Heillaði hátíðargesti upp úr skónum með frábæru opnunaratriði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2019 12:45 James Corden, alltaf glæsilegur. John Paul Filo/Getty James Corden setti Tony-verðlaunahátíðina þetta árið af stað með einkar glæsilegu söngleikjaatriði á sunnudaginn. Í atriðinu lofsamaði hann leik á sviði á kostnað sjónvarps og streymisveita en laumaði þó nokkru lofi í átt að sjónvarpinu, sem hingað til hefur verið hans helsta svið en hinn enski Corden er einn vinsælasti spjallþáttastjórnandi Bandaríkjanna. Corden var einnig kynnir hátíðarinnar en þetta er í annað sinn sem hann gegnir því hlutverki. Fyrra skiptið var árið 2016. Opnunaratriði hátíðarinnar, þar sem Corden var í aðalhlutverki, þótti afar tilkomumikið, en það var heilar tíu mínútur að lengd. Í atriðinu fjallar Corden um þá lesti sem vinsælasta form afþreyingar í dag, sjónvarpið, kann að hafa og leggur þess í stað til að fólk fari í leikhús að horfa á „raunverulegt fólk á raunverulegum stað.“ Boðskapur atriðisins er að sjálfsögðu settur fram í gríni og er aðallega ætlað að benda á kosti leikhússins fremur en ókosti sjónvarpsins, en í atriðinu gantast Corden með að sjónvarp sé í raun mun betra form afþreyingar þar sem það gefi meira í aðra hönd. Sjón er sögu ríkari en sjá má atriðið hér að neðan. Þetta var í 73. sinn sem Tony-verðlaunin voru veitt en þau fást fyrir framúrskarandi árangur á hinum ýmsu sviðum Broadway-söngleikja. Hér má sjá lista yfir þá sem báru sigur úr býtum í sínum flokkum. Hollywood Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Sjá meira
James Corden setti Tony-verðlaunahátíðina þetta árið af stað með einkar glæsilegu söngleikjaatriði á sunnudaginn. Í atriðinu lofsamaði hann leik á sviði á kostnað sjónvarps og streymisveita en laumaði þó nokkru lofi í átt að sjónvarpinu, sem hingað til hefur verið hans helsta svið en hinn enski Corden er einn vinsælasti spjallþáttastjórnandi Bandaríkjanna. Corden var einnig kynnir hátíðarinnar en þetta er í annað sinn sem hann gegnir því hlutverki. Fyrra skiptið var árið 2016. Opnunaratriði hátíðarinnar, þar sem Corden var í aðalhlutverki, þótti afar tilkomumikið, en það var heilar tíu mínútur að lengd. Í atriðinu fjallar Corden um þá lesti sem vinsælasta form afþreyingar í dag, sjónvarpið, kann að hafa og leggur þess í stað til að fólk fari í leikhús að horfa á „raunverulegt fólk á raunverulegum stað.“ Boðskapur atriðisins er að sjálfsögðu settur fram í gríni og er aðallega ætlað að benda á kosti leikhússins fremur en ókosti sjónvarpsins, en í atriðinu gantast Corden með að sjónvarp sé í raun mun betra form afþreyingar þar sem það gefi meira í aðra hönd. Sjón er sögu ríkari en sjá má atriðið hér að neðan. Þetta var í 73. sinn sem Tony-verðlaunin voru veitt en þau fást fyrir framúrskarandi árangur á hinum ýmsu sviðum Broadway-söngleikja. Hér má sjá lista yfir þá sem báru sigur úr býtum í sínum flokkum.
Hollywood Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Sjá meira