Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2019 15:54 Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. FBL/Arnþór Birkisson Ríkisendurskoðandi, sem hefur lokið úttekt á rekstrarvanda Íslandspósts ohf., segir að fyrirtækið þurfi að ganga lengra í hagræðingu á starfseminni. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var að beiðni fjárlaganefndar Alþingis og kynnt á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun. Í skýrslunni eru kynntar fjórar tillögur til úrbóta, ein þeirra lýtur að því að tryggja rekstrargrundvöll Íslandspósts til lengri tíma. Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. Haustið 2018 fékk Íslandspóstur alls 500 m.kr. lán frá ríkinu sem ætlað var að bæta ástandið en það dugði ekki til því í fjárlögum 2019 heimilaði Alþingi að endurlána mætti félaginu allt að 1,5 ma.kr og leggja félaginu til aukið eigið fé gegn því að fyrirtækið myndi ráðast í endurskipulagningu. Íslandspóstur ohf. hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum á undanförnum árum en fjárhagsvandi á árinu 2018 leiddi til þess að félagið stefndi í greiðsluvanda þegar Landsbankinn tók fyrir frekari lánveitingar. Á undanförnum árum hefur rekstrargrundvöllur af kjarnastarfsemi félagsins veikst og reynst nauðsynlegt að grípa til ráðstafana þar að lútandi.Ríkisendurskoðandi gagnrýnir skort á samráði og áætlanir sem einkennast af of mikilli bjartsýni.Fréttablaðið/ErnirFjárfestingar of miklar miðað við greiðslugetu Fjárhagsvandi Íslandspósts ohf. stafar m.a. að því að dreifing pakkasendinga frá útlöndum hefur reynst félaginu kostnaðarsöm og samdráttur í bréfsendingum hefur ekki fengist að fullu bættur með hækkun á gjaldskrá. Ásamt því voru heildarfjárfestingar félagsins á árinu 2018 of miklar miðað við greiðslugetu þess. Umfang pakkasendinga erlendis frá hefur vaxið mjög á síðustu árum. Það hefur þó ekki skilað Íslandspósti ohf. viðunandi tekjuauka þar sem burðargjöld sendinga hafa verið ákvörðuð með alþjóðasamningum á vegum Alþjóðapóstsambandsins og hafa þau ekki staðið undir kostnaði Íslandspósts við dreifingu slíkra sendinga. Til að bregðast við þessu hefur Alþingi samþykkt ný póstlög sem heimilar Íslandspósti að leggja viðbótargjald á póstendingar sem berast erlendis frá. Óviðunandi rekstraráætlanir Íslandspóst Ríkisendurskoðandi gagnrýnir rekstraráætlanir Íslandspósts en frá árinu 2010 hefur alltaf verið gert ráð fyrir því að reksturinn skilaði hagnaði, að meðaltali um 170 m.kr. Það hafi eins og komið hefur í ljós vegir langur vegur frá því að áætlanir félagsins hafi gengið eftir. Í skýrslunni segir að félagið mætti ganga lengra í hagræðingaraðgerðum eins og með því að sameina betur dreifikerfi bréfa og pakka í þéttbýli í stað þess að reka tvöfalt dreifikerfi. Þá mætti einfalda afgreiðslu á pósthúsum með því að viðskiptavinir afgreiði sig í auknum mæli sjálfir. Ríkisendurskoðandi gagnrýnir skort á samráði við stjórnvöld. „Forstjóri félagsins hefur leitt stefnumótun og rekstur félagsins en stjórnin hefur lítið frumkvæði haft að því að setja fram á stjórnarfundum dagskrárefni til umræðu og ákvörðunartöku fyrr en stjórnvöldum var gert kunnugt um greiðsluvanda félagsins í ágúst 2018. Samráð við stjórnvöld og frumkvæði stjórnar hefur aukist frá þeim tíma. Að mati ríkisendurskoðanda var ekki brugðist nægjanlega markvisst og hratt við þeim breyttu aðstæðum sem hafa verið í rekstrarumhverfi Íslandspósts ohf. fyrr en eftir að félagið lenti í fjárhagsvanda.“ Efla þurfi eftirlit og móta eigendastefnu Í skýrslunni er lagt áherslu á að efla þurfi eftirlit með Íslandspósti. Mikilvægt sé að allir eftirlitsaðilar stundi forvirkt eftirlit út frá sameiginlegri heildarsýn. Að mati ríkisendurskoðanda er brýnt að stjórnvöld bregðist við og tryggi rekstrargrundvöll innlendrar póstþjónustu í síbreytilegu umhverfi sem starfsgreinin býr við. „Í því sambandi bendir ríkisendurskoðandi á þann möguleika í frumvarpi til nýrra heildarlaga um póstþjónustu að gera þjónustusamning við alþjónustuskylda aðila. Með afnámi einkaréttar á hluta póstþjónustu er mikilvægt að stjórnvöld stuðli að fyrirsjáanlegu starfsumhverfi þeirra aðila sem starfa á þessu sviði.“ Fyrir helgi samþykkti Alþingi ný póstlög en helstu tíðindi er afnám einkaréttar ríkisins á póstmarkaði og opnun markaðar. Þá telur ríkisendurskoðandi að lokum mikilvægt að stjórnvöld ráðist í mótun sérstakrar eigendastefnu fyrir Íslandspóst. Það sé ófullnægjandi að styðjast við almenna eigendastefnu ríkisins heldur þurfi hún að vera sérstök eigi félagið á annað borð að vera áfram starfandi í opinberri eigu.Hér er hægt að lesa úttekt ríkisendurskoðunar í heild sinni. Í spilaranum hér að neðan er viðtal við Birgi Jónsson, forstjóra Íslandspósts, en hann tók við starfi forstjóra fyrir rúmum þremur vikum Í viðtalinu ræðir hann um skýrsluna og sína framtíðarsýn fyrir Íslandspóst. Íslandspóstur Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar gott veganesti fyrir framtíðina. Tillögur til úrbóta falli vel að hans eigin sýn. 25. júní 2019 12:07 Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ríkisendurskoðandi, sem hefur lokið úttekt á rekstrarvanda Íslandspósts ohf., segir að fyrirtækið þurfi að ganga lengra í hagræðingu á starfseminni. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var að beiðni fjárlaganefndar Alþingis og kynnt á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun. Í skýrslunni eru kynntar fjórar tillögur til úrbóta, ein þeirra lýtur að því að tryggja rekstrargrundvöll Íslandspósts til lengri tíma. Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. Haustið 2018 fékk Íslandspóstur alls 500 m.kr. lán frá ríkinu sem ætlað var að bæta ástandið en það dugði ekki til því í fjárlögum 2019 heimilaði Alþingi að endurlána mætti félaginu allt að 1,5 ma.kr og leggja félaginu til aukið eigið fé gegn því að fyrirtækið myndi ráðast í endurskipulagningu. Íslandspóstur ohf. hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum á undanförnum árum en fjárhagsvandi á árinu 2018 leiddi til þess að félagið stefndi í greiðsluvanda þegar Landsbankinn tók fyrir frekari lánveitingar. Á undanförnum árum hefur rekstrargrundvöllur af kjarnastarfsemi félagsins veikst og reynst nauðsynlegt að grípa til ráðstafana þar að lútandi.Ríkisendurskoðandi gagnrýnir skort á samráði og áætlanir sem einkennast af of mikilli bjartsýni.Fréttablaðið/ErnirFjárfestingar of miklar miðað við greiðslugetu Fjárhagsvandi Íslandspósts ohf. stafar m.a. að því að dreifing pakkasendinga frá útlöndum hefur reynst félaginu kostnaðarsöm og samdráttur í bréfsendingum hefur ekki fengist að fullu bættur með hækkun á gjaldskrá. Ásamt því voru heildarfjárfestingar félagsins á árinu 2018 of miklar miðað við greiðslugetu þess. Umfang pakkasendinga erlendis frá hefur vaxið mjög á síðustu árum. Það hefur þó ekki skilað Íslandspósti ohf. viðunandi tekjuauka þar sem burðargjöld sendinga hafa verið ákvörðuð með alþjóðasamningum á vegum Alþjóðapóstsambandsins og hafa þau ekki staðið undir kostnaði Íslandspósts við dreifingu slíkra sendinga. Til að bregðast við þessu hefur Alþingi samþykkt ný póstlög sem heimilar Íslandspósti að leggja viðbótargjald á póstendingar sem berast erlendis frá. Óviðunandi rekstraráætlanir Íslandspóst Ríkisendurskoðandi gagnrýnir rekstraráætlanir Íslandspósts en frá árinu 2010 hefur alltaf verið gert ráð fyrir því að reksturinn skilaði hagnaði, að meðaltali um 170 m.kr. Það hafi eins og komið hefur í ljós vegir langur vegur frá því að áætlanir félagsins hafi gengið eftir. Í skýrslunni segir að félagið mætti ganga lengra í hagræðingaraðgerðum eins og með því að sameina betur dreifikerfi bréfa og pakka í þéttbýli í stað þess að reka tvöfalt dreifikerfi. Þá mætti einfalda afgreiðslu á pósthúsum með því að viðskiptavinir afgreiði sig í auknum mæli sjálfir. Ríkisendurskoðandi gagnrýnir skort á samráði við stjórnvöld. „Forstjóri félagsins hefur leitt stefnumótun og rekstur félagsins en stjórnin hefur lítið frumkvæði haft að því að setja fram á stjórnarfundum dagskrárefni til umræðu og ákvörðunartöku fyrr en stjórnvöldum var gert kunnugt um greiðsluvanda félagsins í ágúst 2018. Samráð við stjórnvöld og frumkvæði stjórnar hefur aukist frá þeim tíma. Að mati ríkisendurskoðanda var ekki brugðist nægjanlega markvisst og hratt við þeim breyttu aðstæðum sem hafa verið í rekstrarumhverfi Íslandspósts ohf. fyrr en eftir að félagið lenti í fjárhagsvanda.“ Efla þurfi eftirlit og móta eigendastefnu Í skýrslunni er lagt áherslu á að efla þurfi eftirlit með Íslandspósti. Mikilvægt sé að allir eftirlitsaðilar stundi forvirkt eftirlit út frá sameiginlegri heildarsýn. Að mati ríkisendurskoðanda er brýnt að stjórnvöld bregðist við og tryggi rekstrargrundvöll innlendrar póstþjónustu í síbreytilegu umhverfi sem starfsgreinin býr við. „Í því sambandi bendir ríkisendurskoðandi á þann möguleika í frumvarpi til nýrra heildarlaga um póstþjónustu að gera þjónustusamning við alþjónustuskylda aðila. Með afnámi einkaréttar á hluta póstþjónustu er mikilvægt að stjórnvöld stuðli að fyrirsjáanlegu starfsumhverfi þeirra aðila sem starfa á þessu sviði.“ Fyrir helgi samþykkti Alþingi ný póstlög en helstu tíðindi er afnám einkaréttar ríkisins á póstmarkaði og opnun markaðar. Þá telur ríkisendurskoðandi að lokum mikilvægt að stjórnvöld ráðist í mótun sérstakrar eigendastefnu fyrir Íslandspóst. Það sé ófullnægjandi að styðjast við almenna eigendastefnu ríkisins heldur þurfi hún að vera sérstök eigi félagið á annað borð að vera áfram starfandi í opinberri eigu.Hér er hægt að lesa úttekt ríkisendurskoðunar í heild sinni. Í spilaranum hér að neðan er viðtal við Birgi Jónsson, forstjóra Íslandspósts, en hann tók við starfi forstjóra fyrir rúmum þremur vikum Í viðtalinu ræðir hann um skýrsluna og sína framtíðarsýn fyrir Íslandspóst.
Íslandspóstur Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar gott veganesti fyrir framtíðina. Tillögur til úrbóta falli vel að hans eigin sýn. 25. júní 2019 12:07 Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar gott veganesti fyrir framtíðina. Tillögur til úrbóta falli vel að hans eigin sýn. 25. júní 2019 12:07
Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00