Háir skjólveggir sagðir skemma götumyndina Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. júlí 2019 07:15 Sérstakir skjólveggjaskilmálar eru til staðar í Urriðaholti í Garðabæ og hafa íbúar í einhverjum tilfellum brotið gegn þeim. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Þetta er hlutur sem hefur byrjað smátt og smátt, haldið áfram og svo er þetta orðið það umsvifamikið að það er farið að skemma götumynd hverfisins,“ segir Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf., sem farið hefur fram á að Garðabær grípi inn í og geri eitthvað í of háum og fagurfræðilega ófullnægjandi skjólveggjum sem íbúar hafi verið að reisa í óleyfi. Sérstök ákvæði eru um framkvæmd og uppsetningu skjólveggja í deiliskipulagi hverfisins sem Jón Pálmi vill að bærinn fylgi eftir. Urriðaholt ehf. var upphaflegur eigandi landsins sem hverfið reis á og þróaði skipulag og hugmyndafræði þess í samráði við Garðabæ. Í bréfi Jóns Pálma, sem lagt var fyrir bæjarráð Garðabæjar í vikunni, segir að stór þáttur í skipulagi Urriðaholts sé að skapa aðlaðandi götumynd fyrir íbúa hverfisins. Ákvæði um skjólveggina hafi því verið sett til að tryggja það.Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf. Mynd/Urridaholt.isJón Pálmi segir að þrátt fyrir ítrekuð bréf Garðabæjar til lóðarhafa, húsfélaga, umræður á vettvangi íbúa, upplýsingar og ábendingar á heimasíðu félagsins þá sé staðan sú að í langan tíma hafi staðið skjólveggir sem „eru í hróplegu ósamræmi við deiliskipulag og til þess fallnir að rýra götumynd hverfisins. Farið er fram á að Garðabær bregðist nú þegar við óleyfisframkvæmdum og sjái til þess að þessum málum sé komið í lag,“ eins og segir í erindinu. „Einhverjir hafa brugðist við ábendingum Garðabæjar en aðrir ekki. Það er okkar mat að það sé enn mikið af þessu sem þarf að laga,“ segir Jón Pálmi í samtali við Fréttablaðið. Aðspurður segir hann skjólveggjaskilmálana fyrst og fremst fagurfræðilegs eðlis til að götumyndin haldi sér. Meiri bragur sé á því að horfa á fallega garða og húshliðar en röð af skjólveggjum með fram götunni. „Menn hafa verið að reisa of háa veggi og of nálægt lóðamörkum.“ Jón Pálmi segir að ekki sé hægt að láta þessar óleyfisframkvæmdir og brot á deiliskipulagi viðgangast og mikilvægt að bæjaryfirvöld sýni festu í þessu máli. Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Skipulag Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
„Þetta er hlutur sem hefur byrjað smátt og smátt, haldið áfram og svo er þetta orðið það umsvifamikið að það er farið að skemma götumynd hverfisins,“ segir Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf., sem farið hefur fram á að Garðabær grípi inn í og geri eitthvað í of háum og fagurfræðilega ófullnægjandi skjólveggjum sem íbúar hafi verið að reisa í óleyfi. Sérstök ákvæði eru um framkvæmd og uppsetningu skjólveggja í deiliskipulagi hverfisins sem Jón Pálmi vill að bærinn fylgi eftir. Urriðaholt ehf. var upphaflegur eigandi landsins sem hverfið reis á og þróaði skipulag og hugmyndafræði þess í samráði við Garðabæ. Í bréfi Jóns Pálma, sem lagt var fyrir bæjarráð Garðabæjar í vikunni, segir að stór þáttur í skipulagi Urriðaholts sé að skapa aðlaðandi götumynd fyrir íbúa hverfisins. Ákvæði um skjólveggina hafi því verið sett til að tryggja það.Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf. Mynd/Urridaholt.isJón Pálmi segir að þrátt fyrir ítrekuð bréf Garðabæjar til lóðarhafa, húsfélaga, umræður á vettvangi íbúa, upplýsingar og ábendingar á heimasíðu félagsins þá sé staðan sú að í langan tíma hafi staðið skjólveggir sem „eru í hróplegu ósamræmi við deiliskipulag og til þess fallnir að rýra götumynd hverfisins. Farið er fram á að Garðabær bregðist nú þegar við óleyfisframkvæmdum og sjái til þess að þessum málum sé komið í lag,“ eins og segir í erindinu. „Einhverjir hafa brugðist við ábendingum Garðabæjar en aðrir ekki. Það er okkar mat að það sé enn mikið af þessu sem þarf að laga,“ segir Jón Pálmi í samtali við Fréttablaðið. Aðspurður segir hann skjólveggjaskilmálana fyrst og fremst fagurfræðilegs eðlis til að götumyndin haldi sér. Meiri bragur sé á því að horfa á fallega garða og húshliðar en röð af skjólveggjum með fram götunni. „Menn hafa verið að reisa of háa veggi og of nálægt lóðamörkum.“ Jón Pálmi segir að ekki sé hægt að láta þessar óleyfisframkvæmdir og brot á deiliskipulagi viðgangast og mikilvægt að bæjaryfirvöld sýni festu í þessu máli.
Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Skipulag Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent