristiansen, íbúa í Breiðholtinu, brá illilega í brún þegar gæs réðst á hana þegar hún var í miðjum hjólatúr í síðustu viku. Gæsin er sögð afar stygg og heldur til við hringtorgið hjá Stekkjarbakka. Íbúar lýsa því hvernig hún ýmist kvæsir á gangandi og hjólandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. „Ég var á hjóli og allt í einu með gæs á öxlinni. Við horfðumst í augu og görguðum á hvor aðra. Mér tókst að detta ekki, sem var ótrúlegt því ég er á frekar stóru hjóli og þetta var fyrsti hjólatúrinn minn í sumar,“ segir Helga Árdís í samtali við fréttastofu.Í Facebook-hópi fyrir íbúa Breiðholts hefur skapast umræða um umrædda gæs. Einn kveðst hafa tekið eftir gæsinni við hringtorgið í nokkrar vikur. Nokkrir netverjanna telja líklegt að gæsin hafi misst maka sinn og að gæsin hafi ekki fært sig um set síðan. Einn Breiðhyltinganna segist nokkrum sinnum hafa séð gæsina ráðast að hjólreiðarfólki og gangandi vegfarendum. Kona sem gengur þarna reglulega með barnavagn segir að gæsin hvæsi undantekningarlaust á sig. „Ef hún er virkilega að ráðast á fólk þyrfti þá ekki að fjarlægja hana? Gæti ráðist á barn eða eldri borgara eða valdið slysi hjá hjólreiðamanni… þetta eru engir smáfuglar þessar gæsir og þetta er við umferðagötu.“ Helga Árdís hefur tvisvar haft samband við lögreglu vegna málsins en hún vísar á borgaryfirvöld. „Fyrir mér snýst þetta eingöngu um öryggismál þeirra sem eru í umferðinni, bæði þeirra sem eru á hjólum og barnanna. Það eru margir sem fara yfir þessi gatnamót“. Helga Árdís segist vera mikill dýravinur en þau megi aftur á móti ekki reynast fólki hættuleg. „Ég elska að stoppa við í Elliðaárdalnum og fylgjast með fulgalífinu þar og alls staðar, þetta er bara nokkra metra frá en þetta er bara sú eina sem er að skipta sér af fólki,“ sagði Helga Árdís sem vonast til þess að borgaryfirvöld bregðist skjótt við. Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Helgu Árdísi Kristiansen, íbúa í Breiðholtinu, brá illilega í brún þegar gæs réðst á hana þegar hún var í miðjum hjólatúr í síðustu viku. Gæsin er sögð afar stygg og heldur til við hringtorgið hjá Stekkjarbakka. Íbúar lýsa því hvernig hún ýmist kvæsir á gangandi og hjólandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. „Ég var á hjóli og allt í einu með gæs á öxlinni. Við horfðumst í augu og görguðum á hvor aðra. Mér tókst að detta ekki, sem var ótrúlegt því ég er á frekar stóru hjóli og þetta var fyrsti hjólatúrinn minn í sumar,“ segir Helga Árdís í samtali við fréttastofu.Í Facebook-hópi fyrir íbúa Breiðholts hefur skapast umræða um umrædda gæs. Einn kveðst hafa tekið eftir gæsinni við hringtorgið í nokkrar vikur. Nokkrir netverjanna telja líklegt að gæsin hafi misst maka sinn og að gæsin hafi ekki fært sig um set síðan. Einn Breiðhyltinganna segist nokkrum sinnum hafa séð gæsina ráðast að hjólreiðarfólki og gangandi vegfarendum. Kona sem gengur þarna reglulega með barnavagn segir að gæsin hvæsi undantekningarlaust á sig. „Ef hún er virkilega að ráðast á fólk þyrfti þá ekki að fjarlægja hana? Gæti ráðist á barn eða eldri borgara eða valdið slysi hjá hjólreiðamanni… þetta eru engir smáfuglar þessar gæsir og þetta er við umferðagötu.“ Helga Árdís hefur tvisvar haft samband við lögreglu vegna málsins en hún vísar á borgaryfirvöld. „Fyrir mér snýst þetta eingöngu um öryggismál þeirra sem eru í umferðinni, bæði þeirra sem eru á hjólum og barnanna. Það eru margir sem fara yfir þessi gatnamót“. Helga Árdís segist vera mikill dýravinur en þau megi aftur á móti ekki reynast fólki hættuleg. „Ég elska að stoppa við í Elliðaárdalnum og fylgjast með fulgalífinu þar og alls staðar, þetta er bara nokkra metra frá en þetta er bara sú eina sem er að skipta sér af fólki,“ sagði Helga Árdís sem vonast til þess að borgaryfirvöld bregðist skjótt við.
Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira