Charles Barkley finnst að tvær ungar NBA-stjörnur þurfi að létta sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 23:30 Charles Barkley lék í sjónvarpsþáttunum "THE GOLDBERGS“ í vetur. Getty/Kelsey McNeal Charles Barkley þótti sjálfur leyfa sér aðeins of mikið utan vallar þegar hann var á fullu í NBA-deildinni á sínum tíma en nú ráðleggur Sir Charles tveimur af ungum stórstjörnum NBA-deildarinnar að létta sig. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Zion Williamson og Joel Embiid. Báðir eiga þeir möguleika á að komast í hóp þeirra allra bestu því hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar. Zion Williamson er nýliði í NBA-deildinni á komandi tímabili eftir að hafa verið valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar. Gríðarlega væntingar eru bundnar til þessa stráks en hann er naut að burðum og með gríðarlegan sprengikraft. Joel Embiid er að fara að byrja sitt fjórða spilandi tímabil eftir að hafa misst alveg af fyrsta tímabilinu eftir að hann var valinn í nýliðavalinu sumarið 2015. Embiid hefur aðeins spilað 158 af 246 mögulegum leikjum undanfarin þrjú tímabil og er alltaf að meiðast.Charles Barkley thinks both Zion Williamson and Joel Embiid need to lose weighthttps://t.co/o24W8YFxj1 — Post Sports (@PostSports) July 17, 2019Charles Barkley fékk sjálfur viðurnefnið „Round Mound of Rebound“ þegar hann mætti í NBA-deildina og viðurkennir í dag að hann hafi hreinlega verið feitur. Zion Williamson er sagður vera 127 kíló en hann er 200 sentímetrar. Barkley segir að Zion líti þó ekki út fyrir að vera feitur. „Ég er samt að heyra að hann sé 127 kíló. Þú getur ekki spilað í NBA-deildinni þegar þú er 127 kíló,“ sagði Charles Barkley. „Hann getur ekki spilað svona þungur. Það er bara of mikið álag á hnén. Hann er svo stór og svo sterkur en það eru líka allir í NBA-deildinni,“ sagði Barkley. Joel Embiid spilar með Philadelphia 76ers sem er gamla lið Barkley. Barkley rifjaði það upp þegar hann kom fyrst til Philadelphia. Þá var hinn frábæri Moses Malone aðalstjarna 76ers en liðið hafði unnið NBA-titilinn stuttu áður en Barkley mætti á svæðið. „Moses Malone er mikilvægasta persónan í mínu lífi þegar kemur að körfuboltanum. Hann sagði við mig: Þú ert feitur og þú ert latur,“ sagði Barkley sem missti tæp 23 kíló í kjölfarið og varð einn besti leikmaður NBA-deildarinnar. „Ég velti því fyrir mér hvort einhver í Philadelphia hafi hugrekki til að segja við Joel Embiid: Heyrðu karlinn, þú þarft að fara að koma þér í form,“ sagði Barkley. Joel Embiid var með 27,5 stig, 13,6 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili og á góðum degi þá ræður enginn við hann í kringum körfuna. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Charles Barkley þótti sjálfur leyfa sér aðeins of mikið utan vallar þegar hann var á fullu í NBA-deildinni á sínum tíma en nú ráðleggur Sir Charles tveimur af ungum stórstjörnum NBA-deildarinnar að létta sig. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Zion Williamson og Joel Embiid. Báðir eiga þeir möguleika á að komast í hóp þeirra allra bestu því hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar. Zion Williamson er nýliði í NBA-deildinni á komandi tímabili eftir að hafa verið valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar. Gríðarlega væntingar eru bundnar til þessa stráks en hann er naut að burðum og með gríðarlegan sprengikraft. Joel Embiid er að fara að byrja sitt fjórða spilandi tímabil eftir að hafa misst alveg af fyrsta tímabilinu eftir að hann var valinn í nýliðavalinu sumarið 2015. Embiid hefur aðeins spilað 158 af 246 mögulegum leikjum undanfarin þrjú tímabil og er alltaf að meiðast.Charles Barkley thinks both Zion Williamson and Joel Embiid need to lose weighthttps://t.co/o24W8YFxj1 — Post Sports (@PostSports) July 17, 2019Charles Barkley fékk sjálfur viðurnefnið „Round Mound of Rebound“ þegar hann mætti í NBA-deildina og viðurkennir í dag að hann hafi hreinlega verið feitur. Zion Williamson er sagður vera 127 kíló en hann er 200 sentímetrar. Barkley segir að Zion líti þó ekki út fyrir að vera feitur. „Ég er samt að heyra að hann sé 127 kíló. Þú getur ekki spilað í NBA-deildinni þegar þú er 127 kíló,“ sagði Charles Barkley. „Hann getur ekki spilað svona þungur. Það er bara of mikið álag á hnén. Hann er svo stór og svo sterkur en það eru líka allir í NBA-deildinni,“ sagði Barkley. Joel Embiid spilar með Philadelphia 76ers sem er gamla lið Barkley. Barkley rifjaði það upp þegar hann kom fyrst til Philadelphia. Þá var hinn frábæri Moses Malone aðalstjarna 76ers en liðið hafði unnið NBA-titilinn stuttu áður en Barkley mætti á svæðið. „Moses Malone er mikilvægasta persónan í mínu lífi þegar kemur að körfuboltanum. Hann sagði við mig: Þú ert feitur og þú ert latur,“ sagði Barkley sem missti tæp 23 kíló í kjölfarið og varð einn besti leikmaður NBA-deildarinnar. „Ég velti því fyrir mér hvort einhver í Philadelphia hafi hugrekki til að segja við Joel Embiid: Heyrðu karlinn, þú þarft að fara að koma þér í form,“ sagði Barkley. Joel Embiid var með 27,5 stig, 13,6 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili og á góðum degi þá ræður enginn við hann í kringum körfuna.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira