Telur að tillögur torveldi að lögin nái því markmiði að auka gagnsæi Eiður Þór Árnason skrifar 16. júlí 2019 16:42 Tillögurnar koma Hjálmari á óvart. Fréttablaðið/Stefán Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands telur að nýlegar tillögur um breytingar á upplýsingalögum séu óþarfa breytingar og torveldi það að lögin nái því markmiði sínu að auka gagnsæi og aðhald. Í breytingartillögunni sem birt var á Samráðsgátt stjórnvalda er lagt til að ákvæðum sé bætt við lögin sem bæti réttarstöðu þriðja aðila. Þar er meðal annars lagt til að stjórnvöldum sé gert skylt að leita afstöðu þriðja aðila til afhendingar á gögnum sem hann varðar, og að úrskurðarnefnd um upplýsingamál verði skylt að birta þriðja aðila úrskurð ef nefndin fellst á veita aðgang að upplýsingum sem hann varða. Einnig er lagt til að þriðja aðila sé veittur réttur til þess að krefjast að áhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál sé frestað svo hægt sé að bera ágreining um gildi hans undir dómstóla. Í áformum um lagasetningu kemur fram að tillögurnar, sem eru lagðar fram af forsætisráðuneytinu, séu viðbrögð við athugasemdum Samtaka atvinnulífsins við síðasta frumvarp til upplýsingalaga: „Tillögur Samtaka atvinnulífsins lúta að því að bæta réttarstöðu einkaaðila í málsmeðferð upplýsingabeiðna, meðal annars í því skyni að leggja traustari grunn undir niðurstöður stjórnvalda um aðgang að upplýsingum og veita hagsmunum einkaaðila frekari vernd.“ Hjálmar segir tillöguna koma sér á óvart þar sem stjórnvöld séu nýbúin að yfirfara upplýsingalögin ítarlega, meðal annars í samráði við Blaðamannafélagið, og voru þær breytingar samþykktar á síðasta þingi. Hann segir að þá hafi umrædd ákvæði um rétt þriðja aðila ekki verið rædd. Það kemur honum því á óvart að þessar tillögur séu komnar fram svo stuttu seinna. „Ég held að það eigi alls ekki að flækja upplýsingalögin meira heldur en nauðsyn krefur. Gagnsæi í íslensku samfélagi á ekki að flækja meira en brýnustu nauðsyn beri til.“ Einnig hefur Hjálmar áhyggjur af því að breytingin gæti tafið afgreiðslu mála hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál: „Mér sýnist að það liggi í augum uppi.“ Margir blaðamenn hafa kvartað undan því hve langan tíma tekur gjarnan að fá úrskurð frá nefndinni. Á móti komi að í því frumvarpi sem varð að lögum er mælt fyrir um að skipaður sé sérstakur ráðgjafi um upplýsingarétt almennings sem starfi af hálfu stjórnvalda. Eitt að markmiðunum með þeirri breytingu var að flýta fyrir og auðvelda afgreiðslu á upplýsingabeiðnum innan stofnanna. „En þetta eitt og sér sýnist mér geta valdið enn frekari töfum á afgreiðslu upplýsingabeiðna.“ Slíkt telur Hjálmar vera mjög slæmt og komi í veg fyrir að upplýsingalögin nái markmiði sínu sem sé að auka gagnsæi og flýta fyrir aðgengi fjölmiðla og almennings að upplýsingum. Hann segir að Blaðamannafélagið ætli sér að fara betur yfir tillögurnar og senda inn umsögn á næstunni eða þegar málið fer fyrir nefnd Alþingis. Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stórefla tjáningfrelsi og vernda uppljóstrara í nýjum frumvarpsdrögum Tjáningarfrelsi verður stóraukið hér á landi verði fjögur frumvarpsdrög sem kynnt voru í dag að lögum. Þau fela í sér vernd uppljóstrara, nýja meðferð lögbannsmála, rýmri upplýsingalög og bætta réttastöðu blaðamanna. Opinberum starfsmönnum verður skylt að láta vita af brotum í starfsemi hins opinbera og fjölmiðlar geta leitað til dómstóla áður en lögbann kemur til framkvæmda. 7. mars 2019 21:00 Frumvarpið festi í sessi of langa bið almennings eftir upplýsingum Frumvarp forsætisráðherra leysir ekki of langan málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur festir vandamálið í sessi, að mati blaðamanns. Meðalbiðtími eftir úrskurði var 212 dagar á síðasta ári. 11. júní 2019 07:15 Breyta upplýsingalögum að tillögu atvinnulífsins Forsætisráðherra kynnir nú á samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á upplýsingalögum sem koma til móts við tillögur Samtaka atvinnulífsins í þágu einkahagsmuna fyrirtækja. 4. júlí 2019 08:00 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands telur að nýlegar tillögur um breytingar á upplýsingalögum séu óþarfa breytingar og torveldi það að lögin nái því markmiði sínu að auka gagnsæi og aðhald. Í breytingartillögunni sem birt var á Samráðsgátt stjórnvalda er lagt til að ákvæðum sé bætt við lögin sem bæti réttarstöðu þriðja aðila. Þar er meðal annars lagt til að stjórnvöldum sé gert skylt að leita afstöðu þriðja aðila til afhendingar á gögnum sem hann varðar, og að úrskurðarnefnd um upplýsingamál verði skylt að birta þriðja aðila úrskurð ef nefndin fellst á veita aðgang að upplýsingum sem hann varða. Einnig er lagt til að þriðja aðila sé veittur réttur til þess að krefjast að áhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál sé frestað svo hægt sé að bera ágreining um gildi hans undir dómstóla. Í áformum um lagasetningu kemur fram að tillögurnar, sem eru lagðar fram af forsætisráðuneytinu, séu viðbrögð við athugasemdum Samtaka atvinnulífsins við síðasta frumvarp til upplýsingalaga: „Tillögur Samtaka atvinnulífsins lúta að því að bæta réttarstöðu einkaaðila í málsmeðferð upplýsingabeiðna, meðal annars í því skyni að leggja traustari grunn undir niðurstöður stjórnvalda um aðgang að upplýsingum og veita hagsmunum einkaaðila frekari vernd.“ Hjálmar segir tillöguna koma sér á óvart þar sem stjórnvöld séu nýbúin að yfirfara upplýsingalögin ítarlega, meðal annars í samráði við Blaðamannafélagið, og voru þær breytingar samþykktar á síðasta þingi. Hann segir að þá hafi umrædd ákvæði um rétt þriðja aðila ekki verið rædd. Það kemur honum því á óvart að þessar tillögur séu komnar fram svo stuttu seinna. „Ég held að það eigi alls ekki að flækja upplýsingalögin meira heldur en nauðsyn krefur. Gagnsæi í íslensku samfélagi á ekki að flækja meira en brýnustu nauðsyn beri til.“ Einnig hefur Hjálmar áhyggjur af því að breytingin gæti tafið afgreiðslu mála hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál: „Mér sýnist að það liggi í augum uppi.“ Margir blaðamenn hafa kvartað undan því hve langan tíma tekur gjarnan að fá úrskurð frá nefndinni. Á móti komi að í því frumvarpi sem varð að lögum er mælt fyrir um að skipaður sé sérstakur ráðgjafi um upplýsingarétt almennings sem starfi af hálfu stjórnvalda. Eitt að markmiðunum með þeirri breytingu var að flýta fyrir og auðvelda afgreiðslu á upplýsingabeiðnum innan stofnanna. „En þetta eitt og sér sýnist mér geta valdið enn frekari töfum á afgreiðslu upplýsingabeiðna.“ Slíkt telur Hjálmar vera mjög slæmt og komi í veg fyrir að upplýsingalögin nái markmiði sínu sem sé að auka gagnsæi og flýta fyrir aðgengi fjölmiðla og almennings að upplýsingum. Hann segir að Blaðamannafélagið ætli sér að fara betur yfir tillögurnar og senda inn umsögn á næstunni eða þegar málið fer fyrir nefnd Alþingis.
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stórefla tjáningfrelsi og vernda uppljóstrara í nýjum frumvarpsdrögum Tjáningarfrelsi verður stóraukið hér á landi verði fjögur frumvarpsdrög sem kynnt voru í dag að lögum. Þau fela í sér vernd uppljóstrara, nýja meðferð lögbannsmála, rýmri upplýsingalög og bætta réttastöðu blaðamanna. Opinberum starfsmönnum verður skylt að láta vita af brotum í starfsemi hins opinbera og fjölmiðlar geta leitað til dómstóla áður en lögbann kemur til framkvæmda. 7. mars 2019 21:00 Frumvarpið festi í sessi of langa bið almennings eftir upplýsingum Frumvarp forsætisráðherra leysir ekki of langan málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur festir vandamálið í sessi, að mati blaðamanns. Meðalbiðtími eftir úrskurði var 212 dagar á síðasta ári. 11. júní 2019 07:15 Breyta upplýsingalögum að tillögu atvinnulífsins Forsætisráðherra kynnir nú á samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á upplýsingalögum sem koma til móts við tillögur Samtaka atvinnulífsins í þágu einkahagsmuna fyrirtækja. 4. júlí 2019 08:00 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Stórefla tjáningfrelsi og vernda uppljóstrara í nýjum frumvarpsdrögum Tjáningarfrelsi verður stóraukið hér á landi verði fjögur frumvarpsdrög sem kynnt voru í dag að lögum. Þau fela í sér vernd uppljóstrara, nýja meðferð lögbannsmála, rýmri upplýsingalög og bætta réttastöðu blaðamanna. Opinberum starfsmönnum verður skylt að láta vita af brotum í starfsemi hins opinbera og fjölmiðlar geta leitað til dómstóla áður en lögbann kemur til framkvæmda. 7. mars 2019 21:00
Frumvarpið festi í sessi of langa bið almennings eftir upplýsingum Frumvarp forsætisráðherra leysir ekki of langan málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur festir vandamálið í sessi, að mati blaðamanns. Meðalbiðtími eftir úrskurði var 212 dagar á síðasta ári. 11. júní 2019 07:15
Breyta upplýsingalögum að tillögu atvinnulífsins Forsætisráðherra kynnir nú á samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á upplýsingalögum sem koma til móts við tillögur Samtaka atvinnulífsins í þágu einkahagsmuna fyrirtækja. 4. júlí 2019 08:00