Fimm slasaðir eftir að skemmtiferðaskip lenti á fljótabát Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 12:31 Hér má sjá skipið eftir að það rakst á fljótabátinn Andrea Merola/AP Ítalskt skemmtiferðaskip rakst í morgun á fljótabát í Giudecca-skipaskurðinum í Feneyjum á Ítalíu. Vélarbilun olli því ekki var unnt að hægja á ferð skipsins á leið þess í gegn um skurðinn og fór það því af nokkrum krafti utan í bryggjuna við skurðinn, auk þess sem það klessti á áðurnefndan bát, með þeim afleiðingum að fimm slösuðust. Á myndbandi af atvikinu má sjá þegar skipið, MSC Opera, siglir í átt að höfninni og bátnum, á meðan vegfarendur á bryggjunni hlaupa í burtu.#BREAKING: Tourists flee as cruise liner smashes into dock in Venice pic.twitter.com/DSIjHckYxk — Russian Market (@russian_market) June 2, 2019 „MSC Opera lenti í vélarbilun sem skipstjórinn lét vita af um leið og hún varð honum ljós,“ sagði Davide Calderan, forsvarsmaður dráttarbátafyrirtækisins sem sér nú um að koma skemmtiferðaskipinu í legupláss sitt. Hann segir vélarbilunina hafa valdið því að ekki hafi verið hægt að draga úr afli vélarinnar og hraði skipsins því aukist jafnt og þétt án þess að skipstjórinn fengi rönd við reist, með fyrrgreindum afleiðingum. Dráttarbátarnir tveir sem fylgja áttu skipinu inn í Giudecca-skurðinn reyndu að hægja á ferð skipsins en tilraunir til þess voru árangurslausar. Ein af keðjunum sem tengdu skipið við bátana slitnaði undan álaginu, enda um stórt og þungt skip að ræða.Ágreiningur í Feneyjum um ágæti skemmtiferðaskipa Atvikið hefur virkað sem eldur á bál skemmtiferðaskipaandstæðinga í Feneyjum, en lengi hefur verið deilt um hvort siglingar skipa eins og þess sem hér átti í hlut sé borginni til góðs. Andstæðingar skipanna segja þau valda skaða, bæði á borginni sjálfri, sem og lífríki hafsins í nágrenni hennar. Öldurnar sem verða til af völdum skipanna sverfi undirstöðu borgarinnar og valdi flóðum innan hennar. Umhverfisráðherra Ítalíu, Sergio Costa, ritaði færslu á Twitter í dag þar sem hann sagðist leggjast gegn því að skemmtiferðaskip sigldu í gegn um Giudecca-skurðinn. „Það sem gerðist í höfn Feneyja staðfestir það sem við höfum sagt um nokkra hríð. Skemmtiferðaskip eiga ekki að fá að sigla niður Giudecca. Við höfum unnið að því að koma þeim burt í nokkra mánuði, og við nálgumst úrlausn málsins.“ Hafnaryfirvöld í Feneyjum segja þá að unnið sé að því að vinna úr atvikinu og opna skurðinn sem lokaðist við atvikið.Ekki fyrsta vélarbilun MSC Opera Árekstur skipsins var annað tilfelli vélarbilunar þessa sama skemmtiferðaskips, en árið 2011 varð bilun til þess að tvö þúsund manns urðu að fara frá borði í Stokkhólmi og fljúga til síns heima, í stað þess að halda för sinni frá Southampton í Englandi áfram til Sankti Pétursborgar í Rússlandi. Heimahöfn skipsins er í Panama, en skipið er í eigu fyrirtækisins MSC Cruises, ítalsks fyrirtækis sem hefur höfuðstöðvar í Genf í Sviss. Meðal þeirrar afþreyingar sem hið þrettán þilfara MSC Opera hefur upp á að bjóða fyrir yfir 2500 farþega er bíósalur, ballherbergi og vatnsrennibrautagarður. Ítalía Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Ítalskt skemmtiferðaskip rakst í morgun á fljótabát í Giudecca-skipaskurðinum í Feneyjum á Ítalíu. Vélarbilun olli því ekki var unnt að hægja á ferð skipsins á leið þess í gegn um skurðinn og fór það því af nokkrum krafti utan í bryggjuna við skurðinn, auk þess sem það klessti á áðurnefndan bát, með þeim afleiðingum að fimm slösuðust. Á myndbandi af atvikinu má sjá þegar skipið, MSC Opera, siglir í átt að höfninni og bátnum, á meðan vegfarendur á bryggjunni hlaupa í burtu.#BREAKING: Tourists flee as cruise liner smashes into dock in Venice pic.twitter.com/DSIjHckYxk — Russian Market (@russian_market) June 2, 2019 „MSC Opera lenti í vélarbilun sem skipstjórinn lét vita af um leið og hún varð honum ljós,“ sagði Davide Calderan, forsvarsmaður dráttarbátafyrirtækisins sem sér nú um að koma skemmtiferðaskipinu í legupláss sitt. Hann segir vélarbilunina hafa valdið því að ekki hafi verið hægt að draga úr afli vélarinnar og hraði skipsins því aukist jafnt og þétt án þess að skipstjórinn fengi rönd við reist, með fyrrgreindum afleiðingum. Dráttarbátarnir tveir sem fylgja áttu skipinu inn í Giudecca-skurðinn reyndu að hægja á ferð skipsins en tilraunir til þess voru árangurslausar. Ein af keðjunum sem tengdu skipið við bátana slitnaði undan álaginu, enda um stórt og þungt skip að ræða.Ágreiningur í Feneyjum um ágæti skemmtiferðaskipa Atvikið hefur virkað sem eldur á bál skemmtiferðaskipaandstæðinga í Feneyjum, en lengi hefur verið deilt um hvort siglingar skipa eins og þess sem hér átti í hlut sé borginni til góðs. Andstæðingar skipanna segja þau valda skaða, bæði á borginni sjálfri, sem og lífríki hafsins í nágrenni hennar. Öldurnar sem verða til af völdum skipanna sverfi undirstöðu borgarinnar og valdi flóðum innan hennar. Umhverfisráðherra Ítalíu, Sergio Costa, ritaði færslu á Twitter í dag þar sem hann sagðist leggjast gegn því að skemmtiferðaskip sigldu í gegn um Giudecca-skurðinn. „Það sem gerðist í höfn Feneyja staðfestir það sem við höfum sagt um nokkra hríð. Skemmtiferðaskip eiga ekki að fá að sigla niður Giudecca. Við höfum unnið að því að koma þeim burt í nokkra mánuði, og við nálgumst úrlausn málsins.“ Hafnaryfirvöld í Feneyjum segja þá að unnið sé að því að vinna úr atvikinu og opna skurðinn sem lokaðist við atvikið.Ekki fyrsta vélarbilun MSC Opera Árekstur skipsins var annað tilfelli vélarbilunar þessa sama skemmtiferðaskips, en árið 2011 varð bilun til þess að tvö þúsund manns urðu að fara frá borði í Stokkhólmi og fljúga til síns heima, í stað þess að halda för sinni frá Southampton í Englandi áfram til Sankti Pétursborgar í Rússlandi. Heimahöfn skipsins er í Panama, en skipið er í eigu fyrirtækisins MSC Cruises, ítalsks fyrirtækis sem hefur höfuðstöðvar í Genf í Sviss. Meðal þeirrar afþreyingar sem hið þrettán þilfara MSC Opera hefur upp á að bjóða fyrir yfir 2500 farþega er bíósalur, ballherbergi og vatnsrennibrautagarður.
Ítalía Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira