Brasilíumenn halda keppnina í ár og eru komnir í úrslitin eftir sigur á Argentínu. Nú er komið að Kyrrahafsstrandarþjóðunum tveimur að útkljá sína baráttu. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending tuttugu mínútum eftir miðnætti.
Síle hefur unnið tvær síðustu Copa America keppnir en það er mun lengra síðan Perúmenn komust svo langt.
Perú hefur ekki komist í úrslitaleik Copa America í 44 ár eða síðan að liðið vann keppnina árið 1975. Perúmenn hafa tapað í undanúrslitum í tveimur af síðustu þremur Suðurameríkukeppnum.
Perú sló Úrúgvæ óvænt út í átta liða úrslitunum og frammistaða liðsins í sumar hefur heillað alla perúsku þjóðina.
La fruta pic.twitter.com/SXjZQPsWwh
— Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) December 19, 2018
Þar á meðal er hin stórglæsilega leikkona Stephanie Cayo. Cayo er mikil fótboltaáhugakona og hún hefur nú heldur betur lofað landsliðsmanni Perú bónus takist liðinu að vinna leikinn í nótt.
„Ég er að íhuga það alvarlega að kyssa þann leikmenn Perú sem skorar sigurmarkið á móti Síle á miðvikudagskvöldið. Það yrði auðvitað að vera með hans leyfi" skrifaði Stephanie Cayo á Twitter.
Stephanie Cayo er þekkt leikkona sem hefur meðal annars leikið í Netflix-þáttunum Club de Cuervos og Yucatan.
Estoy pensando seriamente en regalarle un beso ( con permiso respectivo) al responsable de ganarle a Chile este Miércoles.#CopaAmerica2019
— Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) June 30, 2019