Sveitarfélög lengi þrýst á nýtingu fjármuna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar Sighvatur Jónsson skrifar 27. júní 2019 12:30 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Mynd/Grindavíkurbær Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. Þar með verða kaflaskil í sögu þess. Þróunarfélagið kynnir nú hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu eftir hugmyndafræði um flugvallarborg. Reynt verður að laða að fjárfesta og fyrirtæki sem sjá tækifæri í nálægð við alþjóðlegan flugvöll. Eftir árin þrettán frá brotthvarfi Bandaríkjahers búa nú á fjórða þúsund manns á Ásbrú. Fyrirtæki þar eru á þriðja hundrað og skapa þau á annað þúsund störf. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að um fimmtán milljarðar króna hafi skilað sér til ríkisins í gegnum Kadeco félagið vegna sölu eigna. Eftir undirritun viljayfirlýsingar í gær verði sú breyting gerð að fjármunir verði skildir eftir í þróunarfélaginu næstu fimm árin til frekari þróunar á svæðinu. „Við erum að ganga út frá því að félagið eða sá formlegi vettvangur sem við munum skapa fyrir þetta, sem að öllum líkindum verður sama félagið, að þar muni nýtast fjármunir sem hafa orðið til inn í félaginu, til þess að til dæmis standa að samkeppni um skipulag svæðisins og önnur tækifæri sem tengjast flugstarfseminni,“ segir Bjarni. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir uppbyggingu við Keflavíkurflugvöll þýðingarmikla fyrir sveitarfélög og atvinnulíf á Suðurnesjum. „Mesta þýðingu hefur þetta fyrir sveitarfélögin sem eru næst flugvellinum sjálfum. Engu að síður er þetta mikilvægt fyrir okkur að verða hluti af þeim pakka sem þarna er að verða til. Þannig að við fögnum þessu og vonumst til að þessir peningar sem Kadeco hefur búið yfir eftir að herinn fór nýtist til góðra verka hér á Suðurnesjum.“Og þið hafið þrýst á þetta ásamt fleiri sveitarfélögum? „Já, það hefur verið þrýst á þetta lengi og nú er þetta að bera einhvern árangur þannig að við munum að framhaldið verði jákvætt.“ Grindavík Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. Þar með verða kaflaskil í sögu þess. Þróunarfélagið kynnir nú hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu eftir hugmyndafræði um flugvallarborg. Reynt verður að laða að fjárfesta og fyrirtæki sem sjá tækifæri í nálægð við alþjóðlegan flugvöll. Eftir árin þrettán frá brotthvarfi Bandaríkjahers búa nú á fjórða þúsund manns á Ásbrú. Fyrirtæki þar eru á þriðja hundrað og skapa þau á annað þúsund störf. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að um fimmtán milljarðar króna hafi skilað sér til ríkisins í gegnum Kadeco félagið vegna sölu eigna. Eftir undirritun viljayfirlýsingar í gær verði sú breyting gerð að fjármunir verði skildir eftir í þróunarfélaginu næstu fimm árin til frekari þróunar á svæðinu. „Við erum að ganga út frá því að félagið eða sá formlegi vettvangur sem við munum skapa fyrir þetta, sem að öllum líkindum verður sama félagið, að þar muni nýtast fjármunir sem hafa orðið til inn í félaginu, til þess að til dæmis standa að samkeppni um skipulag svæðisins og önnur tækifæri sem tengjast flugstarfseminni,“ segir Bjarni. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir uppbyggingu við Keflavíkurflugvöll þýðingarmikla fyrir sveitarfélög og atvinnulíf á Suðurnesjum. „Mesta þýðingu hefur þetta fyrir sveitarfélögin sem eru næst flugvellinum sjálfum. Engu að síður er þetta mikilvægt fyrir okkur að verða hluti af þeim pakka sem þarna er að verða til. Þannig að við fögnum þessu og vonumst til að þessir peningar sem Kadeco hefur búið yfir eftir að herinn fór nýtist til góðra verka hér á Suðurnesjum.“Og þið hafið þrýst á þetta ásamt fleiri sveitarfélögum? „Já, það hefur verið þrýst á þetta lengi og nú er þetta að bera einhvern árangur þannig að við munum að framhaldið verði jákvætt.“
Grindavík Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira