Sykurlausir orkudrykkir ekki skárri en þeir sykruðu þegar um glerungseyðingu er að ræða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2019 19:30 Tannlæknar hafa áhyggjur af aukinni neyslu barna og ungmenna á orkudrykkjum. Glerungseyðing sé vaxandi vandamál hjá ungu fólki og foreldrar ekki nógu meðvitaðir um skaðann, sem er óafturkræfur. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir. Sjaldan hefur neysla orkudrykkja verið vinsælli. Búðarhillur eru flestar troðfullar af slíkum drykkjum og úrvalið aldrei meira en nú. Varaformaður tannlæknafélagsins segir tannlækna hafa áhyggjur af aukinni neyslu ungmenna á drykkjunum. „Við sjáum í þjóðfélaginu og vitum af því að það er gífurleg aukning í neyslu á þessum orku- og íþróttadrykkjum hjá ungu fóki í dag. Það sem við tannlæknar höfum mestar áhyggjur í þessum efnum er glerungseyðing,“ sagði Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, tannlæknir. Glerungseyðing er kallað þegar sýra leysir upp glerunginn á tönnunum og hann þynnist og eyðist. „Varðandi glerungseyðinguna þá eru það þessar sýrur sem notaðar eru til að auka geymsluþol þessara drykkja. Sítrónusýra og fosfórsýra sem eru notaðar í þessa drykki sem eru glerungseyðandi,“ sagði Jóhanna Bryndís. Því séu sykurlausu drykkirnir jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, en margir þeirra eru sagðir heilsudrykkir. „Þetta eru svo sannarlega engir heilsudrykkir fyrir tennur. Þessi markaðssetning að þetta sé heilsuvara er alls ekki satt myndi ég segja fyrir mína parta,“ sagði Jóhanna Bryndís.Óafturkræfur skaði Hún telur foreldra ekki nógu meðvitaða um afleiðingu af neyslu drykkjanna. „Glerungurinn eyðist, þetta er óafturkræft, það kemur aldrei aftur glerungur á tönn þannig að við það að glerungur eyðist þá liggur það bara í hlutarins eðli að hún verður hún öll miklu viðkvæmari. Hún verður viðkvæmari fyrir hita, kulda og tannskemmdum,“ sagði Jóhanna Bryndís. Hún segir að munurinn á orkudrykkjum og öðrum súrum drykkjum á borð við ávaxtadjús sé sá að neyslumynstrið sé ólíkt. Hún segir orkudrykkina drukkna yfir lengri tíma sem veldur því að sýrustigiðí munninum nær ekki að jafna sig. „Þannig að þetta súra ástand í munninum viðhelst í lengri tíma og þá eykur það glerungseyðinguna,“ sagði Jóhanna Bryndís. Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Tannlæknar hafa áhyggjur af aukinni neyslu barna og ungmenna á orkudrykkjum. Glerungseyðing sé vaxandi vandamál hjá ungu fólki og foreldrar ekki nógu meðvitaðir um skaðann, sem er óafturkræfur. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir. Sjaldan hefur neysla orkudrykkja verið vinsælli. Búðarhillur eru flestar troðfullar af slíkum drykkjum og úrvalið aldrei meira en nú. Varaformaður tannlæknafélagsins segir tannlækna hafa áhyggjur af aukinni neyslu ungmenna á drykkjunum. „Við sjáum í þjóðfélaginu og vitum af því að það er gífurleg aukning í neyslu á þessum orku- og íþróttadrykkjum hjá ungu fóki í dag. Það sem við tannlæknar höfum mestar áhyggjur í þessum efnum er glerungseyðing,“ sagði Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, tannlæknir. Glerungseyðing er kallað þegar sýra leysir upp glerunginn á tönnunum og hann þynnist og eyðist. „Varðandi glerungseyðinguna þá eru það þessar sýrur sem notaðar eru til að auka geymsluþol þessara drykkja. Sítrónusýra og fosfórsýra sem eru notaðar í þessa drykki sem eru glerungseyðandi,“ sagði Jóhanna Bryndís. Því séu sykurlausu drykkirnir jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, en margir þeirra eru sagðir heilsudrykkir. „Þetta eru svo sannarlega engir heilsudrykkir fyrir tennur. Þessi markaðssetning að þetta sé heilsuvara er alls ekki satt myndi ég segja fyrir mína parta,“ sagði Jóhanna Bryndís.Óafturkræfur skaði Hún telur foreldra ekki nógu meðvitaða um afleiðingu af neyslu drykkjanna. „Glerungurinn eyðist, þetta er óafturkræft, það kemur aldrei aftur glerungur á tönn þannig að við það að glerungur eyðist þá liggur það bara í hlutarins eðli að hún verður hún öll miklu viðkvæmari. Hún verður viðkvæmari fyrir hita, kulda og tannskemmdum,“ sagði Jóhanna Bryndís. Hún segir að munurinn á orkudrykkjum og öðrum súrum drykkjum á borð við ávaxtadjús sé sá að neyslumynstrið sé ólíkt. Hún segir orkudrykkina drukkna yfir lengri tíma sem veldur því að sýrustigiðí munninum nær ekki að jafna sig. „Þannig að þetta súra ástand í munninum viðhelst í lengri tíma og þá eykur það glerungseyðinguna,“ sagði Jóhanna Bryndís.
Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira