Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 16:45 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, breytti í dag reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. Breytingarnar fela í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Greint er frá reglugerðinni í Stjórnartíðindum og öðlast hún þegar gildi. Bræðurnir Mahdi og Ali Sarwari, sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra þar sem þeir höfðu fengið vernd í Grikklandi, falla báðir undir þessa nýbreyttu reglugerð samkvæmt upplýsingum Vísis. Þeir eiga því rétt á efnismeðferð sinnar umsóknar. Systkinin Zainab og Amir Safari munu uppfylla skilyrði reglugerðarinnar þann 10. júlí næstkomandi þegar 10 mánuðir verða liðnir frá því að þau sóttu hér um vernd ásamt móður sinni. Þau munu þá einnig eiga rétt á efnismeðferð hjá Útlendingastofnun. Mál barnanna fjögur hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeim átti öllum að vísa úr landi og til Grikklands á grundvelli þess að þar hafa þau fengið alþjóðlega vernd. Þá hefur Útlendingastofnun ekki tekið mál þeirra til efnismeðferðar vegna þess að þau hafa vernd í öðru landi og kærunefnd útlendingamála ekki fallist á endurupptökubeiðnir í málum þeirra. Samkvæmt lögum um útlendinga þurfa að vera liðnir meira en 12 mánuðir frá því að umsókn um alþjóðlega vernd barst fyrst íslenskum stjórnvöldum til þess að hún fái efnismeðferð ef tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Með breytingunni nú er þessi tími því styttur um tvo mánuði í tilfelli barna auk þess sem lögð er frumkvæðisskylda á stjórnvöld að taka mál til efnismeðferðar þegar þessar aðstæður eru fyrir hendi.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. 5. júlí 2019 15:23 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. Breytingarnar fela í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Greint er frá reglugerðinni í Stjórnartíðindum og öðlast hún þegar gildi. Bræðurnir Mahdi og Ali Sarwari, sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra þar sem þeir höfðu fengið vernd í Grikklandi, falla báðir undir þessa nýbreyttu reglugerð samkvæmt upplýsingum Vísis. Þeir eiga því rétt á efnismeðferð sinnar umsóknar. Systkinin Zainab og Amir Safari munu uppfylla skilyrði reglugerðarinnar þann 10. júlí næstkomandi þegar 10 mánuðir verða liðnir frá því að þau sóttu hér um vernd ásamt móður sinni. Þau munu þá einnig eiga rétt á efnismeðferð hjá Útlendingastofnun. Mál barnanna fjögur hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeim átti öllum að vísa úr landi og til Grikklands á grundvelli þess að þar hafa þau fengið alþjóðlega vernd. Þá hefur Útlendingastofnun ekki tekið mál þeirra til efnismeðferðar vegna þess að þau hafa vernd í öðru landi og kærunefnd útlendingamála ekki fallist á endurupptökubeiðnir í málum þeirra. Samkvæmt lögum um útlendinga þurfa að vera liðnir meira en 12 mánuðir frá því að umsókn um alþjóðlega vernd barst fyrst íslenskum stjórnvöldum til þess að hún fái efnismeðferð ef tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Með breytingunni nú er þessi tími því styttur um tvo mánuði í tilfelli barna auk þess sem lögð er frumkvæðisskylda á stjórnvöld að taka mál til efnismeðferðar þegar þessar aðstæður eru fyrir hendi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. 5. júlí 2019 15:23 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11
Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. 5. júlí 2019 15:23
Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16