Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2019 19:30 Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá. Yfirlæknir fæðingardeildar á Landspítalanum segir flokkun kvenna eftir kynþætti nauðsynlega í sjúkraskrá til að fá sem bestar upplýsingar um heilsufar. Ung kona segir niðurlægjandi að hafa verið flokkuð sem negríti þegar hún mætti í mæðravernd. Eva Þóra Hartmannsdóttir fór í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd í fyrradag. Við komu var henni gert að taka könnun um heilsufar og brá henni í brún þegar ljósmóðir hakaði við orðið „negríti“ á sjúkraskrá Evu. „Og hún hakar við „negríta“ þannig að ég sá það og þá spyr ég hana út í það og hún segir að þetta hafi alltaf verið svona og hafði ekki beint skýringu á því,“ sagði Eva Þóra Hartmannsdóttir, hjúkrunarfræðinemi. Negríti er afbrigði af orðinu negri sem löngum hefur þótt niðurlægjandi og fordómafullt. „Já mér finnst það. Ég tengi þetta ekki við allt annað orð sem getur þýtt eitthvað annað. Af því þetta er tengt mínum kynþætti þá tengi ég það strax við orðið negri,“ sagði Eva Þóra.Færsla Evu Þóru vakti athygli.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Það var í sjúkraskránni okkar áður þessi dálkur þar sem beðið er um að flokka konur eftir uppruna og hét „negríti“ en í nýjustu uppfærslunni sem kom í mars síðastliðnum þá er búið að breyta orðavalinu í afrískan uppruna,“ sagði Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans. Í sjúkraskrá er um fjóra flokka að ræða og er fólk flokkað eftir því hver uppruni þess er. Aðspurð hvers vegna slík flokkun á fólki sé til staðar segir Hulda að hún sé til að meta áhættuþætti. Til dæmis fyrir ýmsum sjúkdómum. Meðgöngusykursýki sé algengari hjá þeim sem eru ekki af kákasískum kynstofni. Það sé áhættuþáttur sem taka þurfi til greina og gera sérstakar ráðstafanir. Því sé flokkunin nauðsynleg að sögn Huldu. „Já hún er nauðsynleg til þess að við fáum sem bestar upplýsingar um konuna og högum mæðravend á sem bestan hátt,“ sagði Hulda. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Eva Þóra Hartmannsdóttir þurfti að gangast undir sykurþolspróf eingöngu vegna uppruna síns, að hennar eigin sögn. 3. júlí 2019 17:42 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá. Yfirlæknir fæðingardeildar á Landspítalanum segir flokkun kvenna eftir kynþætti nauðsynlega í sjúkraskrá til að fá sem bestar upplýsingar um heilsufar. Ung kona segir niðurlægjandi að hafa verið flokkuð sem negríti þegar hún mætti í mæðravernd. Eva Þóra Hartmannsdóttir fór í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd í fyrradag. Við komu var henni gert að taka könnun um heilsufar og brá henni í brún þegar ljósmóðir hakaði við orðið „negríti“ á sjúkraskrá Evu. „Og hún hakar við „negríta“ þannig að ég sá það og þá spyr ég hana út í það og hún segir að þetta hafi alltaf verið svona og hafði ekki beint skýringu á því,“ sagði Eva Þóra Hartmannsdóttir, hjúkrunarfræðinemi. Negríti er afbrigði af orðinu negri sem löngum hefur þótt niðurlægjandi og fordómafullt. „Já mér finnst það. Ég tengi þetta ekki við allt annað orð sem getur þýtt eitthvað annað. Af því þetta er tengt mínum kynþætti þá tengi ég það strax við orðið negri,“ sagði Eva Þóra.Færsla Evu Þóru vakti athygli.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Það var í sjúkraskránni okkar áður þessi dálkur þar sem beðið er um að flokka konur eftir uppruna og hét „negríti“ en í nýjustu uppfærslunni sem kom í mars síðastliðnum þá er búið að breyta orðavalinu í afrískan uppruna,“ sagði Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans. Í sjúkraskrá er um fjóra flokka að ræða og er fólk flokkað eftir því hver uppruni þess er. Aðspurð hvers vegna slík flokkun á fólki sé til staðar segir Hulda að hún sé til að meta áhættuþætti. Til dæmis fyrir ýmsum sjúkdómum. Meðgöngusykursýki sé algengari hjá þeim sem eru ekki af kákasískum kynstofni. Það sé áhættuþáttur sem taka þurfi til greina og gera sérstakar ráðstafanir. Því sé flokkunin nauðsynleg að sögn Huldu. „Já hún er nauðsynleg til þess að við fáum sem bestar upplýsingar um konuna og högum mæðravend á sem bestan hátt,“ sagði Hulda.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Eva Þóra Hartmannsdóttir þurfti að gangast undir sykurþolspróf eingöngu vegna uppruna síns, að hennar eigin sögn. 3. júlí 2019 17:42 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Eva Þóra Hartmannsdóttir þurfti að gangast undir sykurþolspróf eingöngu vegna uppruna síns, að hennar eigin sögn. 3. júlí 2019 17:42