Faðir Beyoncé segir hana hafa hagnast á því að vera með ljósari húð Sylvía Hall skrifar 20. júní 2019 14:07 Mathew Knowles ásamt dóttur sinni Beyoncé. Vísir/Getty Mathew Knowles, faðir stjórstjörnunnar Beyoncé og fyrrum umboðsmaður hljómsveitarinnar Destiny‘s Child, segir feril dóttur sinnar hafa náð meira flugi en ferill annarra í hljómsveitinni vegna þess að hún er með ljósari húð. Þetta kemur fram á vef Variety. Mathew Knowles hefur kennt áfanga á háskólastigi þar sem málefni þeldökkra eru rannsökuð. Í áfanganum rannsakaði Knowles mismunun kvenna í tónlistarbransanum yfir fimmtán ára tímabil og komst að því að í flestum tilfellum gekk konum með ljósari húð betur en þeim sem voru dekkri yfirlitum. Í viðtali við The Clay Cane Show sagði Knowles margar stjörnur samtímans hafa hagnast af þessum mismuni, þar á meðal dóttir hans Beyoncé. Þá nefndi hann einnig Aliciu Keys, Mariuh Carey, Rihönnu og Nicki Minaj.Whitney Houston lést árið 2012, þá aðeins 48 ára.vísir/gettyLétu Whitney Houston virka ljósari yfirlitum „Í tónlistarbransanum er enn aðskilnaðarstefna,“ sagði Knowles og benti á að háttsettir innan tónlistarbransann væru enn með ákveðna hugmynd af því hvað þætti „fallegt“. „Ef þú horfir til baka til tímans þegar Whitney Houston var stórstjarna, hvernig þeir gerðu húð hennar ljósari til þess að láta hana virðast ljósari yfirlitum, það er vegna þess að það er þessi hugmynd um að því ljósari sem þú ert, því gáfaðari og fjárhagslega sterkari ertu,“ sagði Knowles í viðtalinu. Hann segir þennan mismun ekki einungis bundinn við fólk utan þess hóps heldur þekkist þetta vel á meðal þeirra sem sjálfir eru þeldökkir. Gott dæmi um það sé munur á velgengni Beyoncé og Kelly Rowland sem var með henni í Destiny‘s Child. „Hún er frábært dæmi. Það góða við það er að Kelly stóð sig frábærlega utan Bandaríkjanna, sérstaklega í Ástralíu. Kelly seldi yfir fjórar milljónir platna. Hún fór bara aðrar leiðir,“ sagði Knowles. Hollywood Tónlist Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira
Mathew Knowles, faðir stjórstjörnunnar Beyoncé og fyrrum umboðsmaður hljómsveitarinnar Destiny‘s Child, segir feril dóttur sinnar hafa náð meira flugi en ferill annarra í hljómsveitinni vegna þess að hún er með ljósari húð. Þetta kemur fram á vef Variety. Mathew Knowles hefur kennt áfanga á háskólastigi þar sem málefni þeldökkra eru rannsökuð. Í áfanganum rannsakaði Knowles mismunun kvenna í tónlistarbransanum yfir fimmtán ára tímabil og komst að því að í flestum tilfellum gekk konum með ljósari húð betur en þeim sem voru dekkri yfirlitum. Í viðtali við The Clay Cane Show sagði Knowles margar stjörnur samtímans hafa hagnast af þessum mismuni, þar á meðal dóttir hans Beyoncé. Þá nefndi hann einnig Aliciu Keys, Mariuh Carey, Rihönnu og Nicki Minaj.Whitney Houston lést árið 2012, þá aðeins 48 ára.vísir/gettyLétu Whitney Houston virka ljósari yfirlitum „Í tónlistarbransanum er enn aðskilnaðarstefna,“ sagði Knowles og benti á að háttsettir innan tónlistarbransann væru enn með ákveðna hugmynd af því hvað þætti „fallegt“. „Ef þú horfir til baka til tímans þegar Whitney Houston var stórstjarna, hvernig þeir gerðu húð hennar ljósari til þess að láta hana virðast ljósari yfirlitum, það er vegna þess að það er þessi hugmynd um að því ljósari sem þú ert, því gáfaðari og fjárhagslega sterkari ertu,“ sagði Knowles í viðtalinu. Hann segir þennan mismun ekki einungis bundinn við fólk utan þess hóps heldur þekkist þetta vel á meðal þeirra sem sjálfir eru þeldökkir. Gott dæmi um það sé munur á velgengni Beyoncé og Kelly Rowland sem var með henni í Destiny‘s Child. „Hún er frábært dæmi. Það góða við það er að Kelly stóð sig frábærlega utan Bandaríkjanna, sérstaklega í Ástralíu. Kelly seldi yfir fjórar milljónir platna. Hún fór bara aðrar leiðir,“ sagði Knowles.
Hollywood Tónlist Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira