Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. júlí 2019 06:45 Talið er að um ár sé í að Íran geti komið sér upp kjarnorkuvopnabúri. Nordicphotos/AFP Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. Evrópuríkin hafa að undanförnu reynt að lægja öldurnar en togstreitan á milli Bandaríkjanna og Íran hefur aukist stöðugt frá því Bandaríkin riftu samningnum af sinni hálfu. Samningurinn gekk út á afléttingu þvingana á Íran gegn því að ríkið frysti kjarnorkuáætlun sína. Bandaríkin hafa, eftir riftun, lagt á nýjar þvinganir á meðan Íran hefur nú í tvígang dregið úr þátttöku sinni í samningnum og eru stjórnvöld farin að safna auðguðu úrani.Bíða eftir svörum Emmanuel Macron Frakklandsforseti sendi erindreka sinn til Teheran, höfuðborgar Íran, í síðustu viku til þess að ræða stöðuna að því er Reuters greinir frá. „Við sögðum Hassan Rouhani forseta frá okkar afstöðu og bíðum nú svara frá Írönum. En það er nokkuð langt á milli af því Íran krefst þess að þvingunum verði aflétt tafarlaust,“ var haft eftir upplýsingafulltrúa Frakklandsforseta. Skotið fast á Evrópuríkin Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, var gagnrýninn á sunnudag. „Það er mikill munur á því að gera eitthvað og tilkynna um að maður vilji gera eitthvað,“ sagði hann og skaut þannig á Evrópuríki. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Breta, sem sækist nú eftir forsætisráðuneytinu, var öllu bjartsýnni er hann mætti á fund utanríkisráðherra ESB í Brussel í gær. „Staðan er að þrengjast en það er enn mögulegt að halda lífi í samningnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Íran Tengdar fréttir Draga úr þátttöku í kjarnorkusamningi Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. 8. júlí 2019 06:00 Íransforseti boðar frekari auðgun úrans Stjórnvöld í Teheran reyna nú að þrýsta á Evrópuríki sem eiga aðild að kjarnorkusamningum um að þau verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. 3. júlí 2019 11:49 Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. Evrópuríkin hafa að undanförnu reynt að lægja öldurnar en togstreitan á milli Bandaríkjanna og Íran hefur aukist stöðugt frá því Bandaríkin riftu samningnum af sinni hálfu. Samningurinn gekk út á afléttingu þvingana á Íran gegn því að ríkið frysti kjarnorkuáætlun sína. Bandaríkin hafa, eftir riftun, lagt á nýjar þvinganir á meðan Íran hefur nú í tvígang dregið úr þátttöku sinni í samningnum og eru stjórnvöld farin að safna auðguðu úrani.Bíða eftir svörum Emmanuel Macron Frakklandsforseti sendi erindreka sinn til Teheran, höfuðborgar Íran, í síðustu viku til þess að ræða stöðuna að því er Reuters greinir frá. „Við sögðum Hassan Rouhani forseta frá okkar afstöðu og bíðum nú svara frá Írönum. En það er nokkuð langt á milli af því Íran krefst þess að þvingunum verði aflétt tafarlaust,“ var haft eftir upplýsingafulltrúa Frakklandsforseta. Skotið fast á Evrópuríkin Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, var gagnrýninn á sunnudag. „Það er mikill munur á því að gera eitthvað og tilkynna um að maður vilji gera eitthvað,“ sagði hann og skaut þannig á Evrópuríki. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Breta, sem sækist nú eftir forsætisráðuneytinu, var öllu bjartsýnni er hann mætti á fund utanríkisráðherra ESB í Brussel í gær. „Staðan er að þrengjast en það er enn mögulegt að halda lífi í samningnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Íran Tengdar fréttir Draga úr þátttöku í kjarnorkusamningi Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. 8. júlí 2019 06:00 Íransforseti boðar frekari auðgun úrans Stjórnvöld í Teheran reyna nú að þrýsta á Evrópuríki sem eiga aðild að kjarnorkusamningum um að þau verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. 3. júlí 2019 11:49 Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Draga úr þátttöku í kjarnorkusamningi Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. 8. júlí 2019 06:00
Íransforseti boðar frekari auðgun úrans Stjórnvöld í Teheran reyna nú að þrýsta á Evrópuríki sem eiga aðild að kjarnorkusamningum um að þau verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. 3. júlí 2019 11:49
Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34