Allt lítur út fyrir að Chris Paul spili með Oklahoma City Thunder í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 14:30 Chris Paul lék með Houston Rockets á síðasta tímabili og var með 15,6 stig og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann fékk 4,5 milljarða íslenskra króna en fær mun meira fyrir næstu tímabil. Getty/Tim Warner Chris Paul kom til Oklahoma City Thunder í síðustu viku frá Houston Rockets í skiptum fyrir Russell Westbrook. Flestir héldu að Thunder myndi skipta honum áfram til annars liðs. Það hefur aftur á móti reynst þrautinni þyngri. Chris Paul er með risasamning og það er ekkert auðvelt fyrir félög að koma þessum samningi hans undir launaþakið hjá sér. Nýjustu fréttir frá Bandaríkjunum er að það líti allt út fyrir að hinn 34 ára gamli Chris Paul spili með Oklahoma City Thunder liðinu á komandi vetri. Það lítur því að Chris Paul þurfi að eyða einu af síðustu tímabilum sínum með liði sem er að hefja uppbyggingu á framtíðarliði. Oklahoma City Thunder er ekki að fara gera neinar rósir í vetur og mun örugglega ekki komst í úrslitakeppnina enda búið að missa tvo bestu leikmennina sína í þeim Russell Westbrook og Paul George.ESPN story on the Oklahoma City Thunder and Chris Paul preparing for the likelihood that they'll start the 2019-20 season together. https://t.co/kIKZHymk28 — Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 17, 2019Chris Paul hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2005 en hann hefur aldrei komist í lokaúrslitin um titilinn hvað þá orðið NBA-meistari. Chris Paul yfirgaf New Orleans Hornets árið 2011 fór til bæði Los Angeles Clippers (2011-17) og Houston Rockets (2017-19) með væntingar um að komast í mögulegt meistaralið. Það gekk ekki upp þótt oft hafi munað litlu. Chris Paul og James Harden voru ekki lengur miklir vinir eftir vonbrigði síðasta tímabils og Houston Rockets ákvað að stökkva á tækifærið og taka Russell Westbrook þegar hann bauðst. Chris Paul er á engum meðallaunum á næstu árum þökk sé ótrúlegum samningi hans við Houston. Hann fær 38,5 milljónir dollara fyrir komandi tímabil, 41,3 milljónir fyrir 2020-21 tímabilið og loks 44,2 milljónir fyrir tímabilið 2021 til 22. Í íslenskum krónum eru þetta 4,9 milljarðar fyrir 2019-20, 5,2 milljarðar fyrir 2020-21 og loks 5,5 milljarðar íslenskra króna fyrir 2021-22. Chris Paul á því inni samtals rúma 15,6 milljarða fyrir næstu þrjú tímabil.Here is the formula for why: *40% of players under contract cannot be traded * There are no teams with significant cap space (ATL has the most @ $7M) * Biggest trade exception is GSW ($17.2M) who is hard capped- next is DAL @ $11.8M https://t.co/H6FExQmTAf — Bobby Marks (@BobbyMarks42) July 17, 2019 NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira
Chris Paul kom til Oklahoma City Thunder í síðustu viku frá Houston Rockets í skiptum fyrir Russell Westbrook. Flestir héldu að Thunder myndi skipta honum áfram til annars liðs. Það hefur aftur á móti reynst þrautinni þyngri. Chris Paul er með risasamning og það er ekkert auðvelt fyrir félög að koma þessum samningi hans undir launaþakið hjá sér. Nýjustu fréttir frá Bandaríkjunum er að það líti allt út fyrir að hinn 34 ára gamli Chris Paul spili með Oklahoma City Thunder liðinu á komandi vetri. Það lítur því að Chris Paul þurfi að eyða einu af síðustu tímabilum sínum með liði sem er að hefja uppbyggingu á framtíðarliði. Oklahoma City Thunder er ekki að fara gera neinar rósir í vetur og mun örugglega ekki komst í úrslitakeppnina enda búið að missa tvo bestu leikmennina sína í þeim Russell Westbrook og Paul George.ESPN story on the Oklahoma City Thunder and Chris Paul preparing for the likelihood that they'll start the 2019-20 season together. https://t.co/kIKZHymk28 — Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 17, 2019Chris Paul hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2005 en hann hefur aldrei komist í lokaúrslitin um titilinn hvað þá orðið NBA-meistari. Chris Paul yfirgaf New Orleans Hornets árið 2011 fór til bæði Los Angeles Clippers (2011-17) og Houston Rockets (2017-19) með væntingar um að komast í mögulegt meistaralið. Það gekk ekki upp þótt oft hafi munað litlu. Chris Paul og James Harden voru ekki lengur miklir vinir eftir vonbrigði síðasta tímabils og Houston Rockets ákvað að stökkva á tækifærið og taka Russell Westbrook þegar hann bauðst. Chris Paul er á engum meðallaunum á næstu árum þökk sé ótrúlegum samningi hans við Houston. Hann fær 38,5 milljónir dollara fyrir komandi tímabil, 41,3 milljónir fyrir 2020-21 tímabilið og loks 44,2 milljónir fyrir tímabilið 2021 til 22. Í íslenskum krónum eru þetta 4,9 milljarðar fyrir 2019-20, 5,2 milljarðar fyrir 2020-21 og loks 5,5 milljarðar íslenskra króna fyrir 2021-22. Chris Paul á því inni samtals rúma 15,6 milljarða fyrir næstu þrjú tímabil.Here is the formula for why: *40% of players under contract cannot be traded * There are no teams with significant cap space (ATL has the most @ $7M) * Biggest trade exception is GSW ($17.2M) who is hard capped- next is DAL @ $11.8M https://t.co/H6FExQmTAf — Bobby Marks (@BobbyMarks42) July 17, 2019
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira