Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2019 19:30 Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá. Yfirlæknir fæðingardeildar á Landspítalanum segir flokkun kvenna eftir kynþætti nauðsynlega í sjúkraskrá til að fá sem bestar upplýsingar um heilsufar. Ung kona segir niðurlægjandi að hafa verið flokkuð sem negríti þegar hún mætti í mæðravernd. Eva Þóra Hartmannsdóttir fór í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd í fyrradag. Við komu var henni gert að taka könnun um heilsufar og brá henni í brún þegar ljósmóðir hakaði við orðið „negríti“ á sjúkraskrá Evu. „Og hún hakar við „negríta“ þannig að ég sá það og þá spyr ég hana út í það og hún segir að þetta hafi alltaf verið svona og hafði ekki beint skýringu á því,“ sagði Eva Þóra Hartmannsdóttir, hjúkrunarfræðinemi. Negríti er afbrigði af orðinu negri sem löngum hefur þótt niðurlægjandi og fordómafullt. „Já mér finnst það. Ég tengi þetta ekki við allt annað orð sem getur þýtt eitthvað annað. Af því þetta er tengt mínum kynþætti þá tengi ég það strax við orðið negri,“ sagði Eva Þóra.Færsla Evu Þóru vakti athygli.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Það var í sjúkraskránni okkar áður þessi dálkur þar sem beðið er um að flokka konur eftir uppruna og hét „negríti“ en í nýjustu uppfærslunni sem kom í mars síðastliðnum þá er búið að breyta orðavalinu í afrískan uppruna,“ sagði Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans. Í sjúkraskrá er um fjóra flokka að ræða og er fólk flokkað eftir því hver uppruni þess er. Aðspurð hvers vegna slík flokkun á fólki sé til staðar segir Hulda að hún sé til að meta áhættuþætti. Til dæmis fyrir ýmsum sjúkdómum. Meðgöngusykursýki sé algengari hjá þeim sem eru ekki af kákasískum kynstofni. Það sé áhættuþáttur sem taka þurfi til greina og gera sérstakar ráðstafanir. Því sé flokkunin nauðsynleg að sögn Huldu. „Já hún er nauðsynleg til þess að við fáum sem bestar upplýsingar um konuna og högum mæðravend á sem bestan hátt,“ sagði Hulda. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Eva Þóra Hartmannsdóttir þurfti að gangast undir sykurþolspróf eingöngu vegna uppruna síns, að hennar eigin sögn. 3. júlí 2019 17:42 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá. Yfirlæknir fæðingardeildar á Landspítalanum segir flokkun kvenna eftir kynþætti nauðsynlega í sjúkraskrá til að fá sem bestar upplýsingar um heilsufar. Ung kona segir niðurlægjandi að hafa verið flokkuð sem negríti þegar hún mætti í mæðravernd. Eva Þóra Hartmannsdóttir fór í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd í fyrradag. Við komu var henni gert að taka könnun um heilsufar og brá henni í brún þegar ljósmóðir hakaði við orðið „negríti“ á sjúkraskrá Evu. „Og hún hakar við „negríta“ þannig að ég sá það og þá spyr ég hana út í það og hún segir að þetta hafi alltaf verið svona og hafði ekki beint skýringu á því,“ sagði Eva Þóra Hartmannsdóttir, hjúkrunarfræðinemi. Negríti er afbrigði af orðinu negri sem löngum hefur þótt niðurlægjandi og fordómafullt. „Já mér finnst það. Ég tengi þetta ekki við allt annað orð sem getur þýtt eitthvað annað. Af því þetta er tengt mínum kynþætti þá tengi ég það strax við orðið negri,“ sagði Eva Þóra.Færsla Evu Þóru vakti athygli.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Það var í sjúkraskránni okkar áður þessi dálkur þar sem beðið er um að flokka konur eftir uppruna og hét „negríti“ en í nýjustu uppfærslunni sem kom í mars síðastliðnum þá er búið að breyta orðavalinu í afrískan uppruna,“ sagði Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans. Í sjúkraskrá er um fjóra flokka að ræða og er fólk flokkað eftir því hver uppruni þess er. Aðspurð hvers vegna slík flokkun á fólki sé til staðar segir Hulda að hún sé til að meta áhættuþætti. Til dæmis fyrir ýmsum sjúkdómum. Meðgöngusykursýki sé algengari hjá þeim sem eru ekki af kákasískum kynstofni. Það sé áhættuþáttur sem taka þurfi til greina og gera sérstakar ráðstafanir. Því sé flokkunin nauðsynleg að sögn Huldu. „Já hún er nauðsynleg til þess að við fáum sem bestar upplýsingar um konuna og högum mæðravend á sem bestan hátt,“ sagði Hulda.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Eva Þóra Hartmannsdóttir þurfti að gangast undir sykurþolspróf eingöngu vegna uppruna síns, að hennar eigin sögn. 3. júlí 2019 17:42 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Eva Þóra Hartmannsdóttir þurfti að gangast undir sykurþolspróf eingöngu vegna uppruna síns, að hennar eigin sögn. 3. júlí 2019 17:42