Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 14:30 Landamærastöðin í Clint þar sem hundruð barna hefur verið haldið við lélegan aðbúnað undanfarnar vikur. AP/Cedar Attanasio Bandarísk yfirvöld hafa fært á þriðja hundrað innflytjendabörn sem þau höfðu haldið í landamærastöð í Texas í önnur úrræði. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga.Varað er við mynd sem birtist neðar í fréttinni sem gæti valdið óhug. Tugir þúsunda innflytjenda hafa streymt yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna undanfarnar vikur og mánuði. Í mörgum tilfellum er um að ræða börn sem koma án foreldra eða forráðamanna. Eftir að lögfræðingar fengu að heimsækja landamærastöð í bænum Clint í Texas í síðustu viku bárust fréttir af því að börnin þar hefðu sum dvalið þar í margar vikur þrátt að þeim eigi samkvæmt reglum að koma í hendur heilbrigðisyfirvalda innan þriggja sólahringa. Skýli þeirra eru yfirfull. Þau hefðu ekki aðgang að sápu, hreinum fötum eða viðunandi mat og vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman. Önnur voru veik og hefði inflúensa greinst í einhverjum þeirra. Börnin í landamærastöðinni í Clint nærri El Paso höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningsmæðra sem var einnig haldið þar. „Skammtímaskýli okkar eru ekki hönnuð til að halda viðkvæmum hópum og við þurfi nauðsynlega á mannúðarstuðningi að halda til að ná tökum á þessu neyðarástandi,“ segir landamæraeftirlitið við AP-fréttastofuna.Frá innflytjendaskýli landamæraeftirlitsins í McAllen í Texas í fyrra. Þar er fólki sem hefur komið ólöglega yfir landamærin frá Mexíkó haldið fyrst um sinn.Vísir/APFimm börn dáið síðasta misserið Fregnir af slæmum aðbúnaði barna hafa borist frá fleiri skýlum þar sem bandaríska tolla- og landamæraeftirlitið heldur þeim sem hafa komið yfir landamærin frá Mexíkó. AP-fréttastofan segir að fimm börn hafi dáið í haldi yfirvalda frá því seint í fyrra. John Sanders, starfandi forstjóri tolla- og landamæraeftirlitsins, sagði í síðustu viku að stofnunin væri nú með um 15.000 manns í haldi. Hámarksfjöldinn sem hún taldi sig geta tekið við væri 4.000.New York Times segir að 249 börn hafi verið færð úr landamærastöðinni í Clint í neyðarskýlakerfi sem stofnun sem sér um að koma flóttamönnum fyrir rekur. Ótilgreindur fjöldi til viðbótar hafi verið sendur í bráðabirgðatjaldbúðir í El Paso. Um þrjátíu börn eru sögð eftir í landamærastöðinni. „Hver vill annast þennan litla strák?“ Frásagnir barna sem voru hýst í landamærastöðinni sem lögfræðingarnir fengu að ræða við þóttu sláandi. Sumir demókratar líktu þeim við fangabúðir. „Landamæravörður kom inn í herbergið okkar með tveggja ára gamlan strák og spurði okkur: „Hver vill annast þennan litla strák?“ Önnur stelpa sagðist ætla að sjá um hann en hún missti áhugann eftir nokkrar klukkustundir svo ég fór að annast hann í gær,“ sagði ein stúlka við lögfræðingana, að sögn AP-fréttastofunnar. Drengurinn er sagður hafa var hlandblautur með enga bleyju og bolurinn hans hafi verið útataður í hori þegar lögfræðingarnir fengu að hitta hann. „Á mínum tuttugu og tveimur árum af því að heimsækja börn í haldi hef ég aldrei heyrt um svo mikla ómannúð,“ segir Holly Cooper, aðstoðarforstöðumaður útlendingalagastofnunar Kaliforníuháskóla.Leiðin úr örbirgð í Mið-Ameríku til fyrirheitna landsins í norðri er þyrnum stráð. Yfirvöld í Mexíkó fundu lík manns og tæplega tveggja ára gamallar dóttur hans í ánni Río Grande í gær. Talið er að þau hafi verið frá El Salvador og drukknað við að reyna að komast yfir ána.Vísir/EPALátast úr hita og vökvaskorti Á sama tíma berast fregnir af því að fólk láti lífið við það að reyna að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. Sjö innflytjendur fundust látnir nærri ánni Río Grande í suðurhluta Texas í gær. Þar á meðal var kona, tvö ungbörn og annað ungt barn.Reuters-fréttastofan segir að talið sé að fólkið hafi látist af völdum hita og vökvaskorts. Mögulegt sé að það hafi verið látið í nokkra daga áður en landamæraverðir fundu líkin. Annað lík sem var farið að láta á sjá fannst nærri ánni í síðustu viku. „Öfgahitinn á þessum árstíma getur verið banvænn,“ segir Raul Ortiz, svæðisstjóri landamæraeftirlitsins í Del Río. Eftir að ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta setti takmörk á hversu margir gætu sótt um hæli á landamærunum á hverjum degi eru margir innflytjendur sagðir leggja í hættulegan leiðangur til að komast yfir landamærin. Margir þeirra hafa látið lífi á lélegum flekum á Río Grande, þar á meðal þrjú börn og karlmaður frá Hondúras í apríl, eða orðið óbyggðunum að bráð. Í fyrra létust 283 innflytjendur á landamærunum samkvæmt tölum bandaríska landamæraeftirlitsins. Mannréttindasamtök telja tölu látinna enn hærri þar sem líkamsleifar margra þeirra sem farast finnst aldrei og tölur landamæraeftirlitsins taki ekki með í reikninginn öll dauðsföll sem sveitarstjórnir á svæðinu halda utan um. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa fært á þriðja hundrað innflytjendabörn sem þau höfðu haldið í landamærastöð í Texas í önnur úrræði. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga.Varað er við mynd sem birtist neðar í fréttinni sem gæti valdið óhug. Tugir þúsunda innflytjenda hafa streymt yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna undanfarnar vikur og mánuði. Í mörgum tilfellum er um að ræða börn sem koma án foreldra eða forráðamanna. Eftir að lögfræðingar fengu að heimsækja landamærastöð í bænum Clint í Texas í síðustu viku bárust fréttir af því að börnin þar hefðu sum dvalið þar í margar vikur þrátt að þeim eigi samkvæmt reglum að koma í hendur heilbrigðisyfirvalda innan þriggja sólahringa. Skýli þeirra eru yfirfull. Þau hefðu ekki aðgang að sápu, hreinum fötum eða viðunandi mat og vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman. Önnur voru veik og hefði inflúensa greinst í einhverjum þeirra. Börnin í landamærastöðinni í Clint nærri El Paso höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningsmæðra sem var einnig haldið þar. „Skammtímaskýli okkar eru ekki hönnuð til að halda viðkvæmum hópum og við þurfi nauðsynlega á mannúðarstuðningi að halda til að ná tökum á þessu neyðarástandi,“ segir landamæraeftirlitið við AP-fréttastofuna.Frá innflytjendaskýli landamæraeftirlitsins í McAllen í Texas í fyrra. Þar er fólki sem hefur komið ólöglega yfir landamærin frá Mexíkó haldið fyrst um sinn.Vísir/APFimm börn dáið síðasta misserið Fregnir af slæmum aðbúnaði barna hafa borist frá fleiri skýlum þar sem bandaríska tolla- og landamæraeftirlitið heldur þeim sem hafa komið yfir landamærin frá Mexíkó. AP-fréttastofan segir að fimm börn hafi dáið í haldi yfirvalda frá því seint í fyrra. John Sanders, starfandi forstjóri tolla- og landamæraeftirlitsins, sagði í síðustu viku að stofnunin væri nú með um 15.000 manns í haldi. Hámarksfjöldinn sem hún taldi sig geta tekið við væri 4.000.New York Times segir að 249 börn hafi verið færð úr landamærastöðinni í Clint í neyðarskýlakerfi sem stofnun sem sér um að koma flóttamönnum fyrir rekur. Ótilgreindur fjöldi til viðbótar hafi verið sendur í bráðabirgðatjaldbúðir í El Paso. Um þrjátíu börn eru sögð eftir í landamærastöðinni. „Hver vill annast þennan litla strák?“ Frásagnir barna sem voru hýst í landamærastöðinni sem lögfræðingarnir fengu að ræða við þóttu sláandi. Sumir demókratar líktu þeim við fangabúðir. „Landamæravörður kom inn í herbergið okkar með tveggja ára gamlan strák og spurði okkur: „Hver vill annast þennan litla strák?“ Önnur stelpa sagðist ætla að sjá um hann en hún missti áhugann eftir nokkrar klukkustundir svo ég fór að annast hann í gær,“ sagði ein stúlka við lögfræðingana, að sögn AP-fréttastofunnar. Drengurinn er sagður hafa var hlandblautur með enga bleyju og bolurinn hans hafi verið útataður í hori þegar lögfræðingarnir fengu að hitta hann. „Á mínum tuttugu og tveimur árum af því að heimsækja börn í haldi hef ég aldrei heyrt um svo mikla ómannúð,“ segir Holly Cooper, aðstoðarforstöðumaður útlendingalagastofnunar Kaliforníuháskóla.Leiðin úr örbirgð í Mið-Ameríku til fyrirheitna landsins í norðri er þyrnum stráð. Yfirvöld í Mexíkó fundu lík manns og tæplega tveggja ára gamallar dóttur hans í ánni Río Grande í gær. Talið er að þau hafi verið frá El Salvador og drukknað við að reyna að komast yfir ána.Vísir/EPALátast úr hita og vökvaskorti Á sama tíma berast fregnir af því að fólk láti lífið við það að reyna að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. Sjö innflytjendur fundust látnir nærri ánni Río Grande í suðurhluta Texas í gær. Þar á meðal var kona, tvö ungbörn og annað ungt barn.Reuters-fréttastofan segir að talið sé að fólkið hafi látist af völdum hita og vökvaskorts. Mögulegt sé að það hafi verið látið í nokkra daga áður en landamæraverðir fundu líkin. Annað lík sem var farið að láta á sjá fannst nærri ánni í síðustu viku. „Öfgahitinn á þessum árstíma getur verið banvænn,“ segir Raul Ortiz, svæðisstjóri landamæraeftirlitsins í Del Río. Eftir að ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta setti takmörk á hversu margir gætu sótt um hæli á landamærunum á hverjum degi eru margir innflytjendur sagðir leggja í hættulegan leiðangur til að komast yfir landamærin. Margir þeirra hafa látið lífi á lélegum flekum á Río Grande, þar á meðal þrjú börn og karlmaður frá Hondúras í apríl, eða orðið óbyggðunum að bráð. Í fyrra létust 283 innflytjendur á landamærunum samkvæmt tölum bandaríska landamæraeftirlitsins. Mannréttindasamtök telja tölu látinna enn hærri þar sem líkamsleifar margra þeirra sem farast finnst aldrei og tölur landamæraeftirlitsins taki ekki með í reikninginn öll dauðsföll sem sveitarstjórnir á svæðinu halda utan um.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira