Ný áætlun gegn sykurneyslu gæti fækkað krabbameinum Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Sigrún Elva Einarsdóttir og Birna Þórisdóttir og Ásgeir R. Helgason skrifa 2. júlí 2019 07:15 Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. Krabbameinsfélagið fagnar því nýrri aðgerðaráætlun sem Embætti landlæknis vann fyrir heilbrigðisráðuneytið sem leggur til sykurskatt og lækkað verð á grænmeti og ávöxtum. Aukin líkamsþyngd er staðfestur áhættuþáttur 12 tegunda krabbameina, meðal annars í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Aukin neysla grænmetis og ávaxta dregur úr líkum á krabbameinum, bæði í gegnum betri þyngdarstjórnun og vegna þess hve rík þessi matvæli eru af trefjum og öðrum hollefnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að sporna við aukinni tíðni ofþyngdar og offitu til að bæta heilsufar þjóða. Norræn rannsókn frá 2017 sem byggir meðal annars á gögnum Krabbameinsskrár Íslands áætlaði varlega að með því að helminga þann fjölda Íslendinga sem eru of þungir mætti koma í veg fyrir að rúmlega 1.000 manns fái krabbamein á næstu 30 árum. Það væru að jafnaði þrír einstaklingar á mánuði. Það er því til mikils að vinna. Rannsóknir sýna að skattlagning á sykraðar vörur virkar ef hún er áþreifanleg og með lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi. Til að kynna sér magn sykurs í mismunandi matvælum má heimsækja vefsíðuna sykurmagn.is á vegum Embættis landlæknis. Krabbamein er nú algengasta ótímabæra dánarorsök Íslendinga yngri en 75 ára. Þriðji hver Íslendingur má vænta þess að fá krabbamein á ævinni. Vitað er að koma mætti í veg fyrir fjögur af hverjum 10 krabbameinum með forvörnum. Það er von okkar að hagsmunaaðilar sjái tækifærin í áætluninni því sykurskattur getur verið jákvætt skref í þágu lýðheilsu landsmanna og sterk forvörn gegn krabbameinum. Rétt er að taka fram að aðgerðir sem miða að því að draga úr sykurneyslu landsmanna nýtast öllum óháð líkamsþyngd. Hér er á ferð lýðheilsusjónarmið sem byggir á fjölda rannsókna sem sýna fram á mikilvægi þess, heilsunnar vegna, að reyna að draga úr óhóflegri þyngdaraukningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. Krabbameinsfélagið fagnar því nýrri aðgerðaráætlun sem Embætti landlæknis vann fyrir heilbrigðisráðuneytið sem leggur til sykurskatt og lækkað verð á grænmeti og ávöxtum. Aukin líkamsþyngd er staðfestur áhættuþáttur 12 tegunda krabbameina, meðal annars í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Aukin neysla grænmetis og ávaxta dregur úr líkum á krabbameinum, bæði í gegnum betri þyngdarstjórnun og vegna þess hve rík þessi matvæli eru af trefjum og öðrum hollefnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að sporna við aukinni tíðni ofþyngdar og offitu til að bæta heilsufar þjóða. Norræn rannsókn frá 2017 sem byggir meðal annars á gögnum Krabbameinsskrár Íslands áætlaði varlega að með því að helminga þann fjölda Íslendinga sem eru of þungir mætti koma í veg fyrir að rúmlega 1.000 manns fái krabbamein á næstu 30 árum. Það væru að jafnaði þrír einstaklingar á mánuði. Það er því til mikils að vinna. Rannsóknir sýna að skattlagning á sykraðar vörur virkar ef hún er áþreifanleg og með lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi. Til að kynna sér magn sykurs í mismunandi matvælum má heimsækja vefsíðuna sykurmagn.is á vegum Embættis landlæknis. Krabbamein er nú algengasta ótímabæra dánarorsök Íslendinga yngri en 75 ára. Þriðji hver Íslendingur má vænta þess að fá krabbamein á ævinni. Vitað er að koma mætti í veg fyrir fjögur af hverjum 10 krabbameinum með forvörnum. Það er von okkar að hagsmunaaðilar sjái tækifærin í áætluninni því sykurskattur getur verið jákvætt skref í þágu lýðheilsu landsmanna og sterk forvörn gegn krabbameinum. Rétt er að taka fram að aðgerðir sem miða að því að draga úr sykurneyslu landsmanna nýtast öllum óháð líkamsþyngd. Hér er á ferð lýðheilsusjónarmið sem byggir á fjölda rannsókna sem sýna fram á mikilvægi þess, heilsunnar vegna, að reyna að draga úr óhóflegri þyngdaraukningu.
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar