Dómarinn hunsaði VAR-dómarana og neitaði í tvígang að skoða Varsjána Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 09:30 Lionel Messi reynir að tala við ekvadorska dómarann og aðstoðarmenn hans. AP//Ricardo Mazalan Argentínumenn hafa sent inn formlega kvörtun vegna ekvadorska dómarans sem dæmdi undanúrslitaleik Argentínu og Brasilíu í Copa America. Brasilía vann leikinn 2-0 og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Lionel Messi missir því af enn einum titlinum og hann var mjög reiður út í dómara leiksins í viðtölum eftir leik. Það er óvenjulegt að heyra Messi missa sig í viðtali en hann var mjög svekktur. Messi vildi eins og fleiri að dómarinn skoðaði betur tvö umdeild atvik þar sem argentínska liðið átti að fá vítaspyrnu. Nú eru komnar fram upplýsingar um að VAR-dómararnir hafi viljað að dómarinn skoðaði þessi atvik en að dómarinn frá Ekvador hafi tvisvar neitað að skoða Varsjána. Úrúgvæmaðurinn Leodan Gonzalez, sem var hæstráðandi í VAR-herberginu, segist hafa beðið Roddy Zambrano dómara um að skoða þessi atvik betur. Zambrano vildi aftur á móti ekki heyra á það minnst. Argentínska knattspyrnusambandið hefur nú óskað eftir því að samtal Zambrano dómara og VAR-herbergisins verði gert opinbert til að fá þetta á hreint. Suðurameríska sambandið, CONMEBOL, hefur staðfest að það voru einhver vandræði með VAR-kerfið fyrir leikinn í Belo Horizonte en það hafi verið búið að laga það þegar leikurinn hófst. Vandræðin tengdust því að Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, var meðal áhorfenda. Samskipti öryggisvarða hans voru á sömu tíðni og VAR-kerfið. Það verður fróðlegt að sjá hvort að argentínska sambandið fái það í gegn að samskipti dómarans og VAR-herbergisins verði gerð opinber og þetta mál kallar líka á umræðu um rétt VAR-dómaranna. Hversu miklu ráða þeir þegar umdeild atvik kalla á frekari skoðun? Copa América Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira
Argentínumenn hafa sent inn formlega kvörtun vegna ekvadorska dómarans sem dæmdi undanúrslitaleik Argentínu og Brasilíu í Copa America. Brasilía vann leikinn 2-0 og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Lionel Messi missir því af enn einum titlinum og hann var mjög reiður út í dómara leiksins í viðtölum eftir leik. Það er óvenjulegt að heyra Messi missa sig í viðtali en hann var mjög svekktur. Messi vildi eins og fleiri að dómarinn skoðaði betur tvö umdeild atvik þar sem argentínska liðið átti að fá vítaspyrnu. Nú eru komnar fram upplýsingar um að VAR-dómararnir hafi viljað að dómarinn skoðaði þessi atvik en að dómarinn frá Ekvador hafi tvisvar neitað að skoða Varsjána. Úrúgvæmaðurinn Leodan Gonzalez, sem var hæstráðandi í VAR-herberginu, segist hafa beðið Roddy Zambrano dómara um að skoða þessi atvik betur. Zambrano vildi aftur á móti ekki heyra á það minnst. Argentínska knattspyrnusambandið hefur nú óskað eftir því að samtal Zambrano dómara og VAR-herbergisins verði gert opinbert til að fá þetta á hreint. Suðurameríska sambandið, CONMEBOL, hefur staðfest að það voru einhver vandræði með VAR-kerfið fyrir leikinn í Belo Horizonte en það hafi verið búið að laga það þegar leikurinn hófst. Vandræðin tengdust því að Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, var meðal áhorfenda. Samskipti öryggisvarða hans voru á sömu tíðni og VAR-kerfið. Það verður fróðlegt að sjá hvort að argentínska sambandið fái það í gegn að samskipti dómarans og VAR-herbergisins verði gerð opinber og þetta mál kallar líka á umræðu um rétt VAR-dómaranna. Hversu miklu ráða þeir þegar umdeild atvik kalla á frekari skoðun?
Copa América Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira