Er hægt að borða kökuna og geyma hana líka? Árni Stefánsson skrifar 28. júní 2019 08:00 Á stjórnarfundi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) 24. maí var ákveðið að lækka fasta vexti á verðtryggðum sjóðfélagalánum um 0,2% og hækka breytilega verðtryggða vexti um 0,2%. Vaxtalækkunin fékk enga athygli en öðru máli gegndi um vaxtahækkunina. Formaður VR hefur í framhaldi farið mikinn í fjölmiðlum, lýst ákvörðuninni sem rakalausri geðþóttaákvörðun, gagnrýnt væntanlega hækkun breytilegra vaxta og ásakað fulltrúa VR í stjórninni um trúnaðarbrest. Í framhaldi samþykktu stjórn og fulltrúaráð VR tillögu hans um að setja fulltrúa VR í stjórn LV af. Ástæða þess að breytilegu vextirnir hækka lítillega í ágúst er að breytt var um vaxtaviðmið. Sú ákvörðun átti sér fagleg rök og langan aðdraganda sem formaður VR horfir þó framhjá. Þrátt fyrir komandi hækkun verða vextir sjóðsins áfram meðal allra lægstu vaxta sem bjóðast á sambærilegum lánum. Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn fulltrúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Þetta fólk hefur lagt sig fram um að vinna faglega og efla hag sjóðfélaga. Umboðsskylda stjórnarmanna LV er við sjóðfélaga lífeyrissjóðsins. Svo virðist sem formanni VR mislíki að þeir fulltrúar sem VR skipaði í stjórnina hafi ekki borið einstakar ákvarðanir á sviði stjórnar LV sérstaklega undir hann. Slíkt væri þó ekki í takt við góða stjórnarhætti, lög um lífeyrissjóði eða starfsreglur sjóðsins. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni 21. júní jánkaði Ragnar Þór því að ástæðan fyrir að setja inn nýja stjórnarmenn væri „að sjálfsögðu“ til að draga til baka vaxtaákvörðunina. Gera má ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið taki þær yfirlýsingar til skoðunar enda gefa þær tilefni til að áhyggjur þurfi að hafa af sjálfstæði stjórnarmanna skipaðra af VR eigi þeir sífellt á hættu að vera skipt út taki þeir einhverja ákvörðun sem ekki hugnast formanni VR. Hlutverk lífeyrissjóða er að ávaxta þá fjármuni sjóðfélaga sem lífeyrissjóðir taka við til að standa undir lífeyrisgreiðslum til framtíðar. Gangi vel njóta sjóðfélagar þess í auknum lífeyrisréttindum, gangi hins vegar illa að ávaxta fjármunina til lengri tíma kæmi óhjákvæmilega til réttindaskerðinga. Komið hefur fram að um 3.700 sjóðfélagar hafa verðtryggð lán á breytilegum vöxtum hjá LV en við sjóðfélagar erum í heildina um 170.000. Eigi að breyta hlutverki lífeyrissjóða s.s. til að lána til einstakra sjóðfélaga eða til byggingafélaga á kjörum undir almennum markaðskjörum, eins og formaður VR hefur talað fyrir, þyrfti áður að breyta lögum um lífeyrissjóði og jafnframt fara fram umfangsmikil umræða um hvort sjóðfélagar styðji slíkar stefnubreytingar. Slíkt kynni að að færa sjóðfélögum ákveðin gæði framan af ævi sem og þeim sem væru að koma sér þaki yfir höfuðið en myndi síðan birtast í lakari lífeyrisrétti í framtíðinni. Þessu til rökstuðnings má vísa til útreikninga sem Bjarni Þórðarson tryggingastærðfræðingur tók saman veturinn 2011-2012, að beiðni fjármálaráðuneytisins, sem sýna hvaða réttindaskerðingu sjóðfélagar í almennum lífeyrissjóðum mættu búast við ef vaxtaviðmið lífeyrissjóða væri lækkað. Þar kom fram að að ef vaxtaviðmið lækkar úr 3,5% í 2,5% myndi nauðsynleg skerðing áunninna lífeyrisréttinda þrítugs sjóðfélaga verða 36%, fertugs 29,5%, fimmtugs 22,5% og sextugs 14,5%. Það er ljóst að margir sjóðfélagar myndu ekki fella sig við slíkar stefnubreytingar. Það er margsannað að ekki er hægt að borða kökuna og geyma hana á sama tíma. Mikilvægt er að umræða sé á málefnalegum grundvelli og popúlismi eða gífuryrði nái ekki yfirhöndinni. Lífeyrissjóðakerfið er ein meginstoða þjóðfélagsins og hagur okkar allra að um það ríki sátt. Við sem veljumst þar til trúnaðarstarfa þurfum að vanda til verka og tryggja að ákvarðanir séu teknar í takt við lög og góða stjórnarhætti, með hagsmuni sjóðfélaga og heildarinnar að leiðarljósi. Ítarleg útgáfa af greininni er á vef LV, www.live.is. Höfundur er sjóðfélagi og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á stjórnarfundi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) 24. maí var ákveðið að lækka fasta vexti á verðtryggðum sjóðfélagalánum um 0,2% og hækka breytilega verðtryggða vexti um 0,2%. Vaxtalækkunin fékk enga athygli en öðru máli gegndi um vaxtahækkunina. Formaður VR hefur í framhaldi farið mikinn í fjölmiðlum, lýst ákvörðuninni sem rakalausri geðþóttaákvörðun, gagnrýnt væntanlega hækkun breytilegra vaxta og ásakað fulltrúa VR í stjórninni um trúnaðarbrest. Í framhaldi samþykktu stjórn og fulltrúaráð VR tillögu hans um að setja fulltrúa VR í stjórn LV af. Ástæða þess að breytilegu vextirnir hækka lítillega í ágúst er að breytt var um vaxtaviðmið. Sú ákvörðun átti sér fagleg rök og langan aðdraganda sem formaður VR horfir þó framhjá. Þrátt fyrir komandi hækkun verða vextir sjóðsins áfram meðal allra lægstu vaxta sem bjóðast á sambærilegum lánum. Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn fulltrúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Þetta fólk hefur lagt sig fram um að vinna faglega og efla hag sjóðfélaga. Umboðsskylda stjórnarmanna LV er við sjóðfélaga lífeyrissjóðsins. Svo virðist sem formanni VR mislíki að þeir fulltrúar sem VR skipaði í stjórnina hafi ekki borið einstakar ákvarðanir á sviði stjórnar LV sérstaklega undir hann. Slíkt væri þó ekki í takt við góða stjórnarhætti, lög um lífeyrissjóði eða starfsreglur sjóðsins. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni 21. júní jánkaði Ragnar Þór því að ástæðan fyrir að setja inn nýja stjórnarmenn væri „að sjálfsögðu“ til að draga til baka vaxtaákvörðunina. Gera má ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið taki þær yfirlýsingar til skoðunar enda gefa þær tilefni til að áhyggjur þurfi að hafa af sjálfstæði stjórnarmanna skipaðra af VR eigi þeir sífellt á hættu að vera skipt út taki þeir einhverja ákvörðun sem ekki hugnast formanni VR. Hlutverk lífeyrissjóða er að ávaxta þá fjármuni sjóðfélaga sem lífeyrissjóðir taka við til að standa undir lífeyrisgreiðslum til framtíðar. Gangi vel njóta sjóðfélagar þess í auknum lífeyrisréttindum, gangi hins vegar illa að ávaxta fjármunina til lengri tíma kæmi óhjákvæmilega til réttindaskerðinga. Komið hefur fram að um 3.700 sjóðfélagar hafa verðtryggð lán á breytilegum vöxtum hjá LV en við sjóðfélagar erum í heildina um 170.000. Eigi að breyta hlutverki lífeyrissjóða s.s. til að lána til einstakra sjóðfélaga eða til byggingafélaga á kjörum undir almennum markaðskjörum, eins og formaður VR hefur talað fyrir, þyrfti áður að breyta lögum um lífeyrissjóði og jafnframt fara fram umfangsmikil umræða um hvort sjóðfélagar styðji slíkar stefnubreytingar. Slíkt kynni að að færa sjóðfélögum ákveðin gæði framan af ævi sem og þeim sem væru að koma sér þaki yfir höfuðið en myndi síðan birtast í lakari lífeyrisrétti í framtíðinni. Þessu til rökstuðnings má vísa til útreikninga sem Bjarni Þórðarson tryggingastærðfræðingur tók saman veturinn 2011-2012, að beiðni fjármálaráðuneytisins, sem sýna hvaða réttindaskerðingu sjóðfélagar í almennum lífeyrissjóðum mættu búast við ef vaxtaviðmið lífeyrissjóða væri lækkað. Þar kom fram að að ef vaxtaviðmið lækkar úr 3,5% í 2,5% myndi nauðsynleg skerðing áunninna lífeyrisréttinda þrítugs sjóðfélaga verða 36%, fertugs 29,5%, fimmtugs 22,5% og sextugs 14,5%. Það er ljóst að margir sjóðfélagar myndu ekki fella sig við slíkar stefnubreytingar. Það er margsannað að ekki er hægt að borða kökuna og geyma hana á sama tíma. Mikilvægt er að umræða sé á málefnalegum grundvelli og popúlismi eða gífuryrði nái ekki yfirhöndinni. Lífeyrissjóðakerfið er ein meginstoða þjóðfélagsins og hagur okkar allra að um það ríki sátt. Við sem veljumst þar til trúnaðarstarfa þurfum að vanda til verka og tryggja að ákvarðanir séu teknar í takt við lög og góða stjórnarhætti, með hagsmuni sjóðfélaga og heildarinnar að leiðarljósi. Ítarleg útgáfa af greininni er á vef LV, www.live.is. Höfundur er sjóðfélagi og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar