Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2019 11:30 Iðrandi játar Kolbeinn á sig vanþekkingu og vanmátt í málefnum flóttafólks. visir/vilhelm „Ég er hluti af því skrifræði. Ég er alþingismaður og ber sem slíkur ábyrgð á lagaumhverfinu, eins og hinir 62 kollegar mínir. Ábyrgð okkar sem myndum stjórnarmeirihlutann er enn ríkari en annara. Ég hef ekki staðið mig hvað þá ábyrgð varðar,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna í viðhorfspistli sem hann birtir á Vísi.Vísir greindi í morgun frá mikilli reiði sem brotist hefur út vegna mála afganskra barna sem til stendur að vísa úr landi. Stjórnvöld fá það óþvegið, ekki síst Vinstri grænir sem sakaðir eru um hræsni og aðgerðarleysi þó þeir vilji á tyllidögum skreyta sig mannúð. Reiðin hefur einkum beinst að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem og gagnvart Kolbeini sem lagði orð í belg í gærkvöldi. Og sagðist þá hafa bundið vonir við nefndarstörf í málinu. Iðrandi játar Kolbeinn á sig vanþekkingu og vanmátt. Hann hafi bent á að skóinn kreppi í málefnum flóttafólks, við ýmis tækifæri. En kerfið sé samt óbreytt og það sé ólíðandi. „Ég kann ekkert annað en að reyna að vekja athygli á þessum málum, reyna að hreyfa við hlutum og spyrjast fyrir, tala um það sem betur má fara, reyna að koma í veg fyrir að við eyðileggjum líf fólks með því að senda það út á guð og gaddinn. Einhverjum mun finnast það lítilfjörlegt, vilja róttækar aðgerðir strax. Það er gott, þannig á það að vera og ég tek af auðmýkt við réttlátri reiði yfir því að ég hafi ekki gert meira. Að stjórnvöld hafi ekki gert meira. Að Alþingi hafi ekki gert meira.“ Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Vinstri græn Tengdar fréttir Sýnum flóttafólki mannúð Fjölskylda telur sig komna í öruggt skjól. Börnin fara í skóla, eignast vini og taka þátt í félagslífi. Unglingsdóttir gengur í hljómsveit og nýtur þess að spila tónlist. 3. júlí 2019 11:25 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
„Ég er hluti af því skrifræði. Ég er alþingismaður og ber sem slíkur ábyrgð á lagaumhverfinu, eins og hinir 62 kollegar mínir. Ábyrgð okkar sem myndum stjórnarmeirihlutann er enn ríkari en annara. Ég hef ekki staðið mig hvað þá ábyrgð varðar,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna í viðhorfspistli sem hann birtir á Vísi.Vísir greindi í morgun frá mikilli reiði sem brotist hefur út vegna mála afganskra barna sem til stendur að vísa úr landi. Stjórnvöld fá það óþvegið, ekki síst Vinstri grænir sem sakaðir eru um hræsni og aðgerðarleysi þó þeir vilji á tyllidögum skreyta sig mannúð. Reiðin hefur einkum beinst að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem og gagnvart Kolbeini sem lagði orð í belg í gærkvöldi. Og sagðist þá hafa bundið vonir við nefndarstörf í málinu. Iðrandi játar Kolbeinn á sig vanþekkingu og vanmátt. Hann hafi bent á að skóinn kreppi í málefnum flóttafólks, við ýmis tækifæri. En kerfið sé samt óbreytt og það sé ólíðandi. „Ég kann ekkert annað en að reyna að vekja athygli á þessum málum, reyna að hreyfa við hlutum og spyrjast fyrir, tala um það sem betur má fara, reyna að koma í veg fyrir að við eyðileggjum líf fólks með því að senda það út á guð og gaddinn. Einhverjum mun finnast það lítilfjörlegt, vilja róttækar aðgerðir strax. Það er gott, þannig á það að vera og ég tek af auðmýkt við réttlátri reiði yfir því að ég hafi ekki gert meira. Að stjórnvöld hafi ekki gert meira. Að Alþingi hafi ekki gert meira.“
Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Vinstri græn Tengdar fréttir Sýnum flóttafólki mannúð Fjölskylda telur sig komna í öruggt skjól. Börnin fara í skóla, eignast vini og taka þátt í félagslífi. Unglingsdóttir gengur í hljómsveit og nýtur þess að spila tónlist. 3. júlí 2019 11:25 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Sýnum flóttafólki mannúð Fjölskylda telur sig komna í öruggt skjól. Börnin fara í skóla, eignast vini og taka þátt í félagslífi. Unglingsdóttir gengur í hljómsveit og nýtur þess að spila tónlist. 3. júlí 2019 11:25
„Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30