Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2019 14:20 Jon Stewart er ötull talsmaður þeirra sem glíma við heilbrigðisvandamál eftir 11. september 2001. Vísir/Getty Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Stewart kom fram fyrir þeirra hönd á nefndarfundi í gær þar sem ræða átti frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragsaðila. Sjóðurinn mun tæmast á næsta ári fái hann ekki fjárveitingu sem þingið þarf að samþykkja. Búist er við því að fulltrúadeildin muni samþykkja fjárveitinguna en óljóst er hvað öldungardeildin mun gera. Árið 2015 var frekari fjárveiting til fimm ára samþykkt á elleftu stundu þar sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, notaði fjárveitinguna sem samningatól til að semja um aðrar ótengdar fjárveitingar. Stewart var ósáttur við að ekki skildu allir nefndarmenn mæta á fundinn, auk þess sem að hann er ósáttur við þann tíma sem tekur að samþykkja fjárveitina, sem valdi óvissu og kvíða á meðal þeirra sem reiða sig á heilbrigðisþjónustuna sem fjármagna þarf. Myndband af eldræðu Stewart hefur vakið mikla athygli og hafa milljónir manna horft á það þegar þetta er skrifað."Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 „Þeir brugðust við á innan við fimm sekúndum. Þeir unnu vinnuna sína, af hugrekki, auðmýkt og krafi. Átján árum síðar, þá þurfið þið að vinna vinnuna ykkar,“ kallaði Stewart sem var augljóslega mikið niðri fyrir, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Átti hann erfitt með að halda aftur af tárunum.Sagði Stewart að það væri óásættanlegt að menn og konur sem brugðist hafi við mannskæðustu hryðjuverkaárás í sögu Bandaríkjanna þyrftu að standa í því að „betla“ peninga frá þinginu.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir Tvíburaturnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. Talið er að fleiri en þúsund manns hafi látist af völdum veikinda sem tengja megi við störf í „Hrúgunni.“„Þið hafið kostað þessa menn það eina sem þeir hafa ekki efni á að greiða, tíma,“ sagði Stewart sem mætti til þings ásamt hópi lögreglu- og slökkviliðsmanna en sumir þeirra glíma við krabbamein sem rakið er til starfa í rústum turnanna. Bandaríkin Tengdar fréttir 11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. 11. september 2016 14:45 Lestarstöð opnar á ný eftir árásina á Tvíburaturnana Cortlandt Street lestarstöðin í New York var opnuð á ný í gær, en hún skemmdist í hryðjuverkunum þann 9. september 2001. 9. september 2018 16:49 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Stewart kom fram fyrir þeirra hönd á nefndarfundi í gær þar sem ræða átti frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragsaðila. Sjóðurinn mun tæmast á næsta ári fái hann ekki fjárveitingu sem þingið þarf að samþykkja. Búist er við því að fulltrúadeildin muni samþykkja fjárveitinguna en óljóst er hvað öldungardeildin mun gera. Árið 2015 var frekari fjárveiting til fimm ára samþykkt á elleftu stundu þar sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, notaði fjárveitinguna sem samningatól til að semja um aðrar ótengdar fjárveitingar. Stewart var ósáttur við að ekki skildu allir nefndarmenn mæta á fundinn, auk þess sem að hann er ósáttur við þann tíma sem tekur að samþykkja fjárveitina, sem valdi óvissu og kvíða á meðal þeirra sem reiða sig á heilbrigðisþjónustuna sem fjármagna þarf. Myndband af eldræðu Stewart hefur vakið mikla athygli og hafa milljónir manna horft á það þegar þetta er skrifað."Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 „Þeir brugðust við á innan við fimm sekúndum. Þeir unnu vinnuna sína, af hugrekki, auðmýkt og krafi. Átján árum síðar, þá þurfið þið að vinna vinnuna ykkar,“ kallaði Stewart sem var augljóslega mikið niðri fyrir, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Átti hann erfitt með að halda aftur af tárunum.Sagði Stewart að það væri óásættanlegt að menn og konur sem brugðist hafi við mannskæðustu hryðjuverkaárás í sögu Bandaríkjanna þyrftu að standa í því að „betla“ peninga frá þinginu.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir Tvíburaturnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. Talið er að fleiri en þúsund manns hafi látist af völdum veikinda sem tengja megi við störf í „Hrúgunni.“„Þið hafið kostað þessa menn það eina sem þeir hafa ekki efni á að greiða, tíma,“ sagði Stewart sem mætti til þings ásamt hópi lögreglu- og slökkviliðsmanna en sumir þeirra glíma við krabbamein sem rakið er til starfa í rústum turnanna.
Bandaríkin Tengdar fréttir 11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. 11. september 2016 14:45 Lestarstöð opnar á ný eftir árásina á Tvíburaturnana Cortlandt Street lestarstöðin í New York var opnuð á ný í gær, en hún skemmdist í hryðjuverkunum þann 9. september 2001. 9. september 2018 16:49 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. 11. september 2016 14:45
Lestarstöð opnar á ný eftir árásina á Tvíburaturnana Cortlandt Street lestarstöðin í New York var opnuð á ný í gær, en hún skemmdist í hryðjuverkunum þann 9. september 2001. 9. september 2018 16:49