Í fjölmiðlum ytra er talað um lekann sem „Ricky-Leaks“ en með honum voru valdamenn í innsta hring afhjúpaðir. Róselló og aðrir hátt settir aðilar í Púertó Ríkó höfðu í frammi kvenfjandsamlegt tal og hæddust að fötluðum, hinsegin fólki, fólki í ofþyngd og fórnarlömbum fellibylsins Maríu.
Lögreglan brást við mótmælunum með því að nota táragas og gúmmíkúlur.
„Ricky-Leaks“ kornið sem fyllti mælinn
Sumir hinna hátt settu sem tóku þátt í spjallinu hafa þegar sagt af sér en Roselló neitar að taka pokann sinn. Á blaðamannafundi sem fór fram á þriðjudag sagði hann að þrátt fyrir að skeytasendingarnar væru óviðeigandi væru þær ekki ólöglegar. Hann hvatti þjóðina til að horfa fram á veginn og halda áfram að starfa í þágu Púertó Ríkó.Mótmælendur segja háttsemi ráðamanna á spjallþræðinum vera kornið sem fyllti mælinn. Undanfarin ár hafa einkennst af miklum efnahagserfiðleikum en árið 2017 var tilkynnt um sögulega endurskipulagningu á skuldum ríkisins. Um var að ræða stærsta gjaldþrot í sögu bandaríska markaðarins með bréf ríkja og sveitarfélaga en sá markaður telur 3800 milljarða Bandaríkjadala. Stjórnvöld í Púertó Ríkó brugðust við efnahagsþrengingum með umfangsmikilli einkavæðingu sem hefur bitnað meðal annars á heilsugæslu og menntakerfi.

Hæddust að kynhneigð Martins
Söngvarinn Ricky Martin, sem varð fyrir barðinu á hatursfullum ummælum valdamanna, var í fararbroddi í mótmælagöngunni. Í myndskeiði sem hann birti í gær sagðist hann vera reiður, pirraður og finna fyrir verk í brjósti.„Hvernig get ég losnað undan þessum þjáningum?“ spurði söngvarinn og svaraði eigin spurningu jafnóðum. Þær hyrfu með því að ganga fylktu liði með íbúum Púertó Ríkó og krefjast réttlætis.
#PuertoRico nos vemos mañana en el la marcha a ls 5pm frente al Capitolio pic.twitter.com/4cZM1KF3Kn
— Ricky Martin (@ricky_martin) July 17, 2019