Blindur fangi á níræðisaldri tvívegis óskað eftir náðun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2019 18:45 Sótt hefur verið um náðun í tvígang fyrir blindan fjölveikan fanga á níræðisaldri sem afplánar nú í fangelsinu á Akureyri. Af læknisvottorðum er ljóst að dvöl hans í fangelsi sé erfið en hann þarf aðstoð við flest dagleg verk. Formaður félags fanga segir óboðlegt að svo veikur maður sé vistaður í öryggisfangelsi. Hann eigi heima á viðeigandi stofnun þar sem hjúkrunarfólk starfar. Maðurinn, sem er 82 ára, var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni í fyrra sumar. Lögmaður hans sótti þá um náðun fyrir hann á grundvelli heilsufars en því var hafnað á þeim grundvelli að ekki væru komin fram nægilega sterk rök fyrir því að fella refsingu niður. Eftir það hóf maðurinn afplánun í fangelsinu á Akureyri og er þar nú. Í síðasta mánuði var aftur sótt um náðun og fylgdu með ný læknisvottorð, meðal annars frá þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda. Í náðunarbeiðninni segir að að heilsufar mannsins sé mjög ábótavant. Hann sé meðal annars með kransæðasjúkdóm, háþrýsting, hjartalokusjúkdóm, sykursýki og með slæm útbrot sem hann taki stera við. Þá sé hann með bakverki, kæfisvefn og kvíða. Auk þess sé hann blindur á báðum augum.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fangaAf læknisvottorðum sé ljóst að dvöl í fangelsi muni reynast honum mjög erfið og að hann þurfi daglega aðstoð við flest verk, hvort sem það er að klæða sig, þrífa sig eða taka lyfin sín. Þá eigi hann erfitt með gang og þurfi reglulega á lækni að halda. Farið sé fram á að maðurinn verði náðaður og honum leyft að búa heima hjá sér. Fjölveikur maður eigi ekki heima í fangelsi. Undir þetta tekur Guðmundur Ingi Þóroddson, formaður Afstöðu, félags fanga. „Það áttar sig engin á því hvers vegna hann er í fangelsi. Auðvitað hefur hann framið einhvern glæp en það breytir því ekki að maður í svona ástandi á ekki að vera vistaður í fangelsi heldur í viðeigandi stofnun,“ segir Guðmundur Ingi. Í fangelsinu á Akureyri sinni samfangar og fangaverði honum sem séu ekki með reynslu af umönnunarstörfum. „Mikið veikir einstaklingar, geðfatlaðir eða þroskaskertir eða eldri borgarar eiga að vera vistaðir á viðeigandi stofnun þar sem er hjúkrunarfólk, það er ekki boðlegt að þeir séu í lokuðu öryggisfangelsi,“ segir Guðmundur Ingi. Akureyri Fangelsismál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Sótt hefur verið um náðun í tvígang fyrir blindan fjölveikan fanga á níræðisaldri sem afplánar nú í fangelsinu á Akureyri. Af læknisvottorðum er ljóst að dvöl hans í fangelsi sé erfið en hann þarf aðstoð við flest dagleg verk. Formaður félags fanga segir óboðlegt að svo veikur maður sé vistaður í öryggisfangelsi. Hann eigi heima á viðeigandi stofnun þar sem hjúkrunarfólk starfar. Maðurinn, sem er 82 ára, var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni í fyrra sumar. Lögmaður hans sótti þá um náðun fyrir hann á grundvelli heilsufars en því var hafnað á þeim grundvelli að ekki væru komin fram nægilega sterk rök fyrir því að fella refsingu niður. Eftir það hóf maðurinn afplánun í fangelsinu á Akureyri og er þar nú. Í síðasta mánuði var aftur sótt um náðun og fylgdu með ný læknisvottorð, meðal annars frá þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda. Í náðunarbeiðninni segir að að heilsufar mannsins sé mjög ábótavant. Hann sé meðal annars með kransæðasjúkdóm, háþrýsting, hjartalokusjúkdóm, sykursýki og með slæm útbrot sem hann taki stera við. Þá sé hann með bakverki, kæfisvefn og kvíða. Auk þess sé hann blindur á báðum augum.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fangaAf læknisvottorðum sé ljóst að dvöl í fangelsi muni reynast honum mjög erfið og að hann þurfi daglega aðstoð við flest verk, hvort sem það er að klæða sig, þrífa sig eða taka lyfin sín. Þá eigi hann erfitt með gang og þurfi reglulega á lækni að halda. Farið sé fram á að maðurinn verði náðaður og honum leyft að búa heima hjá sér. Fjölveikur maður eigi ekki heima í fangelsi. Undir þetta tekur Guðmundur Ingi Þóroddson, formaður Afstöðu, félags fanga. „Það áttar sig engin á því hvers vegna hann er í fangelsi. Auðvitað hefur hann framið einhvern glæp en það breytir því ekki að maður í svona ástandi á ekki að vera vistaður í fangelsi heldur í viðeigandi stofnun,“ segir Guðmundur Ingi. Í fangelsinu á Akureyri sinni samfangar og fangaverði honum sem séu ekki með reynslu af umönnunarstörfum. „Mikið veikir einstaklingar, geðfatlaðir eða þroskaskertir eða eldri borgarar eiga að vera vistaðir á viðeigandi stofnun þar sem er hjúkrunarfólk, það er ekki boðlegt að þeir séu í lokuðu öryggisfangelsi,“ segir Guðmundur Ingi.
Akureyri Fangelsismál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira