Í bílnum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. júlí 2019 08:00 Líflegt mannlíf er í miðbæ Reykjavíkur á hlýjum og fallegum sumardögum eins og nú ríkja. Þannig er miðbærinn fullur af fólki, að stórum hluta erlendum ferðamönnum sem sannarlega eiga sinn þátt í að halda þjóðarbúinu gangandi. Einstaka Íslendingar sjást svo en þeir sitja aðallega í sólinni fyrir utan veitingastaði og virðast ekki hafa áberandi áhuga á að kíkja í verslanir í miðbænum. Á einum svona degi mátti sjá tvo verslunareigendur stinga saman nefjum og umræðuefnið var einmitt það að Íslendingar sæjust ekki mikið á Laugaveginum, þeir væru í bílum sínum að versla annars staðar. Það verður ekki horft fram hjá þeirri dapurlegu staðreynd að of margir Íslendingar eru bílóðir, vilja fara allt í einkabílnum og geta vart hugsað sér verslunarleiðangur nema vita af bílnum fyrir utan verslunina sem þeir líta inn í. Þess vegna fara þeir í Ármúla og Síðumúla og á Suðurlandsbrautina og í Kringluna og Smáralind þar sem fjarska auðvelt er að leggja bílnum. „Það er sko annað en á Laugaveginum, en þangað fer ég aldrei,“ segja þeir kokhraustir og bölva um leið meirihluta borgarstjórnar. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur eytt mikilli orku og ógurlegum tíma í að sannfæra borgarbúa um það að góður lífsstíll felist meðal annars í því að hvíla einkabílinn. Þeir bílóðu einstaklingar sem elska bílinn sinn næstum jafn mikið og sjálfa sig taka engum sönsum og munu sennilega aldrei gera það. Sem er leitt því það er yndislegt að ganga Laugaveginn, Skólavörðustíginn, Austurstrætið og fleiri götur miðbæjarins. Þessu gera erlendu ferðamennirnir sér glögga grein fyrir, enda virðist þeim líða alveg ljómandi vel í miðbænum og líta í verslanir og eru ekkert að flýta sér. Bílelskandi Íslendingar ættu að fara að dæmi þeirra og leyfa sér að ganga um bæinn í rólegheitum og njóta þess að vera til. Það er góð leið til að minnka streituna. Miðborg á að vera sjarmerandi og eftirsóknarverður staður þar sem fólk nýtur þess að vera. Miðbær Reykjavíkur er það að stórum hluta – fyrir utan Hafnartorg sem virðist ekki ætla að verða heillandi verslunarsvæði. Hins vegar er Skólavörðustígurinn orðinn ansi lífleg gata og Austurstrætið er alltaf vinalegt, Hlemmur er svo orðinn allt annar eftir að hin vel heppnaða Mathöll reis þar og Grandinn er dásamlegt svæði þar sem notalegt er að vera. Laugavegurinn er hins vegar að þróast í nokkuð undarlega átt með ótal smekklausum lundabúðum sem standa þó undir sér, jafn einkennilegt og það nú er. Bíleigendur verða að átta sig á því að öflug bílaumferð á ekki við í miðbæjum stórborga og hana þarf að takmarka. Þetta er gert víða í borgum erlendis og þykir ekki stórmál. Stöðugt kvak bíleigenda og sumra verslunarmanna um óréttlætið sem felst í takmörkun umferðar í miðbænum er ansi þreytandi. Meirihluti borgarstjórnar er örugglega á villigötum í einhverjum málum en þegar kemur að takmörkun bílaumferðar í miðbænum þá er einmitt verið að gera það sem gera þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Reykjavík Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Líflegt mannlíf er í miðbæ Reykjavíkur á hlýjum og fallegum sumardögum eins og nú ríkja. Þannig er miðbærinn fullur af fólki, að stórum hluta erlendum ferðamönnum sem sannarlega eiga sinn þátt í að halda þjóðarbúinu gangandi. Einstaka Íslendingar sjást svo en þeir sitja aðallega í sólinni fyrir utan veitingastaði og virðast ekki hafa áberandi áhuga á að kíkja í verslanir í miðbænum. Á einum svona degi mátti sjá tvo verslunareigendur stinga saman nefjum og umræðuefnið var einmitt það að Íslendingar sæjust ekki mikið á Laugaveginum, þeir væru í bílum sínum að versla annars staðar. Það verður ekki horft fram hjá þeirri dapurlegu staðreynd að of margir Íslendingar eru bílóðir, vilja fara allt í einkabílnum og geta vart hugsað sér verslunarleiðangur nema vita af bílnum fyrir utan verslunina sem þeir líta inn í. Þess vegna fara þeir í Ármúla og Síðumúla og á Suðurlandsbrautina og í Kringluna og Smáralind þar sem fjarska auðvelt er að leggja bílnum. „Það er sko annað en á Laugaveginum, en þangað fer ég aldrei,“ segja þeir kokhraustir og bölva um leið meirihluta borgarstjórnar. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur eytt mikilli orku og ógurlegum tíma í að sannfæra borgarbúa um það að góður lífsstíll felist meðal annars í því að hvíla einkabílinn. Þeir bílóðu einstaklingar sem elska bílinn sinn næstum jafn mikið og sjálfa sig taka engum sönsum og munu sennilega aldrei gera það. Sem er leitt því það er yndislegt að ganga Laugaveginn, Skólavörðustíginn, Austurstrætið og fleiri götur miðbæjarins. Þessu gera erlendu ferðamennirnir sér glögga grein fyrir, enda virðist þeim líða alveg ljómandi vel í miðbænum og líta í verslanir og eru ekkert að flýta sér. Bílelskandi Íslendingar ættu að fara að dæmi þeirra og leyfa sér að ganga um bæinn í rólegheitum og njóta þess að vera til. Það er góð leið til að minnka streituna. Miðborg á að vera sjarmerandi og eftirsóknarverður staður þar sem fólk nýtur þess að vera. Miðbær Reykjavíkur er það að stórum hluta – fyrir utan Hafnartorg sem virðist ekki ætla að verða heillandi verslunarsvæði. Hins vegar er Skólavörðustígurinn orðinn ansi lífleg gata og Austurstrætið er alltaf vinalegt, Hlemmur er svo orðinn allt annar eftir að hin vel heppnaða Mathöll reis þar og Grandinn er dásamlegt svæði þar sem notalegt er að vera. Laugavegurinn er hins vegar að þróast í nokkuð undarlega átt með ótal smekklausum lundabúðum sem standa þó undir sér, jafn einkennilegt og það nú er. Bíleigendur verða að átta sig á því að öflug bílaumferð á ekki við í miðbæjum stórborga og hana þarf að takmarka. Þetta er gert víða í borgum erlendis og þykir ekki stórmál. Stöðugt kvak bíleigenda og sumra verslunarmanna um óréttlætið sem felst í takmörkun umferðar í miðbænum er ansi þreytandi. Meirihluti borgarstjórnar er örugglega á villigötum í einhverjum málum en þegar kemur að takmörkun bílaumferðar í miðbænum þá er einmitt verið að gera það sem gera þarf.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar