Ráðist ítrekað að transkonu Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júní 2019 21:00 Transkona sem veist var að á dögunum segir að þetta sé ekki fyrsta árásin sem hún verður fyrir hérlendis. Hún verði fyrir miklu aðkasti vegna kynvitundar sinnar og óttist að ganga ein úti á nóttunni. Þrjú nýleg dæmi eru um ofsóknir gegn transfólki á Íslandi og kallar baráttukona eftir réttarbótum fyrir þennan hóp. Candice Aþena Jónsdóttir var á göngu í Árbæ aðfaranótt síðastliðins föstudags þegar tveir karlmenn gáfu sig á tal við hana. Ekki leið á löngu áður en þeir fóru að hreyta í hana fúkyrðum. „Þeir halda áfram að tala svona við mig þangað til ég stend upp og segi: Af hverju eruð þið að tala svona við mig? Mér líkar ekki við þetta, nennið þið að hætta þessu, þetta er ógeðslegt,“ segir Candice. Annar mannanna hafi þá snöggreiðst. „Ég ætlaði að labba í burtu en þá segir hann ógeðslegt orð við mig og ég tek það svolítið inn á mig þannig að ég fer til baka og þá kemur hann með ótrúlega miklum hraða og ætlar að sparka ótrúlega fast í andlitið á mér,“ segir Candice en hún slasaðist á hendi. Hún segist því hafa ákveðið að kveðja mennina og ganga í burtu, en þeir hafi veitt henni eftirför og verið mjög ógnandi. „Þá hleyp ég upp í Ártún og fæ að hringja í lögregluna og löggan kemur. Þá endaði þetta vel en þeir fundu ekki þessa menn.“ Candice segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem ráðist er á hana vegna þess að hún er trans og segist hún óttast að ganga ein á næturnar vegna kynvitundar sinnar. Þess vegna vilji hún segja sögu sína og vekja athygli á málefnum transfólks. „Sem transkona langar mig að koma þessu til skila. Við erum öll eins,“ segir Candice og segir alla eiga skilið sömu framkomu. Formaður samtakanna Trans Ísland segir að árásir sem þessar séu ekkert einsdæmi. Þrjú nýleg dæmi séu um að veist hafi verið að transfólki hérlendis. Ofsóknirnar verði sífellt alvarlegri og helst það í hendur við aukningu hatursglæpa gegn transfólki á heimsvísu. Því sé mikilvægt að Alþingi grípi í taumana, ekki síst með því að samþykkja frumvarp um kynrænt sjálfræði. „Frumvarpið myndi vera stærsta skref í réttindabaráttu transfólks og intersexfólks, jafnvel í heiminum. Það er líf okkar sem er um að ræða þannig að auðvitað ættum við að fá að ráða ferðinni svolítið í þeim málum.“ Jafnréttismál Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31 Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2. júní 2019 13:02 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Transkona sem veist var að á dögunum segir að þetta sé ekki fyrsta árásin sem hún verður fyrir hérlendis. Hún verði fyrir miklu aðkasti vegna kynvitundar sinnar og óttist að ganga ein úti á nóttunni. Þrjú nýleg dæmi eru um ofsóknir gegn transfólki á Íslandi og kallar baráttukona eftir réttarbótum fyrir þennan hóp. Candice Aþena Jónsdóttir var á göngu í Árbæ aðfaranótt síðastliðins föstudags þegar tveir karlmenn gáfu sig á tal við hana. Ekki leið á löngu áður en þeir fóru að hreyta í hana fúkyrðum. „Þeir halda áfram að tala svona við mig þangað til ég stend upp og segi: Af hverju eruð þið að tala svona við mig? Mér líkar ekki við þetta, nennið þið að hætta þessu, þetta er ógeðslegt,“ segir Candice. Annar mannanna hafi þá snöggreiðst. „Ég ætlaði að labba í burtu en þá segir hann ógeðslegt orð við mig og ég tek það svolítið inn á mig þannig að ég fer til baka og þá kemur hann með ótrúlega miklum hraða og ætlar að sparka ótrúlega fast í andlitið á mér,“ segir Candice en hún slasaðist á hendi. Hún segist því hafa ákveðið að kveðja mennina og ganga í burtu, en þeir hafi veitt henni eftirför og verið mjög ógnandi. „Þá hleyp ég upp í Ártún og fæ að hringja í lögregluna og löggan kemur. Þá endaði þetta vel en þeir fundu ekki þessa menn.“ Candice segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem ráðist er á hana vegna þess að hún er trans og segist hún óttast að ganga ein á næturnar vegna kynvitundar sinnar. Þess vegna vilji hún segja sögu sína og vekja athygli á málefnum transfólks. „Sem transkona langar mig að koma þessu til skila. Við erum öll eins,“ segir Candice og segir alla eiga skilið sömu framkomu. Formaður samtakanna Trans Ísland segir að árásir sem þessar séu ekkert einsdæmi. Þrjú nýleg dæmi séu um að veist hafi verið að transfólki hérlendis. Ofsóknirnar verði sífellt alvarlegri og helst það í hendur við aukningu hatursglæpa gegn transfólki á heimsvísu. Því sé mikilvægt að Alþingi grípi í taumana, ekki síst með því að samþykkja frumvarp um kynrænt sjálfræði. „Frumvarpið myndi vera stærsta skref í réttindabaráttu transfólks og intersexfólks, jafnvel í heiminum. Það er líf okkar sem er um að ræða þannig að auðvitað ættum við að fá að ráða ferðinni svolítið í þeim málum.“
Jafnréttismál Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31 Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2. júní 2019 13:02 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31
Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2. júní 2019 13:02