Loftslagsbreytingar og álag og öryggi bygginga Sigríður Ósk Bjarnadóttir skrifar 20. júní 2019 07:00 Hitastig jarðar hefur hækkað á síðustu öld. Þessi hlýnun hefur í för með sér bráðnun jökla, hækkun sjárvarmáls, hlýnun sjávar og auknar líkur á öfgaveðri. Vísindamenn eru almennt sammála um að þessi hlýnun sé af mannavöldum. Það hefur verið mikil aukning í losun á gróðurhúsalofttegundum á síðustu árum vegna aukins iðnaðar. 55 ríki undirrituðu Parísarsáttmálann 2015 með það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland er aðildarríki að sáttmálanum og hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030. En þrátt fyrir þessa stefnu erum við nú þegar byrjuð að glíma við þær afleiðingar sem fóru af stað í kjölfar iðnbyltingarinnar. Mikið hefur verið rætt um ýmsar aðgerðir í byggingariðnaðinum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Til dæmis er Nýsköpunarmiðstöð Íslands að þróa og prófa vistvæna steypu. Límtré (CLT, Cross Laminated Timber) er að ryðja sér til rúms sem byggingarefni í einbýlis- og fjölbýlishúsum hérlendis. Minna hefur verið rætt um aðlögunaraðgerðir, þ.e. hvað erum við að gera til þess að aðlagast þeim loftslagsbreytingum sem eru nú þegar til staðar? Byggingar eru hannaðar til þess að standast ákveðnar álagsforsendur. Það er að segja efnisstyrkur þarf að vera nægur til þess að standast ákveðið álag. Það eru samt óvissuþættir sem eiga alltaf eftir að leiða til einhvers tjóns. Það er ákveðin óvissa í framleiðslu á byggingarefnum og í uppbyggingu bygginga. Það má reikna með enn meiri óvissu þegar það er verið að áætla álag vegna veðurs. Það er of kostnaðarsamt að hanna til að koma í veg fyrir öll tjón og þess vegna þurfa hönnuðir og notendur að sætta sig við ákveðna áhættu í áreiðanleika bygginga. Álagsforsendur eru að hluta til ákvarðaðar út frá veðurfari. Byggingar þurfa að standast ákveðið álag frá veðri eins og til dæmis vindálag, rigningarálag og snjóálag. Þegar álagsforsendurnar eru ákvarðaðar er litið til fortíðarinnar. Ef gert er ráð fyrir því að veðurfar muni breytast vegna aukinna gróðurhúsalofttegunda þá þarf að skoða hvaða breytingar eiga eftir að eiga sér stað á líftíma byggingarinnar. Náttúruhamfaratryggingar Íslands reikna að um einn fjórði af tjónakostnaði síðustu þrjátíu ára sé tilkominn vegna atburða sem tengjast loftslagi. Tryggingafélög í Bandaríkjunum og Bretlandi eru nú farin að mælast til þess að byggingar staðsettar á skilgreindum hættusvæðum séu hannaðar á grunnvelli álagsforsendna sem eru 10-20% hærri en hönnunarforsendur í byggingarreglugerð segja til um. Með því að hækka grunngildi álags er verið að knýja fram sterkari hönnunarlausnir. Ef það má áætla að veðurfar breytist vegna breytinga í loftslagi verða byggingarnar okkar ekki að vera tilbúnar til þessa að standast það álag? Það er brýnt að skoða hversu mikilla breytinga í álagsforsendum má vænta á næstu 100 árum. Meta þarf hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar til þess að draga úr tjónnæmi bygginga og athuga hversu lengi þær eru að borga sig. Einnig þarf að skoða hvað á að gera til þess að styrkja byggingarnar og mannvirkin sem eru nú þegar í notkun til að lágmarka tjón og kostnað í framtíðinni. Allar rannsóknir benda til þess að aðstæður eigi eftir að breytast og þegar við erum að horfa á 50 til 100 ára líftíma bygginga þarf að meta þessar breytingar og vera tilbúin fyrir framtíðina.Höfundur er doktor í byggingaverkfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Loftslagsmál Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Hitastig jarðar hefur hækkað á síðustu öld. Þessi hlýnun hefur í för með sér bráðnun jökla, hækkun sjárvarmáls, hlýnun sjávar og auknar líkur á öfgaveðri. Vísindamenn eru almennt sammála um að þessi hlýnun sé af mannavöldum. Það hefur verið mikil aukning í losun á gróðurhúsalofttegundum á síðustu árum vegna aukins iðnaðar. 55 ríki undirrituðu Parísarsáttmálann 2015 með það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland er aðildarríki að sáttmálanum og hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030. En þrátt fyrir þessa stefnu erum við nú þegar byrjuð að glíma við þær afleiðingar sem fóru af stað í kjölfar iðnbyltingarinnar. Mikið hefur verið rætt um ýmsar aðgerðir í byggingariðnaðinum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Til dæmis er Nýsköpunarmiðstöð Íslands að þróa og prófa vistvæna steypu. Límtré (CLT, Cross Laminated Timber) er að ryðja sér til rúms sem byggingarefni í einbýlis- og fjölbýlishúsum hérlendis. Minna hefur verið rætt um aðlögunaraðgerðir, þ.e. hvað erum við að gera til þess að aðlagast þeim loftslagsbreytingum sem eru nú þegar til staðar? Byggingar eru hannaðar til þess að standast ákveðnar álagsforsendur. Það er að segja efnisstyrkur þarf að vera nægur til þess að standast ákveðið álag. Það eru samt óvissuþættir sem eiga alltaf eftir að leiða til einhvers tjóns. Það er ákveðin óvissa í framleiðslu á byggingarefnum og í uppbyggingu bygginga. Það má reikna með enn meiri óvissu þegar það er verið að áætla álag vegna veðurs. Það er of kostnaðarsamt að hanna til að koma í veg fyrir öll tjón og þess vegna þurfa hönnuðir og notendur að sætta sig við ákveðna áhættu í áreiðanleika bygginga. Álagsforsendur eru að hluta til ákvarðaðar út frá veðurfari. Byggingar þurfa að standast ákveðið álag frá veðri eins og til dæmis vindálag, rigningarálag og snjóálag. Þegar álagsforsendurnar eru ákvarðaðar er litið til fortíðarinnar. Ef gert er ráð fyrir því að veðurfar muni breytast vegna aukinna gróðurhúsalofttegunda þá þarf að skoða hvaða breytingar eiga eftir að eiga sér stað á líftíma byggingarinnar. Náttúruhamfaratryggingar Íslands reikna að um einn fjórði af tjónakostnaði síðustu þrjátíu ára sé tilkominn vegna atburða sem tengjast loftslagi. Tryggingafélög í Bandaríkjunum og Bretlandi eru nú farin að mælast til þess að byggingar staðsettar á skilgreindum hættusvæðum séu hannaðar á grunnvelli álagsforsendna sem eru 10-20% hærri en hönnunarforsendur í byggingarreglugerð segja til um. Með því að hækka grunngildi álags er verið að knýja fram sterkari hönnunarlausnir. Ef það má áætla að veðurfar breytist vegna breytinga í loftslagi verða byggingarnar okkar ekki að vera tilbúnar til þessa að standast það álag? Það er brýnt að skoða hversu mikilla breytinga í álagsforsendum má vænta á næstu 100 árum. Meta þarf hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar til þess að draga úr tjónnæmi bygginga og athuga hversu lengi þær eru að borga sig. Einnig þarf að skoða hvað á að gera til þess að styrkja byggingarnar og mannvirkin sem eru nú þegar í notkun til að lágmarka tjón og kostnað í framtíðinni. Allar rannsóknir benda til þess að aðstæður eigi eftir að breytast og þegar við erum að horfa á 50 til 100 ára líftíma bygginga þarf að meta þessar breytingar og vera tilbúin fyrir framtíðina.Höfundur er doktor í byggingaverkfræði
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun