Hundrað ára heiðursfólk fagnaði lífinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2019 16:12 Forsetahjónin ásamt ellefu manns sem fagna 100 ára afmæli á árinu. Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var á meðal gesta og ávarpaði samkomuna. Það gerði líka Dagný Erla Gunnarsdóttir, fimmtán ára stúlka sem sat þingfund ungmenna á Alþingi í gær. Boðið var upp á afmælisköku og Gissur Páll Gissurarson tenór söng fyrir gesti. Öllum gestum á Hrafnistu var boðið í veisluna. 25 Íslendingar fagna 100 ára afmæli á þessu ári. Átján konur og sjö karlar. Flest eru afmælisbörnin búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þeir afmælisgestir sem mættu til viðburðarins stilltu sér upp á hópmynd með forsetahjónunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Hrafnista býður landsmönnum til 100 ára afmælisveislu ásamt forseta Íslands og er ætlunin að þetta verði árlegur viðburður. Var undirbúningur m.a. unninn í samstarfi við Jónas Ragnarsson sem allt frá árinu 2006 hefur haldið úti vefsíðu um langlífa Íslendinga, haldgóð hjónabönd, stóra systkinahópa og fleira. Vettvangur Jónasar er nú vistaður á síðunni Langlífi á Facebook.Fjölmennt var á Hrafnistu þar sem boðið var upp á kaffi og með því.Vísir/VilhelmHlustað var á ræðuhöld og fagra tóna.Vísir/VilhelmGlatt á hjalla.Vísir/VilhelmÍbúum á Hrafnistu var öllum boðið til veislunnar.Vísir/VilhelmMargir voru klæddir í sitt fínasta púss.Vísir/VilhelmBlóm og íslenski fáninn voru á hverju borði.Vísir/VilhelmJóhanna Kristín Andrésdóttir (til hægri) ásamt ömmu sinni Jóhönnu Björg Hjaltadóttir sem verður 100 ára þann 17. ágúst.Vísir/VilhelmGuðni skar afmæliskökuna og naut góðrar aðstoðar.Vísir/Vilhelm Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var á meðal gesta og ávarpaði samkomuna. Það gerði líka Dagný Erla Gunnarsdóttir, fimmtán ára stúlka sem sat þingfund ungmenna á Alþingi í gær. Boðið var upp á afmælisköku og Gissur Páll Gissurarson tenór söng fyrir gesti. Öllum gestum á Hrafnistu var boðið í veisluna. 25 Íslendingar fagna 100 ára afmæli á þessu ári. Átján konur og sjö karlar. Flest eru afmælisbörnin búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þeir afmælisgestir sem mættu til viðburðarins stilltu sér upp á hópmynd með forsetahjónunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Hrafnista býður landsmönnum til 100 ára afmælisveislu ásamt forseta Íslands og er ætlunin að þetta verði árlegur viðburður. Var undirbúningur m.a. unninn í samstarfi við Jónas Ragnarsson sem allt frá árinu 2006 hefur haldið úti vefsíðu um langlífa Íslendinga, haldgóð hjónabönd, stóra systkinahópa og fleira. Vettvangur Jónasar er nú vistaður á síðunni Langlífi á Facebook.Fjölmennt var á Hrafnistu þar sem boðið var upp á kaffi og með því.Vísir/VilhelmHlustað var á ræðuhöld og fagra tóna.Vísir/VilhelmGlatt á hjalla.Vísir/VilhelmÍbúum á Hrafnistu var öllum boðið til veislunnar.Vísir/VilhelmMargir voru klæddir í sitt fínasta púss.Vísir/VilhelmBlóm og íslenski fáninn voru á hverju borði.Vísir/VilhelmJóhanna Kristín Andrésdóttir (til hægri) ásamt ömmu sinni Jóhönnu Björg Hjaltadóttir sem verður 100 ára þann 17. ágúst.Vísir/VilhelmGuðni skar afmæliskökuna og naut góðrar aðstoðar.Vísir/Vilhelm
Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira