Fjörutíu missa vinnuna hjá Tölvuteki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2019 12:52 Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvuteks, ætlar að ræða lokunina við fjölmiðla á morgun. Fréttablaðið/Anton Brink Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri Tölvuteks í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til starfsmannafundar í morgun. Þar var fólki tjáð um fyrirhugaða lokun og að fólk myndi missa vinnuna. Ástæðan var sögð rekstrarerfiðleikar hjá versluninni. Voru starfsmenn hvattir til að leita til Vinnumálastofnunar varðandi réttindi sín. Lokunin hefur vakið mikla athygli enda verslunin verið leiðandi í tölvubransanum undanfarin tólf ár. Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem birtist óvænt á Facebook-síðu þess í morgun segir að lokunina megi rekja til „óviðráðanlegra ástæðna“. Samkvæmt heimildum fréttastofu komu tíðindin í morgun starfsfólki ekki í opna skjöldu. Höfðu margir heyrt undanfarna daga að reksturinn gengi illa og allra veðra von í þeim efnum. Orðrómurinn var svo staðfestur í dag.Úr verslun Tölvuteks í Hallarmúla í dag.Vísir/EgillDaníel segir að Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvuteks, svari alfarið fjölmiðlum varðandi tíðindin í dag. Von sé á tilkynningu frá fyrirtækinu en það verði þó líklega ekki fyrr en á morgun. Viðskiptavinir gráta margir hverjir lokunina á Facebook-síðu fyrirtækisins en aðrir eru ósáttir við þessa skyndilegu lokun hagsmuna sinna vegna. Óttast þeir um gjafabréf sín, vörur sem eru í viðgerð og fleira í þeim dúrnum. Því er beint til viðskiptavina fyrirtækisins í tilkynningu að starfsfólk Tölvuteks verði í símasambandi næstu daga við þá sem eiga tölvubúnað í viðgerð. Búnaðinum verði komið til þeirra viðskiptavina sem hann eiga. Þá sé verið að vinna í ábyrgðarmálum en ferli fyrir öll vörumerki í verslununum verður tilkynnt fljótlega.Skilaboð eru í glugga verslunarinnar.Vísir/Egill Akureyri Neytendur Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira
Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri Tölvuteks í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til starfsmannafundar í morgun. Þar var fólki tjáð um fyrirhugaða lokun og að fólk myndi missa vinnuna. Ástæðan var sögð rekstrarerfiðleikar hjá versluninni. Voru starfsmenn hvattir til að leita til Vinnumálastofnunar varðandi réttindi sín. Lokunin hefur vakið mikla athygli enda verslunin verið leiðandi í tölvubransanum undanfarin tólf ár. Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem birtist óvænt á Facebook-síðu þess í morgun segir að lokunina megi rekja til „óviðráðanlegra ástæðna“. Samkvæmt heimildum fréttastofu komu tíðindin í morgun starfsfólki ekki í opna skjöldu. Höfðu margir heyrt undanfarna daga að reksturinn gengi illa og allra veðra von í þeim efnum. Orðrómurinn var svo staðfestur í dag.Úr verslun Tölvuteks í Hallarmúla í dag.Vísir/EgillDaníel segir að Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvuteks, svari alfarið fjölmiðlum varðandi tíðindin í dag. Von sé á tilkynningu frá fyrirtækinu en það verði þó líklega ekki fyrr en á morgun. Viðskiptavinir gráta margir hverjir lokunina á Facebook-síðu fyrirtækisins en aðrir eru ósáttir við þessa skyndilegu lokun hagsmuna sinna vegna. Óttast þeir um gjafabréf sín, vörur sem eru í viðgerð og fleira í þeim dúrnum. Því er beint til viðskiptavina fyrirtækisins í tilkynningu að starfsfólk Tölvuteks verði í símasambandi næstu daga við þá sem eiga tölvubúnað í viðgerð. Búnaðinum verði komið til þeirra viðskiptavina sem hann eiga. Þá sé verið að vinna í ábyrgðarmálum en ferli fyrir öll vörumerki í verslununum verður tilkynnt fljótlega.Skilaboð eru í glugga verslunarinnar.Vísir/Egill
Akureyri Neytendur Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira
Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08