127 listamenn framtíðarinnar útskrifaðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2019 10:08 Frá útskrift Listaháskóla Íslands í Hörpu um helgina. LHÍ Útskriftarathöfn Listaháskóla Íslands vorið 2019 fór fram með hátíðlegum hætti í Silfurbergi Hörpu þann 15. júní. Útskrifaðir voru 127 nemendur frá öllum deildum skólans að því er segir í tilkynningu frá LHÍ. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor, fjallaði í ávarpi sínu um mikilvægi þekkingarsköpunar í síbreytilegum heimi og að útskriftarnemendur þekki tilgang sinn í sínum nýju hlutverkum með glænýja þekkingu. „Það varðar ekki síst ykkur sem gangið héðan út í dag á vit framtíðarinnar og heimsmyndar í deiglu umbreytinga sem á sér engin fordæmi. Þekkingarsköpun á Íslandi þarf að halda í við þessar umbreytingar. Ekki einungis í dægursveiflu okkar örsamfélags, heldur í takti við þarfir heimsbyggðarinnar, þegar forsendur velfarnaðar okkar allra hverfa frá því að vera efnis- eða framleiðsludrifnar og verða fyrst og fremst þekkingardrifnar,“ sagði Fríða Björk. „Jafnvel þótt þið séuð tilbúin til þess að kanna hið óþekkta, vinna ný lönd og þróa aðferðir og eigin nálgun þá þurfið þið eigi að síður að þekkja erindi ykkar í listinni. Hver ætlun ykkar er með hverju og einu þeirra verka sem þið skapið.“ Í ár fagnar Listaháskólinn 20 ára afmæli. Af því tilefni var forseti Íslands hátíðarræðumaður en hann blés útskriftarefnum eldmóð í brjóst í ræðu sem var hvatning inn í framtíð þeirra sem starfandi listamenn, hönnuðir og kennarar. Við athöfnina flutti Richard Simm verkið Jeux d'eau eftir Maurice Ravel en Richard lætur í vor af störfum sem meðleikari eftir áratugastarf í tónlistardeild. Maria Thelma Smáradóttir flutti tvö brot úr verkinu Velkomin heim en verkið er unnið af leikhópnum Trigger Warning. Auk Mariu Thelmu eru í leikhópnum þær Andrea Vilhjálmsdóttir og Kara Hergils sem leikstýrðu verkinu en þær eru líkt og Maria útskrifaðar úr sviðslistadeild skólans. Að verkinu komu einnig þær Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir sem útsettu hljóðmynd og tónlist en þær eru útskrifaðar úr tónlistardeild. Hefð er fyrir því að fulltrúar nemenda flytji ræðu fyrir hönd samnemenda sinna í hverri deild. Fulltrúar nemenda í ár voru Kristín Dóra Ólafsdóttir fyrir hönd listkennsludeildar, Jóhann Ingi Skúlason og Kimi Tayler fyrir hönd myndlistardeildar, Signý Jónsdóttir og Sigmundur Páll Freysteinsson fyrir hönd hönnunar- og arkitektúrdeildar, Sandra Lind Þorsteinsdóttir fyrir hönd tónlistardeildar og Ásthildur Sigurðardóttir fyrir hönd sviðslistadeildar. Menning Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Útskriftarathöfn Listaháskóla Íslands vorið 2019 fór fram með hátíðlegum hætti í Silfurbergi Hörpu þann 15. júní. Útskrifaðir voru 127 nemendur frá öllum deildum skólans að því er segir í tilkynningu frá LHÍ. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor, fjallaði í ávarpi sínu um mikilvægi þekkingarsköpunar í síbreytilegum heimi og að útskriftarnemendur þekki tilgang sinn í sínum nýju hlutverkum með glænýja þekkingu. „Það varðar ekki síst ykkur sem gangið héðan út í dag á vit framtíðarinnar og heimsmyndar í deiglu umbreytinga sem á sér engin fordæmi. Þekkingarsköpun á Íslandi þarf að halda í við þessar umbreytingar. Ekki einungis í dægursveiflu okkar örsamfélags, heldur í takti við þarfir heimsbyggðarinnar, þegar forsendur velfarnaðar okkar allra hverfa frá því að vera efnis- eða framleiðsludrifnar og verða fyrst og fremst þekkingardrifnar,“ sagði Fríða Björk. „Jafnvel þótt þið séuð tilbúin til þess að kanna hið óþekkta, vinna ný lönd og þróa aðferðir og eigin nálgun þá þurfið þið eigi að síður að þekkja erindi ykkar í listinni. Hver ætlun ykkar er með hverju og einu þeirra verka sem þið skapið.“ Í ár fagnar Listaháskólinn 20 ára afmæli. Af því tilefni var forseti Íslands hátíðarræðumaður en hann blés útskriftarefnum eldmóð í brjóst í ræðu sem var hvatning inn í framtíð þeirra sem starfandi listamenn, hönnuðir og kennarar. Við athöfnina flutti Richard Simm verkið Jeux d'eau eftir Maurice Ravel en Richard lætur í vor af störfum sem meðleikari eftir áratugastarf í tónlistardeild. Maria Thelma Smáradóttir flutti tvö brot úr verkinu Velkomin heim en verkið er unnið af leikhópnum Trigger Warning. Auk Mariu Thelmu eru í leikhópnum þær Andrea Vilhjálmsdóttir og Kara Hergils sem leikstýrðu verkinu en þær eru líkt og Maria útskrifaðar úr sviðslistadeild skólans. Að verkinu komu einnig þær Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir sem útsettu hljóðmynd og tónlist en þær eru útskrifaðar úr tónlistardeild. Hefð er fyrir því að fulltrúar nemenda flytji ræðu fyrir hönd samnemenda sinna í hverri deild. Fulltrúar nemenda í ár voru Kristín Dóra Ólafsdóttir fyrir hönd listkennsludeildar, Jóhann Ingi Skúlason og Kimi Tayler fyrir hönd myndlistardeildar, Signý Jónsdóttir og Sigmundur Páll Freysteinsson fyrir hönd hönnunar- og arkitektúrdeildar, Sandra Lind Þorsteinsdóttir fyrir hönd tónlistardeildar og Ásthildur Sigurðardóttir fyrir hönd sviðslistadeildar.
Menning Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira