Heimilislaust fólk í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu: „Stærsti hópurinn er ungt heimilislaust fólk“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júlí 2019 19:00 Heimilislaust fólk hefur komið sér fyrir í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu þar sem það hefur ekki fengið sértækt búsetuúrræði hjá borginni né öðrum sveitarfélögum. Verkefnastýra hjá Rauða krossinum segir þetta ungt fólk með erfiðan vímuefnavanda. Sumir hafi verið heimilislausir frá því þeir hættu að tilheyra barnaverndarkerfinu, 18 ára. Um ræðir tvo hópa að sögn Svölu Jóhannesdóttur, verkefnastýru hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefnis á vegum Rauða krossins. Annars vegar er um að ræða fólk hefur verið heimilislaust í mörg ár. „Og er þá búið að vera að nýta Konukot og gistiskýlið í mörg ár og eru þá að nýta sumartímann til að komast í ró og næði og fá að vera í friði. En stærsti hópurinn sem er núna búsettur í tjöldum á höfuðborgarsvæðinu er ungt heimilislaust fólk,“ segir Svala. Flestir séu á aldrinum nítján til tuttugu og sex ára og með mikinn vímuefnavanda. „Sumir eru með geðraskanir og geðsjúkdóma. Margir eru búnir að vera heimilislausir í nokkur ár og sumir allt frá því að þeir komu út úr barnaverndarkerfinu, 18 ára,“ segir Svala. Frá því í byrjun maí hefur frú Ragnheiður útvegað um tuttugu manns tjöldum og útdeilt um fjörutíu svefnpokum. Svala segir mikilvægt að þeir sem búi í tjöldunum séu í góðu sambandi við Frú Ragnheiði. „Við hringjum stundum í þau og bjóðum þeim að koma til okkar. Þau eru þá fyrst og fremst að sækja heilbrigðisþjónustuna og þau eru að fá mat og næringu hjá okkur. Þau eru að skila af sér notuðum búningi og fá nýjan. Þau eru líka að fá hlý föt og annan útilegubúnað,“ segir Svala. Hún segir að flestir séu með virka umsókn um sértækt búsetuúrræði hjá Reykjavíkurborg. „Það er í raun bara ekki til nógu mikið af félagslegu húsnæði og sértækri búsetu fyrir þennan unga hóp,“ segir Svala. Til standi að opna neyðarathvarf fyrir unga karlmenn á árinu sem sé mikilvæg viðbót í þjónustu við hópinn. Svala segir mikilvægt að öll sveitarfélögin hugi að málum heimilislausra. Það sé sorglegt að veikt fólk þurfi að búa í tjöldum. „Það er í raun það versta sem samfélag getur gert fólki er að gera það heimilislaust því allur vandi einstaklingsins eykst svo mikið,“ segir Svala. Félagsmál Fíkn Reykjavík Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Heimilislaust fólk hefur komið sér fyrir í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu þar sem það hefur ekki fengið sértækt búsetuúrræði hjá borginni né öðrum sveitarfélögum. Verkefnastýra hjá Rauða krossinum segir þetta ungt fólk með erfiðan vímuefnavanda. Sumir hafi verið heimilislausir frá því þeir hættu að tilheyra barnaverndarkerfinu, 18 ára. Um ræðir tvo hópa að sögn Svölu Jóhannesdóttur, verkefnastýru hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefnis á vegum Rauða krossins. Annars vegar er um að ræða fólk hefur verið heimilislaust í mörg ár. „Og er þá búið að vera að nýta Konukot og gistiskýlið í mörg ár og eru þá að nýta sumartímann til að komast í ró og næði og fá að vera í friði. En stærsti hópurinn sem er núna búsettur í tjöldum á höfuðborgarsvæðinu er ungt heimilislaust fólk,“ segir Svala. Flestir séu á aldrinum nítján til tuttugu og sex ára og með mikinn vímuefnavanda. „Sumir eru með geðraskanir og geðsjúkdóma. Margir eru búnir að vera heimilislausir í nokkur ár og sumir allt frá því að þeir komu út úr barnaverndarkerfinu, 18 ára,“ segir Svala. Frá því í byrjun maí hefur frú Ragnheiður útvegað um tuttugu manns tjöldum og útdeilt um fjörutíu svefnpokum. Svala segir mikilvægt að þeir sem búi í tjöldunum séu í góðu sambandi við Frú Ragnheiði. „Við hringjum stundum í þau og bjóðum þeim að koma til okkar. Þau eru þá fyrst og fremst að sækja heilbrigðisþjónustuna og þau eru að fá mat og næringu hjá okkur. Þau eru að skila af sér notuðum búningi og fá nýjan. Þau eru líka að fá hlý föt og annan útilegubúnað,“ segir Svala. Hún segir að flestir séu með virka umsókn um sértækt búsetuúrræði hjá Reykjavíkurborg. „Það er í raun bara ekki til nógu mikið af félagslegu húsnæði og sértækri búsetu fyrir þennan unga hóp,“ segir Svala. Til standi að opna neyðarathvarf fyrir unga karlmenn á árinu sem sé mikilvæg viðbót í þjónustu við hópinn. Svala segir mikilvægt að öll sveitarfélögin hugi að málum heimilislausra. Það sé sorglegt að veikt fólk þurfi að búa í tjöldum. „Það er í raun það versta sem samfélag getur gert fólki er að gera það heimilislaust því allur vandi einstaklingsins eykst svo mikið,“ segir Svala.
Félagsmál Fíkn Reykjavík Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira