Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segist vera við góða heilsu eftir tvö skjálftaköst á undanförnum dögum.
Merkel er nú stödd í Osaka í Japan ásamt þjóðarleiðtogum hinna G20 ríkjanna. Þar sagðist hún handviss um að köstin myndu hætta jafnsnöggt og þau hófust.
Spurð hvað stæði að baki köstunum sagðist kanslarinn ekki hafa neitt merkilegt til þess að greina blaðamönnum frá í tengslum við köstin.
Merkel kennir vökvaskorti um skjálftakastið sem hófst þegar hún stóð við hlið úkraínska forsetans nýkjörna, Volodimírs Selenskíj, í glampandi sólskini. Þá kom skjálftinn aftur fram við athöfn í Berlín síðasta fimmtudag.
Kanslarinn, sem verður 65 ára í næsta mánuði skalf þá í á aðra mínútu og hélt í hendur sínar þangað til að skjálftinn leið hjá.
Merkel hefur engar áhyggjur af skjálftanum
Andri Eysteinsson skrifar
