Rosalegur fyrsti dagur á leikmannamarkaði NBA: Helstu fréttir næturinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 07:30 Kevin Durant og Kyrie Irving. Getty/Adam Glanzman Margir leikmenn fundu sér ný lið í NBA-deildinni í nótt þegar leikmannamarkaðurinn opnaði í NBA-deildinni í körfubolta. Leikmenn með lausa samning máttu þá byrja að ræða við félög um samninga en það má þó enginn skrifa undir samning fyrr en laugardaginn. Stór hluti NBA-deildarinnar er með lausan samning í sumar og það var því von á líflegu sumri. Þær spár rættust strax á fyrsta degi. Fjölmiðlamenn vestan hafs voru með símana á lofti og höfðu í nóg að snúast í nótt enda voru miklar sviptingar á fyrsta degi. Stærstu fréttir dagsins voru þær að Kevin Durant, Kyrie Irving og DeAndre Jordan ákváðu að búa saman til nýtt súperstjörnulið hjá Brooklyn Nets. Á sama tíma sátu nágrannarnir í New York Knicks eftir með sárt ennið en það kom í ljós í nótt að Jim Dolan, eignandi New York Knicks var ekki tilbúinn að bjóða Durant hámarkssamning. Durant mun ekkert spila á næsta tímabili en hann sleit hásin í úrslitakeppninni. New York samdi reyndar við Taj Gibson en það var ekki alveg leikmaðurinn sem stuðningsmenn liðsins vildu fá til liðsins í nótt.So, to recap the Day 1 #NBAFreeAgency deals teams and players agreed on … - KD, Kyrie, DeAndre to Brooklyn - Kemba to Boston - Jimmy Butler to Miami - Al Horford to Philly - D-Lo to Golden State pic.twitter.com/quU65vLMY7 — SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2019Golden State Warriors missir Kevin Durant en ætlar að landa bakverðinum D'Angelo Russell í staðinn. D'Angelo Russell átti ekki lengur framtíð hjá Brooklyn Nets eftir að Kyrie Irving kom þangað. Til að koma D'Angelo Russell fyrir undir þakinu mun Golden State meðal annars senda Andre Iguodala til Memphis Grizzlies. Golden State samdi hins vegar við Klay Thompson sem gerði fimm ára samning. Kemba Walker mun fylla skarð Kyrie Irving hjá Boston Celtics. Walker ætlar að skrifa undir fjögurra ára samning við Boston sem mun gefa honum 141 milljón dollara. Jimmy Butler verður ekki áfram hjá Philadelphia 76ers því hann ætlar að semja við lið Miami Heat. Miami þarf reyndar að búa til pláss hjá sér til að koma honum undir launaþakið. Al Horford hefur átt mörg frábær ár hjá Boston Celtics en hann yfirgefur nú félagið og ætlar að semja við Philadelphia 76ers. Horford mun fá 109 milljónir dollara fyrir fjögurra ára samning. Philadelphia 76ers missir hins vegar skyttuna JJ Redick til New Orleans Pelicans, en gerði aftur á móti nýjan fimm ára og 180 milljón dollara samning við Tobias Harris. Malcolm Brogdon yfirgefur Millwaukee Bucks og mun gera samning við Indiana Pacers. Bojan Bogdanovic fer aftur á móti frá Indiana og mun semja við Utah Jazz. Derrick Rose samdi síðan við Detoiot Pistons. Hann fær 15 milljónir dollara fyrir tveggja ára samning. Nú bíða allir eftir fréttunum af því hvað Kawhi Leonard ætlar að gera. Velur hann Los Angeles Lakers eða Los Angeles Clippers eða verður jafnvel bara áfram hjá Toronto Raptors. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögunum. NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira
Margir leikmenn fundu sér ný lið í NBA-deildinni í nótt þegar leikmannamarkaðurinn opnaði í NBA-deildinni í körfubolta. Leikmenn með lausa samning máttu þá byrja að ræða við félög um samninga en það má þó enginn skrifa undir samning fyrr en laugardaginn. Stór hluti NBA-deildarinnar er með lausan samning í sumar og það var því von á líflegu sumri. Þær spár rættust strax á fyrsta degi. Fjölmiðlamenn vestan hafs voru með símana á lofti og höfðu í nóg að snúast í nótt enda voru miklar sviptingar á fyrsta degi. Stærstu fréttir dagsins voru þær að Kevin Durant, Kyrie Irving og DeAndre Jordan ákváðu að búa saman til nýtt súperstjörnulið hjá Brooklyn Nets. Á sama tíma sátu nágrannarnir í New York Knicks eftir með sárt ennið en það kom í ljós í nótt að Jim Dolan, eignandi New York Knicks var ekki tilbúinn að bjóða Durant hámarkssamning. Durant mun ekkert spila á næsta tímabili en hann sleit hásin í úrslitakeppninni. New York samdi reyndar við Taj Gibson en það var ekki alveg leikmaðurinn sem stuðningsmenn liðsins vildu fá til liðsins í nótt.So, to recap the Day 1 #NBAFreeAgency deals teams and players agreed on … - KD, Kyrie, DeAndre to Brooklyn - Kemba to Boston - Jimmy Butler to Miami - Al Horford to Philly - D-Lo to Golden State pic.twitter.com/quU65vLMY7 — SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2019Golden State Warriors missir Kevin Durant en ætlar að landa bakverðinum D'Angelo Russell í staðinn. D'Angelo Russell átti ekki lengur framtíð hjá Brooklyn Nets eftir að Kyrie Irving kom þangað. Til að koma D'Angelo Russell fyrir undir þakinu mun Golden State meðal annars senda Andre Iguodala til Memphis Grizzlies. Golden State samdi hins vegar við Klay Thompson sem gerði fimm ára samning. Kemba Walker mun fylla skarð Kyrie Irving hjá Boston Celtics. Walker ætlar að skrifa undir fjögurra ára samning við Boston sem mun gefa honum 141 milljón dollara. Jimmy Butler verður ekki áfram hjá Philadelphia 76ers því hann ætlar að semja við lið Miami Heat. Miami þarf reyndar að búa til pláss hjá sér til að koma honum undir launaþakið. Al Horford hefur átt mörg frábær ár hjá Boston Celtics en hann yfirgefur nú félagið og ætlar að semja við Philadelphia 76ers. Horford mun fá 109 milljónir dollara fyrir fjögurra ára samning. Philadelphia 76ers missir hins vegar skyttuna JJ Redick til New Orleans Pelicans, en gerði aftur á móti nýjan fimm ára og 180 milljón dollara samning við Tobias Harris. Malcolm Brogdon yfirgefur Millwaukee Bucks og mun gera samning við Indiana Pacers. Bojan Bogdanovic fer aftur á móti frá Indiana og mun semja við Utah Jazz. Derrick Rose samdi síðan við Detoiot Pistons. Hann fær 15 milljónir dollara fyrir tveggja ára samning. Nú bíða allir eftir fréttunum af því hvað Kawhi Leonard ætlar að gera. Velur hann Los Angeles Lakers eða Los Angeles Clippers eða verður jafnvel bara áfram hjá Toronto Raptors. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögunum.
NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira