Kvikmyndafréttavefurinn Screen Rant tók saman listann og er þar skrifað um kvikmyndina: „Kona fer í stríð er mynd sem passar fullkomlega inn í okkar tíma.“
Kvikmyndin hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra og var jafnframt framlag Íslands til bandarísku Óskarsverðlaunanna í ár. Bandaríska leikkonan Jodie Foster hefur lýst því yfir að hún hyggist leikstýra bandarískri endurgerð af myndinni og fara sjálf með aðalhlutverkið.
Benedikt Erlingsson leikstýrði Konu fer í stríð og Halldóra Geirharðsdóttir fór með aðalhlutverkið.