Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon er látinn Andri Eysteinsson skrifar 17. júlí 2019 08:42 Þorsteinn Ingi Sigfússon lést aðfaranótt 15. júlí. Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er látinn. Þorsteinn varð bráðkvaddur, 65 ára að aldri, aðfaranótt 15. júlí síðastliðinn. Þorsteinn Ingi fæddist 4. júní árið 1954 og ól manninn í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Sigfúsar Johnsen og Kristínar Þorsteinsdóttur. Þorsteinn gekk til náms við Menntaskólann í Hamrahlíð og lauk þar stúdentsprófi árið 1974 og hélt þaðan til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Þorsteinn lauk doktorsprófi frá Cambridge árið 1982. Þorsteinn starfaði við Háskóla Íslands um árabil, fékk stöðu fræðimanns við raunvísindastofnun ári eftir doktorspróf en var gerður prófessor í Eðlisfræði árið 1989. Þorsteinn tók þátt í stofnun ýmissa fyrirtækja, starfaði í ráðum og stjórnum og var formaður framkvæmdanefndar alþjóðvetnissamtakanna. Þá var Þorsteinn ráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Ísland við stofnun hennar árið 2007. Dr. Þorsteinn hlaut árið 2004 riddarakross fálkaorðunnar og þremur árum seinna komu í hans hlut alheimsorkuverðlaunin í St. Pétursborg vegna framlags hans til vetnismála. Eiginkona Þorsteins er Bergþóra Karen Ketilsdóttir, börn þeirra eru þrjú, Davíð Þór, læknir f. 1980, Dagrún Inga, læknir f. 1988 og Þorkell Viktor, tölvunarfræðingur f. 1992. Einn bræðra Þorsteins, Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og bæjarstjóri Reykjanesbæjar minntist bróðurs síns í færslu á Facebook. Sagði Árni bróður sinn hafa verið sinn besti vinur alla tíð. „Gáfur hans og hjartahlýja voru mér dýrmætur stuðningur í bernsku og unglingsár, rétt eins og fram á síðustu stundu,“ skrifar Árni Andlát Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er látinn. Þorsteinn varð bráðkvaddur, 65 ára að aldri, aðfaranótt 15. júlí síðastliðinn. Þorsteinn Ingi fæddist 4. júní árið 1954 og ól manninn í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Sigfúsar Johnsen og Kristínar Þorsteinsdóttur. Þorsteinn gekk til náms við Menntaskólann í Hamrahlíð og lauk þar stúdentsprófi árið 1974 og hélt þaðan til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Þorsteinn lauk doktorsprófi frá Cambridge árið 1982. Þorsteinn starfaði við Háskóla Íslands um árabil, fékk stöðu fræðimanns við raunvísindastofnun ári eftir doktorspróf en var gerður prófessor í Eðlisfræði árið 1989. Þorsteinn tók þátt í stofnun ýmissa fyrirtækja, starfaði í ráðum og stjórnum og var formaður framkvæmdanefndar alþjóðvetnissamtakanna. Þá var Þorsteinn ráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Ísland við stofnun hennar árið 2007. Dr. Þorsteinn hlaut árið 2004 riddarakross fálkaorðunnar og þremur árum seinna komu í hans hlut alheimsorkuverðlaunin í St. Pétursborg vegna framlags hans til vetnismála. Eiginkona Þorsteins er Bergþóra Karen Ketilsdóttir, börn þeirra eru þrjú, Davíð Þór, læknir f. 1980, Dagrún Inga, læknir f. 1988 og Þorkell Viktor, tölvunarfræðingur f. 1992. Einn bræðra Þorsteins, Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og bæjarstjóri Reykjanesbæjar minntist bróðurs síns í færslu á Facebook. Sagði Árni bróður sinn hafa verið sinn besti vinur alla tíð. „Gáfur hans og hjartahlýja voru mér dýrmætur stuðningur í bernsku og unglingsár, rétt eins og fram á síðustu stundu,“ skrifar Árni
Andlát Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira