Allir leikmenn Perú vildu greinilega kossinn frá leikkonunni og hún er búin að velja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 09:00 Leikmenn Peru fagna og til vinstri er umrædd Stephanie Cayo. Mynd/Samsett/AP og Getty Perú hefur sjaldan spilað betur en í nótt þegar liðið rúllaði 3-0 yfir Síle í undanúrslitaleik Suðurameríkubikarsins. Liðið sem skoraði aðeins þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum keppninnar og tapaði meðal annars 5-0 fyrir Brasilíu í riðlakeppninni er nú komið alla leið í úrslitaleikinn. Það er allt sem bendir til þess að loforð leikkonunnar fallegu Stephanie Cayo hafi heldur betur kveikt í perúsku landsliðsmönnunum. Frammistaða þeirra sá líka til þess að Perú mætir Brasilíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn.Y ahora BRASIL... pic.twitter.com/pRcx3MA0Y7 — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Stephanie Cayo er mikil fótboltaáhugakona og lofaði þeim leikmanni landsliðsins kossi sem tryggði liðinu sæti í úrslitaleiknum. Hin gullfallega Stephanie er leikkona, söngkona og fyrirsæta. Hún vakti mikla athygli fyrir leik sinn í Netflix-þáttunum Club de Cuervos sem eru um ríka fjölskyldu sem á fótboltalið. Perúska liðið spilaði sinn langbesta leik í keppninni í nótt, skoraði þrjú mörk og hélt marki sínu hreinu. Það voru því margar hetjur hjá liðinu. Enginn skoraði tvö mörk og ekki fær einn af markaskorurum liðsins kossinn. Stephanie Cayo birti val sitt á Twitter. Hún valdi markvörðinn Pedro Gallese. Pedro Gallese varði nokkrum sinnum vel frá Sílemönnum í seinni hálfleiknum og endaði síðan leikinn á því að verja víti. Hér fyrir neðan má sjá val Stephanie Cayo.Gallese — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Hún hrósaði líka öllu liðinu og að þeir hafi spilað eins og eitt lið í þessum leik. Þeir ættu í raun allir skilið koss. Það verður erfitt fyrir Stephanie Cayo að lofa einhverju meiru í úrslitaleiknum á móti Brasilíu á sunnudaginn. Það eru örugglega fáir utan Perú sem hafa trú á liðinu á móti gríðarlega sterku liði heimamanna. Önnur eins frammistaða og í nótt og þá er aldrei að vita.PARTIDAZO! Han jugado como un verdadero equipo. Un besazo se merecen! a mi selección a mi Perú. Que bárbaros. — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019 Copa América Perú Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Perú hefur sjaldan spilað betur en í nótt þegar liðið rúllaði 3-0 yfir Síle í undanúrslitaleik Suðurameríkubikarsins. Liðið sem skoraði aðeins þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum keppninnar og tapaði meðal annars 5-0 fyrir Brasilíu í riðlakeppninni er nú komið alla leið í úrslitaleikinn. Það er allt sem bendir til þess að loforð leikkonunnar fallegu Stephanie Cayo hafi heldur betur kveikt í perúsku landsliðsmönnunum. Frammistaða þeirra sá líka til þess að Perú mætir Brasilíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn.Y ahora BRASIL... pic.twitter.com/pRcx3MA0Y7 — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Stephanie Cayo er mikil fótboltaáhugakona og lofaði þeim leikmanni landsliðsins kossi sem tryggði liðinu sæti í úrslitaleiknum. Hin gullfallega Stephanie er leikkona, söngkona og fyrirsæta. Hún vakti mikla athygli fyrir leik sinn í Netflix-þáttunum Club de Cuervos sem eru um ríka fjölskyldu sem á fótboltalið. Perúska liðið spilaði sinn langbesta leik í keppninni í nótt, skoraði þrjú mörk og hélt marki sínu hreinu. Það voru því margar hetjur hjá liðinu. Enginn skoraði tvö mörk og ekki fær einn af markaskorurum liðsins kossinn. Stephanie Cayo birti val sitt á Twitter. Hún valdi markvörðinn Pedro Gallese. Pedro Gallese varði nokkrum sinnum vel frá Sílemönnum í seinni hálfleiknum og endaði síðan leikinn á því að verja víti. Hér fyrir neðan má sjá val Stephanie Cayo.Gallese — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Hún hrósaði líka öllu liðinu og að þeir hafi spilað eins og eitt lið í þessum leik. Þeir ættu í raun allir skilið koss. Það verður erfitt fyrir Stephanie Cayo að lofa einhverju meiru í úrslitaleiknum á móti Brasilíu á sunnudaginn. Það eru örugglega fáir utan Perú sem hafa trú á liðinu á móti gríðarlega sterku liði heimamanna. Önnur eins frammistaða og í nótt og þá er aldrei að vita.PARTIDAZO! Han jugado como un verdadero equipo. Un besazo se merecen! a mi selección a mi Perú. Que bárbaros. — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019
Copa América Perú Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira