Einkaneysla minnkar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2019 16:30 Það sést meðal annars samdráttur í matvöruverslun í gögnum Meniga. vísir/hanna Ef marka má gögn frá fjártæknifyrirtækinu Meniga héldu Íslendingar að sér höndum þegar kemur að einkaneyslu á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Einkaneysla í þremur flokkum hjá Meniga dróst þannig saman frá janúar til apríl á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Flokkarnir þrír eru fatnaður og fylgihlutir, veitingastaðir og matvara. Flokkurinn fatnaður og fylgihlutir sýnir umfang kaupa notenda Meniga í fata- og skóbúðum, íþróttavöruverslunum, skartgripabúðum og snyrtivöruverslunum. Heildarvelta í þessum flokki jókst um 13,7 prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2018 samanborið við sama tímabil árið á undan. Heildarveltan dróst svo saman um 5,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2019 samanborið við árið 2018, en mikilvægt er að minna á útsöluáhrif í janúar til febrúar. Þegar kemur að skyndibita, veitingastöðum, börum, kaffihúsum og bakaríum er síðan mikill munur á árunum 2018 og 2019 þar sem heildarvelta dróst saman um 11,9 prósent milli ára. Á matvörumarkaðnum er munurinn á milli 2018 og 2019 svo 8,2 prósent. Notendur Meniga eyða minna í hverri verslunarheimsókn í ár heldur en í fyrra og fara á sama tíma sjaldnar að versla. Tíðni viðskipta er almennt mjög mikil á matvörumarkaði og því hefur hvert prósent mikið vægi á þeim markaði. „Þetta er ekkert rosalegur munur en hvert prósent telur svo mikið á þessum markaði,“ segir Hlynur Hauksson, viðskiptastjóri hjá Meniga, í samtali við Vísi. „Við erum að skoða þarna fyrstu fjóra mánuði ársins. Þarna eru harðar kjarabaráttur, WOW air verður gjaldþrota í mars. Þetta var svona tími þar sem það var smá óöryggi og þess vegna langaði okkur að skoða hvort þetta væri að hafa áhrif eða ekki,“ segir Hlynur. Þá nefnir hann veitingageirann þar sem heildarvelta dregst töluvert saman eftir að hafa farið upp á milli áranna 2017 og 2018 og færslufjöldi dregst líka saman á milli 2018 og 2019 og voru færslurnar í ár færri en árið 2017. Neytendur Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Ef marka má gögn frá fjártæknifyrirtækinu Meniga héldu Íslendingar að sér höndum þegar kemur að einkaneyslu á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Einkaneysla í þremur flokkum hjá Meniga dróst þannig saman frá janúar til apríl á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Flokkarnir þrír eru fatnaður og fylgihlutir, veitingastaðir og matvara. Flokkurinn fatnaður og fylgihlutir sýnir umfang kaupa notenda Meniga í fata- og skóbúðum, íþróttavöruverslunum, skartgripabúðum og snyrtivöruverslunum. Heildarvelta í þessum flokki jókst um 13,7 prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2018 samanborið við sama tímabil árið á undan. Heildarveltan dróst svo saman um 5,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2019 samanborið við árið 2018, en mikilvægt er að minna á útsöluáhrif í janúar til febrúar. Þegar kemur að skyndibita, veitingastöðum, börum, kaffihúsum og bakaríum er síðan mikill munur á árunum 2018 og 2019 þar sem heildarvelta dróst saman um 11,9 prósent milli ára. Á matvörumarkaðnum er munurinn á milli 2018 og 2019 svo 8,2 prósent. Notendur Meniga eyða minna í hverri verslunarheimsókn í ár heldur en í fyrra og fara á sama tíma sjaldnar að versla. Tíðni viðskipta er almennt mjög mikil á matvörumarkaði og því hefur hvert prósent mikið vægi á þeim markaði. „Þetta er ekkert rosalegur munur en hvert prósent telur svo mikið á þessum markaði,“ segir Hlynur Hauksson, viðskiptastjóri hjá Meniga, í samtali við Vísi. „Við erum að skoða þarna fyrstu fjóra mánuði ársins. Þarna eru harðar kjarabaráttur, WOW air verður gjaldþrota í mars. Þetta var svona tími þar sem það var smá óöryggi og þess vegna langaði okkur að skoða hvort þetta væri að hafa áhrif eða ekki,“ segir Hlynur. Þá nefnir hann veitingageirann þar sem heildarvelta dregst töluvert saman eftir að hafa farið upp á milli áranna 2017 og 2018 og færslufjöldi dregst líka saman á milli 2018 og 2019 og voru færslurnar í ár færri en árið 2017.
Neytendur Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira