Rúnar: Getum gengið stoltir af velli Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 18. júlí 2019 21:26 Rúnar kvaðst stoltur af sínum mönnum. vísir/bára KR gerði í kvöld markalaust jafntefli við topplið norsku úrvalsdeildarinnar, Molde. Þetta var seinni leikur liðanna í fyrstu umferð af undankeppni Evrópukeppni félagsliða en fyrri leikurinn sem var í Noregi tapaðist 7-1. Það var því ljóst að Molde voru nánast öruggir áfram svo leikurinn var kannski full rólegur. „Þetta var fínn leikur af okkar hálfu varnarlega. Góður lærdómur. Það var ágætt fyrir bæði lið að hafa ekki slasað neina leikmenn. Það voru engin meiðsli. Það voru ágætis spilkaflar hjá báðum liðum inná milli og við fengum okkar sénsa,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leik kvöldsins. Það voru samtals átta breytingar á byrjunarliðum liðanna frá seinasta leik og ljóst að lykilmenn fengu að hvíla sig aðeins. KR voru með nokkra leikmenn í sínu byrjunarliði sem hafa ekki ennþá verið í byrjunarliðinu í deildinni í sumar. „Við spiluðum sama leikkerfi og þeir líka. Þetta var aðeins hægari leikur en sá sem var á gervigrasinu hjá þeim. Þó svo að það sé blautt gras, þá er minna tempó í þessu. Úrslitin í fyrri leiknum hafa auðvitað líka áhrif á þennan leik. Hvorugt liðið vill taka of mikla sénsa að meiða leikmenn og bæði lið voru að hvíla leikmenn.“ Varnarleikur KR var góður í kvöld. Þrátt fyrir að sóknin hjá Molde hafi kannski ekki verið uppá marga fiska þá náðu KR alltaf að loka á þá þegar þeir sköpuðu einhverja hættu. Sóknarleikurinn var ágætur á köflum en KR fengu nokkur mjög fín færi til að komast yfir. „Ég er ánægður að við höfum haldið hreinu gegn þessu frábæra Molde liði sem sýnir að við lærðum af fyrri leiknum allavega. Við fengum ekki á okkur mark og þeir eru ekki að skora úr þessum föstu leikatriðum sínum sem er mikilvægt fyrir okkur.“ Björgvin Stefánsson tók nokkur flott skot fyrir KR í leik kvöldsins. Það virtist þó eins og Alexandro Craninx markmaður Molde hafi alltaf verið skrefi á undan honum og varði hann alltaf meistaralega hér á Meistaravöllum. „Markmaðurinn gerði vel. Fyrsta snertingin í seinasta færinu hans Bjögga eyðileggur síðan aðeins fyrir honum. Það hefði verið gaman ef við hefðum stolið þessu og fengið sigurinn heima. En jafntefli er gott og við töpuðum ekki.“ Eftir þetta stóra tap hefur eflaust verið mikilvægt fyrir KR að bjarga andliti hér í kvöld. Þeir skiluðu fínu dagsverki þrátt fyrir að hafa ekki skorað í leiknum. „Við getum gengið stoltir frá velli þó svo að við höfum verið örlítið særðir í síðustu viku. Við sjáum að þegar menn eru samstilltir og menn eru að verjast eins og við viljum að þeir verjist þá er allt hægt.“ Nú fer einbeitingin hjá KR aftur yfir á Pepsi Max deildina en þeir fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn. Stjarnan komst í kvöld áfram í Evrópukeppninni og mun þess vegna líka að vera að keppa næstkomandi fimmtudag. Rúnar telur það þó ekki hjálpa KR neitt. „Stjörnuliðið er gott. Þeir eru búnir að vera það í mörg ár og eru búnir að vera með sama þjálfarann í mörg. Þeir vita nákvæmlega hvernig þeir ætla að spila fótbolta og þeir hafa staðið sig vel á móti okkur og verið okkur erfiðir. Ég býst ekki við neinu öðru en erfiðum leik á sunnudaginn.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Molde 0-0 | Markalaust á Meistaravöllum KR er enn ósigrað á heimavelli í keppnisleik á árinu. 18. júlí 2019 23:00 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
KR gerði í kvöld markalaust jafntefli við topplið norsku úrvalsdeildarinnar, Molde. Þetta var seinni leikur liðanna í fyrstu umferð af undankeppni Evrópukeppni félagsliða en fyrri leikurinn sem var í Noregi tapaðist 7-1. Það var því ljóst að Molde voru nánast öruggir áfram svo leikurinn var kannski full rólegur. „Þetta var fínn leikur af okkar hálfu varnarlega. Góður lærdómur. Það var ágætt fyrir bæði lið að hafa ekki slasað neina leikmenn. Það voru engin meiðsli. Það voru ágætis spilkaflar hjá báðum liðum inná milli og við fengum okkar sénsa,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leik kvöldsins. Það voru samtals átta breytingar á byrjunarliðum liðanna frá seinasta leik og ljóst að lykilmenn fengu að hvíla sig aðeins. KR voru með nokkra leikmenn í sínu byrjunarliði sem hafa ekki ennþá verið í byrjunarliðinu í deildinni í sumar. „Við spiluðum sama leikkerfi og þeir líka. Þetta var aðeins hægari leikur en sá sem var á gervigrasinu hjá þeim. Þó svo að það sé blautt gras, þá er minna tempó í þessu. Úrslitin í fyrri leiknum hafa auðvitað líka áhrif á þennan leik. Hvorugt liðið vill taka of mikla sénsa að meiða leikmenn og bæði lið voru að hvíla leikmenn.“ Varnarleikur KR var góður í kvöld. Þrátt fyrir að sóknin hjá Molde hafi kannski ekki verið uppá marga fiska þá náðu KR alltaf að loka á þá þegar þeir sköpuðu einhverja hættu. Sóknarleikurinn var ágætur á köflum en KR fengu nokkur mjög fín færi til að komast yfir. „Ég er ánægður að við höfum haldið hreinu gegn þessu frábæra Molde liði sem sýnir að við lærðum af fyrri leiknum allavega. Við fengum ekki á okkur mark og þeir eru ekki að skora úr þessum föstu leikatriðum sínum sem er mikilvægt fyrir okkur.“ Björgvin Stefánsson tók nokkur flott skot fyrir KR í leik kvöldsins. Það virtist þó eins og Alexandro Craninx markmaður Molde hafi alltaf verið skrefi á undan honum og varði hann alltaf meistaralega hér á Meistaravöllum. „Markmaðurinn gerði vel. Fyrsta snertingin í seinasta færinu hans Bjögga eyðileggur síðan aðeins fyrir honum. Það hefði verið gaman ef við hefðum stolið þessu og fengið sigurinn heima. En jafntefli er gott og við töpuðum ekki.“ Eftir þetta stóra tap hefur eflaust verið mikilvægt fyrir KR að bjarga andliti hér í kvöld. Þeir skiluðu fínu dagsverki þrátt fyrir að hafa ekki skorað í leiknum. „Við getum gengið stoltir frá velli þó svo að við höfum verið örlítið særðir í síðustu viku. Við sjáum að þegar menn eru samstilltir og menn eru að verjast eins og við viljum að þeir verjist þá er allt hægt.“ Nú fer einbeitingin hjá KR aftur yfir á Pepsi Max deildina en þeir fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn. Stjarnan komst í kvöld áfram í Evrópukeppninni og mun þess vegna líka að vera að keppa næstkomandi fimmtudag. Rúnar telur það þó ekki hjálpa KR neitt. „Stjörnuliðið er gott. Þeir eru búnir að vera það í mörg ár og eru búnir að vera með sama þjálfarann í mörg. Þeir vita nákvæmlega hvernig þeir ætla að spila fótbolta og þeir hafa staðið sig vel á móti okkur og verið okkur erfiðir. Ég býst ekki við neinu öðru en erfiðum leik á sunnudaginn.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Molde 0-0 | Markalaust á Meistaravöllum KR er enn ósigrað á heimavelli í keppnisleik á árinu. 18. júlí 2019 23:00 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Leik lokið: KR - Molde 0-0 | Markalaust á Meistaravöllum KR er enn ósigrað á heimavelli í keppnisleik á árinu. 18. júlí 2019 23:00