Spænska „hjörðin“ dæmd fyrir hópnauðgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2019 14:45 José Ángel Prenda og Alfonso Jesús Cabezuelo sjást hér koma fyrir rétt í dag. vísir/getty Hæstiréttur Spánar hefur dæmt fimm spænska menn, sem ganga undir nafninu „Hjörðin“ eða „La Manada“, í fimmtán ára fangelsi fyrir hópnauðgun. Rétturinn snýr þannig við vægari dómum neðri dómstiga í landinu sem höfðu ekki fundið mennina seka um nauðgun heldur kynferðisbrot. Mennirnir heita José Ángel Prenda, Jesús Escudero, Alfonso Jesús Cabezuelo, Antonio Manuel Guerrero og Ángel Boza. Í apríl í fyrra voru þeir dæmdir í níu ára fangelsi í undirrétti í Navarra. Voru þeir dæmdir fyrir kynferðisbrot en ekki fyrir alvarlegra kynferðisofbeldi þar sem dómurinn taldi ekki sannað að mennirnir hefðu beitt konuna ofbeldi eða ógnað henni þó þeir hefðu misnotað hana.Ekkert samþykki og í mjög ógnvekjandi aðstæðum Þessi dómur undirréttarins er að mati hæstaréttar Spánar rangur. Rétturinn telur sannað að konan hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir samræði við mennina heldur hafi hún verið í mjög ógnvekjandi aðstæðum. Þá voru aðstæðurnar sérstaklega ógnvekjandi þar sem mennirnir voru fleiri en tveir. Nauðgunin átti sér stað í júlí 2016 í borginni Pamplona þegar árlegt nautahlaup sem haldið er þar fór fram. Mennirnir drógu konuna, sem þá var 18 ára gömul, inn í anddyri íbúðahúss þar sem þeir klæddu hana úr og brutu gegn henni. Þá stal einn mannanna símanum hennar og bætast tvö ár við refsingu hans vegna þjófnaðarins. Sumir af mönnunum tóku glæpinn upp á myndband og sendu það svo sín á milli í WhatsApp-hópnum „La Manada“. Myndbandið var síðan eitt aðalsönnunargagnið í málinu. Mennirnir fimm eru nú í haldi lögreglu þar sem óttast var að þeir myndu flýja í kjölfar dómsins en þeir hafa þar til nú gengið lausir. Málið vakið mikla hneykslun ekki bara á Spáni heldur víða um heim. Konur mótmæltu þeim vægu dómum sem mennirnir hlutu á lægri dómstigum og þá var þeim spænsku lögum sem sneru að nauðgun breytt vegna málsins. Nánar má lesa um dóminn á vef BBC og á vef El País. Spánn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira
Hæstiréttur Spánar hefur dæmt fimm spænska menn, sem ganga undir nafninu „Hjörðin“ eða „La Manada“, í fimmtán ára fangelsi fyrir hópnauðgun. Rétturinn snýr þannig við vægari dómum neðri dómstiga í landinu sem höfðu ekki fundið mennina seka um nauðgun heldur kynferðisbrot. Mennirnir heita José Ángel Prenda, Jesús Escudero, Alfonso Jesús Cabezuelo, Antonio Manuel Guerrero og Ángel Boza. Í apríl í fyrra voru þeir dæmdir í níu ára fangelsi í undirrétti í Navarra. Voru þeir dæmdir fyrir kynferðisbrot en ekki fyrir alvarlegra kynferðisofbeldi þar sem dómurinn taldi ekki sannað að mennirnir hefðu beitt konuna ofbeldi eða ógnað henni þó þeir hefðu misnotað hana.Ekkert samþykki og í mjög ógnvekjandi aðstæðum Þessi dómur undirréttarins er að mati hæstaréttar Spánar rangur. Rétturinn telur sannað að konan hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir samræði við mennina heldur hafi hún verið í mjög ógnvekjandi aðstæðum. Þá voru aðstæðurnar sérstaklega ógnvekjandi þar sem mennirnir voru fleiri en tveir. Nauðgunin átti sér stað í júlí 2016 í borginni Pamplona þegar árlegt nautahlaup sem haldið er þar fór fram. Mennirnir drógu konuna, sem þá var 18 ára gömul, inn í anddyri íbúðahúss þar sem þeir klæddu hana úr og brutu gegn henni. Þá stal einn mannanna símanum hennar og bætast tvö ár við refsingu hans vegna þjófnaðarins. Sumir af mönnunum tóku glæpinn upp á myndband og sendu það svo sín á milli í WhatsApp-hópnum „La Manada“. Myndbandið var síðan eitt aðalsönnunargagnið í málinu. Mennirnir fimm eru nú í haldi lögreglu þar sem óttast var að þeir myndu flýja í kjölfar dómsins en þeir hafa þar til nú gengið lausir. Málið vakið mikla hneykslun ekki bara á Spáni heldur víða um heim. Konur mótmæltu þeim vægu dómum sem mennirnir hlutu á lægri dómstigum og þá var þeim spænsku lögum sem sneru að nauðgun breytt vegna málsins. Nánar má lesa um dóminn á vef BBC og á vef El País.
Spánn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira