Vinnu að nýju Alzheimerlyfi hætt vegna mikilla aukaverkana Andri Eysteinsson skrifar 12. júlí 2019 14:15 Fjölmargir íslendingar greinast með Alzheimer á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. vísir/getty Ákveðið hefur verið að hætta við þróun á nýju lyfi gegn Alzheimer en aukaverkanir sem fylgja lyfinu voru metnar of miklar af sérstakri vísindanefnd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Miklar vonir voru bundnar við tilraunina þar sem Alzheimer sjúkdómurinn er ein af stærstu áskorunum sem heilbrigðisvísindin standa frammi fyrir en allar tilraunir til að þróa lyf gegn sjúkdómnum hafa verið árangurslausar. 130 Íslendingar höfðu tekið lyfin í tilrauninni en að verkefninu störfuðu átta manns, tveir læknar, tveir sálfræðingar og fjórir hjúkrunarfræðingar. Jón Snædal, öldrunarlæknir á Landsspítalanum fór fyrir rannsókninni í samstarfi við þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna. David Reese, yfirmaður þróunar og rannsókna hjá Amgen sem vann að þróun lyfsins ásamt Novartis, segir niðurstöðuna vera mikil vonbrigði, bæði fyrir vísindin og þær milljónir sem Alzheimer hefur áhrif á. Hann segist þó enn trúa því að efnahvatinn sem lyfið átti að hemja sé mikilvægur í ferlinu. Reese segir fyrirtæki sitt enn fremur reiðubúið til þess að deila niðurstöðum sínum með öðrum og þannig leggja lóð sín á vogarskálarnar. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir lyfið hafa haft áhrif á efnahvatann en það hafi ekki nægt til þess að hægja á þróun sjúkdómsins.Haft verður samband við alla þátttakendur verkefnisins og framhaldið rætt. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Ákveðið hefur verið að hætta við þróun á nýju lyfi gegn Alzheimer en aukaverkanir sem fylgja lyfinu voru metnar of miklar af sérstakri vísindanefnd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Miklar vonir voru bundnar við tilraunina þar sem Alzheimer sjúkdómurinn er ein af stærstu áskorunum sem heilbrigðisvísindin standa frammi fyrir en allar tilraunir til að þróa lyf gegn sjúkdómnum hafa verið árangurslausar. 130 Íslendingar höfðu tekið lyfin í tilrauninni en að verkefninu störfuðu átta manns, tveir læknar, tveir sálfræðingar og fjórir hjúkrunarfræðingar. Jón Snædal, öldrunarlæknir á Landsspítalanum fór fyrir rannsókninni í samstarfi við þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna. David Reese, yfirmaður þróunar og rannsókna hjá Amgen sem vann að þróun lyfsins ásamt Novartis, segir niðurstöðuna vera mikil vonbrigði, bæði fyrir vísindin og þær milljónir sem Alzheimer hefur áhrif á. Hann segist þó enn trúa því að efnahvatinn sem lyfið átti að hemja sé mikilvægur í ferlinu. Reese segir fyrirtæki sitt enn fremur reiðubúið til þess að deila niðurstöðum sínum með öðrum og þannig leggja lóð sín á vogarskálarnar. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir lyfið hafa haft áhrif á efnahvatann en það hafi ekki nægt til þess að hægja á þróun sjúkdómsins.Haft verður samband við alla þátttakendur verkefnisins og framhaldið rætt.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00