Senda þúsund hermenn til Austurlanda nær Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júní 2019 07:13 Bandaríkjaher birti í nótt nýjar myndir sem hann segir renna stoðum undir ásakanir þess efnis að Íranir standi á bak við árásir á tvö flutningaskip í liðinni viku. Bandaríska varnarmálaráðuneytið Bandaríkjaher hefur í hyggju að fjölga í herliði sínu í Austurlöndum nær um eitt þúsund hermenn. Er skýringin sögð vera „fjandsamleg hegðun íranskra hersveita,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Fjölgunin er enn ein staðfestingin á þeirri ólgu sem nú ríkir í samskiptum Írans og Bandaríkjanna, ekki síst eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að draga þjóð sína út úr kjarnorkusamningnum sem gerður var við Írani og fleiri kjarnorkuríki árið 2015. Þá tilkynntu Íranir í gær að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum sem tilgreint er í fyrrnefndum samningi, sem er talið til þess fallið að auka enn á spennuna. Ekki bætti árás á tvö flutningaskip í Ómanflóa í liðinni viku úr skák. Bandaríkjamenn og Bretar segja Írani hafa staðið að baki árásunum en meðfram tilkynningunni um hermannafjölgunina í gær birti bandaríska varnarmálaráðuneytið jafnframt nýjar myndir sem það segir renna stoðum undir ásakanirnar. Írönsk stjórnvöld hafa hins vegar þvertekið fyrir aðkomu þeirra að árásunum.Önnur fjölgunin á mánuði Hermönnunum eitt þúsund er ætlað að auka öryggi annarrs herafla sem nú þegar er í Austurlöndum nær. Í tilkynningunni er þó ekkert sagt til um hvar nýju hermönnunum verður komið fyrir. Ekki eru nema örfáar vikur síðan að Bandaríkjaforseti, Donald Trump, greindi frá því að fjölgað yrði í herliði Bandaríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs um 1500 hermenn. Þrátt fyrir ásakanirnar og fjölgun hermanna segir utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, að ríki sitt vilji forðast vopnuð átök við Íran. Bandaríkin vildu þó ekki útiloka neitt í þeim efnum. Fyrrnefndu myndirnar sem birtar voru í gær eiga meðal annars að sýna íranska byltingarverði fjarlægja sprengju af öðru flutningaskipanna, sem og mynd af byltingarvörðum sigla frá vettvangi árásarinnar. Þar að auki er ein myndanna sögð sýna skemmdir sem unnar voru á öðru skipinu, að því er virðist eftir sprengingu. Myndirnar má sjá hér að ofan. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist. 16. júní 2019 09:30 Netanyahu: Fylgjumst ekki aðgerðarlaus með kjarnorkuvopnaframleiðslu Írana Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. 17. júní 2019 19:00 Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira
Bandaríkjaher hefur í hyggju að fjölga í herliði sínu í Austurlöndum nær um eitt þúsund hermenn. Er skýringin sögð vera „fjandsamleg hegðun íranskra hersveita,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Fjölgunin er enn ein staðfestingin á þeirri ólgu sem nú ríkir í samskiptum Írans og Bandaríkjanna, ekki síst eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að draga þjóð sína út úr kjarnorkusamningnum sem gerður var við Írani og fleiri kjarnorkuríki árið 2015. Þá tilkynntu Íranir í gær að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum sem tilgreint er í fyrrnefndum samningi, sem er talið til þess fallið að auka enn á spennuna. Ekki bætti árás á tvö flutningaskip í Ómanflóa í liðinni viku úr skák. Bandaríkjamenn og Bretar segja Írani hafa staðið að baki árásunum en meðfram tilkynningunni um hermannafjölgunina í gær birti bandaríska varnarmálaráðuneytið jafnframt nýjar myndir sem það segir renna stoðum undir ásakanirnar. Írönsk stjórnvöld hafa hins vegar þvertekið fyrir aðkomu þeirra að árásunum.Önnur fjölgunin á mánuði Hermönnunum eitt þúsund er ætlað að auka öryggi annarrs herafla sem nú þegar er í Austurlöndum nær. Í tilkynningunni er þó ekkert sagt til um hvar nýju hermönnunum verður komið fyrir. Ekki eru nema örfáar vikur síðan að Bandaríkjaforseti, Donald Trump, greindi frá því að fjölgað yrði í herliði Bandaríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs um 1500 hermenn. Þrátt fyrir ásakanirnar og fjölgun hermanna segir utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, að ríki sitt vilji forðast vopnuð átök við Íran. Bandaríkin vildu þó ekki útiloka neitt í þeim efnum. Fyrrnefndu myndirnar sem birtar voru í gær eiga meðal annars að sýna íranska byltingarverði fjarlægja sprengju af öðru flutningaskipanna, sem og mynd af byltingarvörðum sigla frá vettvangi árásarinnar. Þar að auki er ein myndanna sögð sýna skemmdir sem unnar voru á öðru skipinu, að því er virðist eftir sprengingu. Myndirnar má sjá hér að ofan.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist. 16. júní 2019 09:30 Netanyahu: Fylgjumst ekki aðgerðarlaus með kjarnorkuvopnaframleiðslu Írana Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. 17. júní 2019 19:00 Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira
Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist. 16. júní 2019 09:30
Netanyahu: Fylgjumst ekki aðgerðarlaus með kjarnorkuvopnaframleiðslu Írana Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. 17. júní 2019 19:00
Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01