Dæmdur fyrir að gefa heimilislausum manni kex fyllt tannkremi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2019 18:06 Kanghua Ren, betur þekktur undir nafninu ReSet. Youtube YouTube stjarna sem gabbaði heimilislausan mann til að borða kexkökur sem fylltar voru með tannkremi og birti svo myndband af atvikinu á Internetinu hefur verið dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar auk þess sem honum er gert að greiða fórnarlambi sínu tæpar þrjár milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Dómarinn sem dæmdi í málinu í Barcelona bannaði Kanghua Ren, betur þekktur undir nafninu ReSet, að eiga aðganga á samfélagsmiðlum í fimm ár. ReSet, sem fæddist í Kína en ólst upp á Spáni, var með vinsælustu YouTube stjarna á Spáni og Suður-Ameríku, en hann var með 1,1 milljón fylgjendur á Youtube. Árið 2017 tók ReSet áskorun um að skafa kremið innan úr Oreo kexi og setja tannkrem á kexkökuna í staðin. Hann fann svo rúmenskan mann sem bjó á götum Barcelona, rétti honum kexkökurnar sem hann hafði meðhöndlað auk 20 evru seðils og tók upp atvikið sem varð í kjölfarið. Maðurinn endaði á því að kasta upp. „Kannski tók ég þetta aðeins of langt en horfðu á það jákvæða: þetta hjálpaði honum að hreinsa tennurnar,“ sagði ReSet. „Ég held að hann hafi ekki burstað þær frá því að hann varð fátækur.“ Myndbandið olli mikilli reiði og var fjarlægt nokkrum dögum síðar. ReSet leitaði þá fórnarlamb sitt uppi og gerði tilraun til að borga dóttur hans 40.000 krónur í von um að hún kærði atvikið ekki til lögreglu. Rosa Aragonés, dómarinn í málinu, nefndi það að þetta atvik væri ekki einsdæmi og að samfélagsmiðlastjarnan hefði tilhneigingu til að vera „andstyggilegur“ og „níðast sérstaklega á þeim sem minna mega sín.“ Hún dæmdi hann sekan fyrir að hafa brotið á siðferðislegum heilindum mannsins. Í dómnum segir að ReSet hafi „niðurlægt og áreitt mun eldri, berskjaldaða, heimilislausa manneskju… hvers líf hafi visnað vegna alkóhólisma og heimilisleysis.“ Dómarinn sagði ReSet hafa gert þetta ódæði til að „ná ógeðslegri athygli fylgjenda sinna“ og að auka auglýsingatekjur sem hann fékk við streymi myndbandsins. „Ég geri hluti til að búa til senu,“ sagði ReSet við dómssalinn. „Fólk elskar ógeðslega hluti.“ Á Spáni fellur fangelsisvist sem nemur minna en tveimur árum hjá þeim hafa ekki brotið af sér áður svo að ReSet mun ekki afplána fangelsisdóminn. Spánn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
YouTube stjarna sem gabbaði heimilislausan mann til að borða kexkökur sem fylltar voru með tannkremi og birti svo myndband af atvikinu á Internetinu hefur verið dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar auk þess sem honum er gert að greiða fórnarlambi sínu tæpar þrjár milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Dómarinn sem dæmdi í málinu í Barcelona bannaði Kanghua Ren, betur þekktur undir nafninu ReSet, að eiga aðganga á samfélagsmiðlum í fimm ár. ReSet, sem fæddist í Kína en ólst upp á Spáni, var með vinsælustu YouTube stjarna á Spáni og Suður-Ameríku, en hann var með 1,1 milljón fylgjendur á Youtube. Árið 2017 tók ReSet áskorun um að skafa kremið innan úr Oreo kexi og setja tannkrem á kexkökuna í staðin. Hann fann svo rúmenskan mann sem bjó á götum Barcelona, rétti honum kexkökurnar sem hann hafði meðhöndlað auk 20 evru seðils og tók upp atvikið sem varð í kjölfarið. Maðurinn endaði á því að kasta upp. „Kannski tók ég þetta aðeins of langt en horfðu á það jákvæða: þetta hjálpaði honum að hreinsa tennurnar,“ sagði ReSet. „Ég held að hann hafi ekki burstað þær frá því að hann varð fátækur.“ Myndbandið olli mikilli reiði og var fjarlægt nokkrum dögum síðar. ReSet leitaði þá fórnarlamb sitt uppi og gerði tilraun til að borga dóttur hans 40.000 krónur í von um að hún kærði atvikið ekki til lögreglu. Rosa Aragonés, dómarinn í málinu, nefndi það að þetta atvik væri ekki einsdæmi og að samfélagsmiðlastjarnan hefði tilhneigingu til að vera „andstyggilegur“ og „níðast sérstaklega á þeim sem minna mega sín.“ Hún dæmdi hann sekan fyrir að hafa brotið á siðferðislegum heilindum mannsins. Í dómnum segir að ReSet hafi „niðurlægt og áreitt mun eldri, berskjaldaða, heimilislausa manneskju… hvers líf hafi visnað vegna alkóhólisma og heimilisleysis.“ Dómarinn sagði ReSet hafa gert þetta ódæði til að „ná ógeðslegri athygli fylgjenda sinna“ og að auka auglýsingatekjur sem hann fékk við streymi myndbandsins. „Ég geri hluti til að búa til senu,“ sagði ReSet við dómssalinn. „Fólk elskar ógeðslega hluti.“ Á Spáni fellur fangelsisvist sem nemur minna en tveimur árum hjá þeim hafa ekki brotið af sér áður svo að ReSet mun ekki afplána fangelsisdóminn.
Spánn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira