Lúsmý herjar á landann: Stera- og kláðastillandi krem seldust upp í Lyfju í Lágmúla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júní 2019 08:45 Lúsmýið er hvimleitt enda geta bit þess valdið miklum óþægindum. vísir/vilhelm Sterakremið Mildison seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en von er á nýrri sendingu núna á milli átta og níu. Kremið er notað við flugnabitum en eins og Vísir greindi frá í gær er lúsmý ekki lengur aðeins að finna í sumarhúsabyggðum á suðvesturhorninu og á Suðurlandi heldur virðist það nú einnig komið til höfuðborgarsvæðisins. Þá er deyfigelið Xylocain einnig notað við flugnabitum og er það líka uppselt í Lyfju í Lágmúla að sögn Borghildar Eiríksdóttur lyfjafræðings í apótekinu. Borghildur segir að mjög mikil eftirspurn hafi verið eftir stera- og kláðastillandi kremum og hefur salan því aukist mjög mikið. Þá eru flugnafælurnar einnig vinsælar en í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að nánast hver einasta flugnafæla í Apótekaranum á Selfossi sé uppseld. Þar á bæ hafa menn ekki kynnst öðru eins en apótekið er skammt frá sumarhúsabyggðum í Grímsnesi þar sem lúsmýið hefur herjað á fólk. Auk krema og fælna er einnig hægt að fá ofnæmistöflur í lausasölu sem draga úr kláðanum en gera ekkert við bitinu sjálfu. Aðspurð segir Borghildur að kremin sem borin séu á staðbundið séu fljót að byrja að virka. „Mildison-ið dregur úr bólgunni og kláðanum, það tekur aðeins lengri tíma að virka heldur en Xylocain-ið sem er bara staðdeyfandi og dregur algjörlega úr kláða en gerir ekkert fyrir bólguna. Mildison-ið er sterakrem og eins og með þannig krem þá er það með aukaverkanir. Þannig að þetta fer allt eftir því hvort þú viljir bara losna við sársaukanum og óþægindin sem fylgja bitinu eða hvort þú viljir losna við allt bitið,“ segir Borghildur. Bæði Mildison og Xylocain eru seld í lausasölu og þarf því ekki lyfseðil til að kaupa þau úti í apóteki. Dýr Lúsmý Lyf Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Sterakremið Mildison seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en von er á nýrri sendingu núna á milli átta og níu. Kremið er notað við flugnabitum en eins og Vísir greindi frá í gær er lúsmý ekki lengur aðeins að finna í sumarhúsabyggðum á suðvesturhorninu og á Suðurlandi heldur virðist það nú einnig komið til höfuðborgarsvæðisins. Þá er deyfigelið Xylocain einnig notað við flugnabitum og er það líka uppselt í Lyfju í Lágmúla að sögn Borghildar Eiríksdóttur lyfjafræðings í apótekinu. Borghildur segir að mjög mikil eftirspurn hafi verið eftir stera- og kláðastillandi kremum og hefur salan því aukist mjög mikið. Þá eru flugnafælurnar einnig vinsælar en í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að nánast hver einasta flugnafæla í Apótekaranum á Selfossi sé uppseld. Þar á bæ hafa menn ekki kynnst öðru eins en apótekið er skammt frá sumarhúsabyggðum í Grímsnesi þar sem lúsmýið hefur herjað á fólk. Auk krema og fælna er einnig hægt að fá ofnæmistöflur í lausasölu sem draga úr kláðanum en gera ekkert við bitinu sjálfu. Aðspurð segir Borghildur að kremin sem borin séu á staðbundið séu fljót að byrja að virka. „Mildison-ið dregur úr bólgunni og kláðanum, það tekur aðeins lengri tíma að virka heldur en Xylocain-ið sem er bara staðdeyfandi og dregur algjörlega úr kláða en gerir ekkert fyrir bólguna. Mildison-ið er sterakrem og eins og með þannig krem þá er það með aukaverkanir. Þannig að þetta fer allt eftir því hvort þú viljir bara losna við sársaukanum og óþægindin sem fylgja bitinu eða hvort þú viljir losna við allt bitið,“ segir Borghildur. Bæði Mildison og Xylocain eru seld í lausasölu og þarf því ekki lyfseðil til að kaupa þau úti í apóteki.
Dýr Lúsmý Lyf Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10
Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03