ESA segir Ísland þurfa að bæta eftirlit með ræktun á skelfiski Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2019 08:52 Tilgangur úttektar ESA var að staðfesta að opinbert eftirlit með heilbrigði lagareldisdýra á Íslandi sé í samræmi við löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins. Til lagareldisdýra teljast eldisfiskur, skeldýr og krabbadýr í eldi. Fréttablaðið/Anton Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að opinbert eftirlit á Íslandi með eldisfisk sé fullnægjandi en bæta þurfi eftirlit með ræktun á skelfiski. Þetta kemur fram í niðurstöðu skýrslu ESA vegna úttektar sem fram fór hér á landi í mars síðastliðnum. Í tilkynningu frá ESA vegna skýrslunnar segir að þrátt fyrir að eftirlit með heilbrigði eldisfisks sé gott þá var eftirlit með skelfiski og rannsóknir á afurðum þeirra ekki nægilegt og ekki í samræmi við EES-löggjöf. „Til þess að bregðast við þessu hefur Ísland, að beiðni ESA, þegar innleitt úrbótaáætlun varðandi bætt eftirlit með ræktun á skelfiski. Einnig hefur Ísland lagt fram áætlanir um úrbætur varðandi opinbert eftirlit við framleiðslu á eldisfiski,“ segir í tilkynningu ESA. Einnig er fjallað um skýrsluna á vef Matvælastofnunar (MAST). Þar kemur fram að eftirlitsheimsókn ESA hafi farið fram dagana 11. til 20. mars. „Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með heilbrigði lagareldisdýra á Íslandi sé í samræmi við löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins. Til lagareldisdýra teljast eldisfiskur, skeldýr og krabbadýr í eldi,“ segir á vef MAST. Þar segir jafnframt að í lokaskýrslu ESA komi fram tilmæli um lítilsháttar úrbætur. Þá segi einnig í skýrslunni að opinbert eftirlit dýralækna fisksjúkdóma sé reglubundið, áhættumiðað og vel skjalfest. „Meðal athugasemda ESA kemur fram að þrátt fyrir að staðan sé góð m.t.t. heilbrigðiseftirlits með eldisfiski sé staðan ekki eins góð hvað skeldýr varðar. Gerðar er athugasemdir m.a. við heilnæmiseftirlit og framkvæmd sýnatöku úr umhverfi og afurðum skelfisks. Athugasemdir voru gerðar við að engin sláturhús væru útbúin til að taka við sýktum fiski. Þess má geta að ákvæði um slíkar kröfur voru sett með nýrri reglugerð nr. 300/2018 um velferð lagardýra, varnir gegn sjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með eldisstöðvum og skulu sláturhús á tilteknum svæðum uppfylla þessi skilyrði frá 30. september 2019. Þá komu smávægilegar athugasemdir fram um að aðferðafræði við afgreiðslu erinda um innflutning lifandi eldisdýra væri ekki alveg í samsvari við EES löggjöfina. Fundið var að því að tekið væri tillit til smitsjúkdóma sem ekki væru tilkynningaskyldir skv. sömu löggjöf án þess að formleg samþykki ESA lægi fyrir. Með skýrslunni fylgir tímasett úrbótaáætlun frá eftirlitsaðilum hérlendis, ásamt athugasemdum og leiðréttingum. Vinna við úrbætur er nú þegar hafin,“ segir á vef MAST. Sjávarútvegur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að opinbert eftirlit á Íslandi með eldisfisk sé fullnægjandi en bæta þurfi eftirlit með ræktun á skelfiski. Þetta kemur fram í niðurstöðu skýrslu ESA vegna úttektar sem fram fór hér á landi í mars síðastliðnum. Í tilkynningu frá ESA vegna skýrslunnar segir að þrátt fyrir að eftirlit með heilbrigði eldisfisks sé gott þá var eftirlit með skelfiski og rannsóknir á afurðum þeirra ekki nægilegt og ekki í samræmi við EES-löggjöf. „Til þess að bregðast við þessu hefur Ísland, að beiðni ESA, þegar innleitt úrbótaáætlun varðandi bætt eftirlit með ræktun á skelfiski. Einnig hefur Ísland lagt fram áætlanir um úrbætur varðandi opinbert eftirlit við framleiðslu á eldisfiski,“ segir í tilkynningu ESA. Einnig er fjallað um skýrsluna á vef Matvælastofnunar (MAST). Þar kemur fram að eftirlitsheimsókn ESA hafi farið fram dagana 11. til 20. mars. „Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með heilbrigði lagareldisdýra á Íslandi sé í samræmi við löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins. Til lagareldisdýra teljast eldisfiskur, skeldýr og krabbadýr í eldi,“ segir á vef MAST. Þar segir jafnframt að í lokaskýrslu ESA komi fram tilmæli um lítilsháttar úrbætur. Þá segi einnig í skýrslunni að opinbert eftirlit dýralækna fisksjúkdóma sé reglubundið, áhættumiðað og vel skjalfest. „Meðal athugasemda ESA kemur fram að þrátt fyrir að staðan sé góð m.t.t. heilbrigðiseftirlits með eldisfiski sé staðan ekki eins góð hvað skeldýr varðar. Gerðar er athugasemdir m.a. við heilnæmiseftirlit og framkvæmd sýnatöku úr umhverfi og afurðum skelfisks. Athugasemdir voru gerðar við að engin sláturhús væru útbúin til að taka við sýktum fiski. Þess má geta að ákvæði um slíkar kröfur voru sett með nýrri reglugerð nr. 300/2018 um velferð lagardýra, varnir gegn sjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með eldisstöðvum og skulu sláturhús á tilteknum svæðum uppfylla þessi skilyrði frá 30. september 2019. Þá komu smávægilegar athugasemdir fram um að aðferðafræði við afgreiðslu erinda um innflutning lifandi eldisdýra væri ekki alveg í samsvari við EES löggjöfina. Fundið var að því að tekið væri tillit til smitsjúkdóma sem ekki væru tilkynningaskyldir skv. sömu löggjöf án þess að formleg samþykki ESA lægi fyrir. Með skýrslunni fylgir tímasett úrbótaáætlun frá eftirlitsaðilum hérlendis, ásamt athugasemdum og leiðréttingum. Vinna við úrbætur er nú þegar hafin,“ segir á vef MAST.
Sjávarútvegur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira