Risaskipti í NBA deildinni og Westbrook orðinn leikmaður Houston Rockets Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2019 08:00 Russell Westbrook og James Harden. Getty/Elsa Sviptingarnar í NBA-deildinni í körfubolta í sumar hafa verið ótrúlega miklar og enn ein stóra breytingin varð í gær þegar Houston Rockets og Oklahoma City Thunder komu sér saman um að skipta á stjörnum sínum. Russell Westbrook fer til Houston Rockets en Thunder fær í staðinn Chris Paul og tvo valrétti og tvo svokallaða skiptivalrétti. Valréttirnir sem Oklahoma City færi eru í fyrstu umferð 2024 og 2026.James Harden and Russell Westbrook are back together Westbrook is headed to the Rockets, per @wojespn and @royceyoung. pic.twitter.com/4mNLIyS1QX — ESPN (@espn) July 12, 2019Oklahoma City Thunder vildi skipta á Russell Westbrook eftir að ljóst varð að liðið ætlaði að byggja upp nýtt framtíðarlið. Westbrook var orðaður við Miami Heat en sú skipti voru of allt of langsótt. Liðið getur síðan skipts á valréttum við Houston 2021 og 2025. Westbrook er fjórum árum yngri en Chris Paul og verður nú liðsfélagi James Harden á nýjan leik. Þeir léku áður saman með Oklahoma City Thunder og það lið, með Kevin Durant þeim við hlið, fór alla leið í lokaúrslitin um NBA-titilinn. Harden og Westbrook er sagðir báðir mjög spenntir að fá tækifæri til að spila saman. Það fylgir jafnframt sögunni að Oklahoma City Thunder mun reyna að finna nýtt lið fyrir Chris Paul. Chris Paul er orðinn 34 ára gamall og vill komast til lið sem gefur honum tækifæri á að vinna NBA-titilinn í fyrsta sinn á ferlinum. Hann er því ekki mjög spenntur fyrir því að eyða síðustu tímabilunum á ferlinum í eitthvað uppbyggingarstarf í Oklahoma City.Russ and Harden were determined to reunite, per @WindhorstESPN. Full podcast: https://t.co/Z3Ct02Jx5ppic.twitter.com/dalsnoGivL — NBA on ESPN (@ESPNNBA) July 12, 2019Westbrook á fjögur ár eftir af samningi sínum og fær fyrir það 171 milljón dollara. Chris Paul á þrjú ár eftir af sínum samningi sem gefa hinum 124 milljónir dollara.This NBA offseason brought together some superstar duos pic.twitter.com/iBv6bfVnsO — SportsCenter (@SportsCenter) July 12, 2019 Russell Westbrook hefur verið með þrennu að meðaltali undanfarin þrjú tímabil en á síðasta tímabili var hann með 22,9 stig, 11,1 frákast og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Chris Paul var aftur á móti með 15,6 stig, 8,2 stoðsendingar og 4,6 fráköst að meðaltali í leik en hann skoraði 17,0 stig að meðaltali í úrslitakeppninni.Russ will go down as one of the best in franchise history 2016-17 MVP 8-time All-Star Scored 18,859 points with Thunder, most in franchise 1 of 10 players in NBA history to record 15,000 points, 5,000 rebounds and 5,000 assists with a single franchise pic.twitter.com/SQnqvAko0H — SportsCenter (@SportsCenter) July 12, 2019 NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira
Sviptingarnar í NBA-deildinni í körfubolta í sumar hafa verið ótrúlega miklar og enn ein stóra breytingin varð í gær þegar Houston Rockets og Oklahoma City Thunder komu sér saman um að skipta á stjörnum sínum. Russell Westbrook fer til Houston Rockets en Thunder fær í staðinn Chris Paul og tvo valrétti og tvo svokallaða skiptivalrétti. Valréttirnir sem Oklahoma City færi eru í fyrstu umferð 2024 og 2026.James Harden and Russell Westbrook are back together Westbrook is headed to the Rockets, per @wojespn and @royceyoung. pic.twitter.com/4mNLIyS1QX — ESPN (@espn) July 12, 2019Oklahoma City Thunder vildi skipta á Russell Westbrook eftir að ljóst varð að liðið ætlaði að byggja upp nýtt framtíðarlið. Westbrook var orðaður við Miami Heat en sú skipti voru of allt of langsótt. Liðið getur síðan skipts á valréttum við Houston 2021 og 2025. Westbrook er fjórum árum yngri en Chris Paul og verður nú liðsfélagi James Harden á nýjan leik. Þeir léku áður saman með Oklahoma City Thunder og það lið, með Kevin Durant þeim við hlið, fór alla leið í lokaúrslitin um NBA-titilinn. Harden og Westbrook er sagðir báðir mjög spenntir að fá tækifæri til að spila saman. Það fylgir jafnframt sögunni að Oklahoma City Thunder mun reyna að finna nýtt lið fyrir Chris Paul. Chris Paul er orðinn 34 ára gamall og vill komast til lið sem gefur honum tækifæri á að vinna NBA-titilinn í fyrsta sinn á ferlinum. Hann er því ekki mjög spenntur fyrir því að eyða síðustu tímabilunum á ferlinum í eitthvað uppbyggingarstarf í Oklahoma City.Russ and Harden were determined to reunite, per @WindhorstESPN. Full podcast: https://t.co/Z3Ct02Jx5ppic.twitter.com/dalsnoGivL — NBA on ESPN (@ESPNNBA) July 12, 2019Westbrook á fjögur ár eftir af samningi sínum og fær fyrir það 171 milljón dollara. Chris Paul á þrjú ár eftir af sínum samningi sem gefa hinum 124 milljónir dollara.This NBA offseason brought together some superstar duos pic.twitter.com/iBv6bfVnsO — SportsCenter (@SportsCenter) July 12, 2019 Russell Westbrook hefur verið með þrennu að meðaltali undanfarin þrjú tímabil en á síðasta tímabili var hann með 22,9 stig, 11,1 frákast og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Chris Paul var aftur á móti með 15,6 stig, 8,2 stoðsendingar og 4,6 fráköst að meðaltali í leik en hann skoraði 17,0 stig að meðaltali í úrslitakeppninni.Russ will go down as one of the best in franchise history 2016-17 MVP 8-time All-Star Scored 18,859 points with Thunder, most in franchise 1 of 10 players in NBA history to record 15,000 points, 5,000 rebounds and 5,000 assists with a single franchise pic.twitter.com/SQnqvAko0H — SportsCenter (@SportsCenter) July 12, 2019
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira